Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 19

Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 19
reyfara í vasanum og sagðist ætla að dveljast í vikutíma og ég hefði boöið sér. Mér fannst það varla fegra ástand- < ið, en gerði mér það samt að góðu, minnug þess, að símanúmerið hans var aftan á myndinni af honum, sem stóð á náttborðinu mínu. Mamma hafði ef- laust boðið honum í þeim tilgangi að ég hætti að hugsa um Dodda. Hún hefði bara átt að vita, hversu gjörsamlega ég var orðin áhugalaus fyrir honum, en þau virtust alls ekki skilja, að það var hann sem sóttist eftir mér, en ekki öfugt. Meira að segja Rikki, sem alltaf hafði verið allra manna skilningsríkast- ur, virtist skilningslaus að þessu sinni. Með sinni venjulegu ljúfmennsku tók hann þessu þó með ró, las sínar glæpa- sögur, talaði við mömmu og virtist una sér hið bezta. Þóra kom uppveðruð eitt kvöldið og tilkynnti, að það yrði dansað í félags- heimilinu um kvöldið. Það fór ekki fram hjá mér, að þau Rikki voru með ein- hverjar augnagotur og leynimakk sín á milli, þegar þau ákváðu án þess að orða það við mig að fara gangandi, því að veðrið væri svo gott. Ég vissi aldrei hvernig það atvikað- ist, þegar við skömmu seinna gengum öll eftir veginum sem lá niður í þorp- ið, að þau Rikki og Þóra voru alltaf spölkorn á eftir eða undan. Það var eins og enginn hefði neitt við það að athuga nema ég, sem rölti við hliðina á Dodda. Það var fátt manna í danssalnum, þegar við komum, nokkrar vígalegar stælpæjur í ljósum buxum og grófum peysum og dyrgjulegar sveitastelpur í áberandi flegnum kjólum. Og strákarn- ir virtust ekki vera vaxnir upp úr þeim gamla sið að standa út við dyr í hóp eins og hrossastóð, sem veit á sig slag- viðri. Stelpurnar litu allar á Rikka, sumar opinskátt og frekjulega, en aðrar gáfu honum hornauga í laumi, og Þóra lét eins og hún ætti í honum hvert bein. Við tókum okkur sæti við eitt borð, og þegar hljómsveitin hóf skömmu seinna leik sinn, svifu þau Rikki og Þóra út á gólfið, og það var engu lík- ara en þau hefðu gleymt öllu í kring um sig. Reiði mín beindist öll gegn Dodda, sem sat við hlið mér og virtist harðánægður með tilveruna. — Ertu sjónlaus með öllu, eða hvað? — Ha? Hann virtist vakna lítillega. — Sjónlaus? Nei, ég sé þig og það er mér nóg. — Jæja? Ég fann, að reiði mín óx ískyggilega og ég var að komast, á það stig að geta gert hvað sem var. — Hvernig væri, að þú litir ögn eftir kærustunni þinni? Hann virtist ekki enn skilja móralinn. — Það er allt í lagi með hana. Nú skulum við nota tækifærið og dansa. Frh. á bls. 30. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.