Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 16
CAROLINE Mathilde prins- essa var aðeins þrettán og hálfs árs gömul, þegar trúlof- un hennar og Christians, krón- prins af Danmörku og Noregi, var opinberuð 8. janúar 1765. Tildrög atburðar þessa voru þau, að danska hirðin hafði snúið sár til ensku hirðarinn- ar til þess að ræða möguleika á, að þessar tvær fjölskyldur tengdust. Þessi atburður átti sér engan stjórnmálalegan bakgrunn, eins og þegar faðir Christians krónprins, Friðrik þáverandi krónprins, kvæntist ensku prinsessunni Louise. Þá höfðu stjórnmálin gripið í taumana, og enski konungur- inn hafði knúið fram gifting- una. Iijónaband hins tvítuga krónprins, Friðriks, og hinnar nítján ára gömlu prinsessu, Louise, varð eins óhamingju- samt og frekast er hægt að hugsa sér. Það endaði með á- takanlegum harmleik nóttina milli 18. og 19. desember 1751, er drottningin lézt í Kristjáns- borgarhöll aðeins tuttugu og sjö ára og eins dags gömul. Hún var full örvæntingar og ástæðan var sú, að konungur- inn lagði lag sitt við götustelp- ur og hafði gert það þau átta ár, sem hjónaband þeirra varði. Drottningin var vanfær í fimmta sinn og 1 örvæntingu sinni reyndi hún að eyða fóstr- inu með þeim afleiðingum, að henni blæddi út. Louise drottning hafði verið fyrirmyndar húsfreyja og móðir. Caroline Mathilde prinsessa hafði ekki komizt hjá því að kynnast því, hvernig hinni gáf- uðu og fögru frænku hennar hafði vegnað sem dansk- norskri drottningu. Og nú var hún sjálf sú næsta í röðinni, sem þvinga átti í óæskilega, danska og konunglega brúðar- sæng. Christian krónprins var að- eins þriggja ára þegar móðir hans lézt. Sem sex ára gamall prins fékk hann svokallaða eigin hirð og þar af leiðandi fékk hann einnig eigin yfir- hirðsiðameistara, sem átti að annast um uppeldi hans, þar sem konungurinn var ekki sjálfur fær um að ala upp einkason sinn og erfingja. Val hirðsiðameistarans tókst mjög illa til og mátti í raun- inni teljast algjör mistök. Síð- ar átti eftir að koma í Ijós hversu örlagaríkar afleiðingar þetta hafði. Hirðsiðameistari krónprinsins hét Ditlev Rev- entlow greifi og var hið mesta hrottamenni. Meðferð hans á krónprinsinum var svo viður- styggileg, að henni verður vart með orðum lýst. Yfirkom- inn af reiði og sársauka eftir meðferðina, hljóp prinsinn oft eftir hinum löngu og krókóttu göngum hallarinnar til þess að ieita verndar hjá sjúpmóður sinni, Juliane Marie. En hún tók sárþjáðu barninu af skiln- ingsleysi og lítilli mannúð. Það er því sízt að undra þótt Christian krónprins hafi verið kominn með geðveiki á byrjunarstigi, þegar hann varð konungur 15. janúar 1766. — Þetta var því hryggilegra, þar sem hann hafði meðfædda eig- inleika til þess að verða gáf- aður og nýtur maður og mik- ilsvirtur og dugandi þjóðhöfð- ingi. Og það var ekki einasta að þessi kornungi konungur, sem ekki var orðinn seytján ára ennþá, væri orðinn sinnis- veikur, heldur var hann á góðri leið með að verða jafn glataður maður og hinn lálni faðir hans, Friðrik 5., hafði verið, en nokkrum árum áður en hann lézt var ásigkomu- lag hans orðið slíkt, að hann gat varla látið sjá sig við hirðina. Það var einnig sitthvað fleira í uppeldi prinsins, sem hafði óheillavænleg áhrif. Allt frá því að hann var sex ára gamall, var hann látinn vera afskiptalaus í öllum frístund- um sínum með tveimur korn- ungum hirðfélögum sínum, Sperling, sem var systurson- ur hirðsiðameistarans, og hirð- þjóninum Kirchoff. Þetta voru tveir óforbetranlegir þorparar, sem þrátt fyrir æsku sína vissu allt of mikið um og höfðu allt of mikla reynslu í alls konar spillingu og viðurstyggð á sviði kynferðislífsins. Þegar hinn siðlausi ungi greifi, Wil- helm Conrad Holck, sem til- heyrði sjálfum háaðlinum, bættist síðar meir í hópinn sem náinn hirðfélagi, þá var í rauninni öll von úti um Christ- ian krónprins. Það virtist allt ætla að fara nákvæmlega á sömu leið og hjá Friðrik 5., sem einnig var frá hendi náttúrunnar gædd- ur miklum hæfileikum. Við hirðina var ótölulegur grúi af hirðfólki af öllum gráð- Caroline Mat- hilde og Christi- an konungur af Noregi og Dan- mörku. Sem sex ára gamall krónprins fékk Christian eigin hirð og eig- in hirðmeistara. 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.