Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 26

Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 26
kvenþjóðin ritstjóri KRISTJANA STEIIVGRÍMSDÓTTIR flnMittö þarýnaM qu^ubafo 26 FÁLKINN emn Hreinsið andlitið og hálsinn. Farið tvívegis yfir andlitið með hreinsi- kremi og þerrið hörundið vel, svo það sé bæði hreint og fitulaust. Hitið vatnsketil á meðan, hellið vatn- inu í dálítið víða skál, sem látin er standa á lágu borði. Athugið að hafa eitthvað, sem þolir hita undir skál- inni. tveir Setjið fulla tsk. af kamillutei eða blóðbergi út í vatnið. Jurtagufa er eitt hinna elztu fegurðarlyfja í heim- inum. Þér munið finna hvernig þessi mjúka gufa kemst djúpt inn í hörundið og hreinsar hverja andlits- holu og gerir hörundið ótrúlega silkimjúkt. þrír Sitjið á stól það háum, að þið getið setið þægilega yfir skálinni. Brjótið þykkt handklæði yfir höf- uðið og skálina eins og tjald væri. Verið berar að ofan, svo að bæði háls og axlir hafi not af gufubaðinu. Setjið baðhettu yfir hárið eða setjið rúllur í það, ef þörf gerist. Gætið þess vel, að handklæðið falli svo vel að, að engin gufa komist út. Andið djúpt, því að jurtagufan hreinsar líka allar stíflur úr nefi. Svona gufubað getur oft varnað kvefi. Slakið á öllum vöðvum og látið hugann reika í 10—15 mínútur. o* * m rjorir Að gufubaðinu loknu, á að þerra varlega yfir hörundið með „tissue“ — Lokið andlitsholunum með köldu vatni, þerrað með ,,tissue“. Berið hvorki andlitsfarða né krem á, hör- undið í 2—3 klst. eftir gufubaðið, svo að það geti andað frjálst. Farið til að byrja með í svona jurtagufubað 3 daga í röð og síðan vikulega. á allra ifHyAta \neUitn Hugmyndin að þess- um einföldu skriðfötum er sótt til Bandaríkj- anna. Hafður er rennilás milli fóta, svo fljótlegt er að skipta um bleyju. Stærð: mál 14 árs. Brjóstvídd 53 cm. Saum- ur innanfótar 20 cm. Efni: 1,10 mtr. rönd- ótt þvottaflauel 70 cm. breytt 40 cm. langur opinn rennilás. Stærð: nál. 1 árs. Brjóstbreidd 60 cm. Saumur innanfótar 23 cm. Efni: 1,40 mtr. 70 cm. breitt, 45 cm. langur, opinn rennilás. Saumið fram og bak- stykki saman, hvert um sig í saumunum, sem merktir eru A, og saum- ið hægri hliðarsaum B.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.