Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 15

Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 15
gerðist atvinnumaður í knattspyrnu, íslendingurinn Albert Guðmundsson. ★ Það sem hér er skráð að framan munu flestir vita einhver deili á. Vafa- samt er að eins margir viti, að síðan Albert kom heim til íslands árið 1954, hefir hann gerzt umsvifamikill stór- kaupmaður og rekur fyrirtæki sitt við Smiðjustíginn í næsta húsi við það, sem hann átti heima í forðum hjá ömmu sinni. Er ég kom í heim'sókn til hans á skrifstoíuna fyrir nokkrum dögum, beið einn eftir að hann lyki símtali og svo hringdi annar sími og svo hinn aftur. Þegar hlé varð á bar ég upp erindið. Stutt viðtal fyrir blað. Ekki um knatt- spyrnu heldur um viðhorf hans til þess, hvernig menn yrðu efnahagslega sjálf- stæðir. — Þegar ég var að alast upp hérna í hverfinu var áhuginn meiri fyrir íþróttum og útiveru, en bóklestri og lærdómi sagði Albert. Það fór því svo, að eftir gagnfræðaskólapróf hugði ég ekki á frekara nám fyrr en löngu seinna, þá orðinn nítján ára. Var þá ákveðinn í að fara í verzlunarskóla í Bretlandi og til þess að komast að á Skerry’s varð ég að hafa verzlunar- ‘skólapróf héðan að heiman. Ég fór í Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi eftir tvo vetur. — Heldur þú ekki að þáverandi skólastjóra, Jónasi Jónssyni þætti skemmtilegra að vita þig kaupfélags- stjóra einhversstaðar úti á landi en heildsala í Reykjavík? — Ég veit það ekki, Jónas reyndi aldrei að hafa nein áhrif á okkur varð- andi lífsstarf, en beitti áhrifum sín- um að því, að við yrðum nýtir borgarar. Ég tel það happ að hafa verið í skóla hjá Jónasi. — Álítur þú að vera þín með stór- þjóðum auðveldi þér störf þín sem stór- kaupmaður? — Veran erlendis var ómetanlegur skóli, líka sá tími sem maður var utan skóla. Það er ævintýri líkast að vera í þeirri aðstöðu, sem ég naut ytra, t. d. að ferðast um heiminn á fullu kaupi og góðu kaupi í ofanálag. — Þú hefir auðvitað stefnt að því að verða verzlunarmaður. Telur þú að sá tími sem fór í knattspyrnuna hafi orð- ið þér til góðs fjárhagslega, miðað við að þú hefðir komið beint heim að loknu skólanámi og stofnað fyrirtæki? — Ég vildi ekki skipta á því sem ég hefi upplifað hvað sem í boði væri. Og þó mér væri gefinn kostur á að hefja lífið að nýju, þá myndi ég kjósa mér það sama. En um það hvort eg hafi tapað eða grætt fjárhagslega á því að leika knattspyrnu þessi tíu ár, þá er ekki gott um það að segja. Hins vegar er ég ánægður með að hafa ekki auðg- ast á stríðsgróðanum. Ég held að ég hafi þó ekki tapað á því að vera erlendis. — Álítur þú að þeir sem beita öllum tiltækum brögðum í viðskiptum komist lengra en hinir? — Viðskipti byggjast á heiðarleika. Ég hefi aldrei, hvorki erlendis né hér rekið mig á annað en heiðarleika í viðskiptum. Ég vil segja að þeir sem ekki fara eftir leikreglum séu algjörar undantekningar. — Það fé, sem þér græddist í knatt- spyrnunni, var það undirstaðan að fyrirtæki þínu hér? -— Já, fyrstu peningarnir komu þaðan Ég var alltaf á heimleið, encfa þótt það drægist í tólf og hálft ár að maður kæmi. Ég trúði því einhvern veg- inn aldrei að atvinnumennska í knatt- spyrnu ætti fyrir mér að liggja. Þar gat svo margt komið fyrir, slysahætta, eða aðrir mér betri menn kæmu til félaganna eða að ég stæði mig ekki nógu vel. Ég var því alltaf að búa mig undir þetta og þessi krókur sem varð á leiðinni heim, ja hann var ómetan- legur og eins og ég sagði áðan vildi ég ekki hafa farið á mis við hann þótt allt heimsins gull væri í boði. — Það er svo oft að íþróttamenn hafa ekki að neinni sæmilegri atvinnu að hverfa að loknum íþróttaferli sínum. Þú hefur gert þér þetta ljóst frá byrjun? — Þegar ég var að alast upp vantaði ákaflega mikilvægt atriði í uppeldis- kenningar leiðtoga íþróttahreyfingar- innar. Þeir hvöttu okkur til þess að mæta á æfingum og til þess að standa okkur vel í kappleikjum, allt gott og góðra gjalda vert. En þeir gleymdu að segja okkur frá því að það væri annað ennþá mikilvægara í þessum heimi en stæltur líkami enda þótt slíkt sé mjög eftir- sóknarvert. Þeim láðist að segja okkur, að til þess að hljóta sæmilega lífsafkomu yrðum við að leggja meiri rækt við sálina, læra meðan tími væri til. Leita okkur þeirrar menntunar sem tryggir mannsæmandi kjör. Þetta sá ég ekkert frekar en aðrir félagar mínir í fyrstu og frá því er ég lauk gagnfræðaskólan- um og nokkur ár þar á eftir hugsaði maður ekki um bóknám, enda þótt fólkið manns sæi betur. Ég er viss um Framhald á bls. 32 FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.