Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 7
Ryk. Kæri Fálki. — Ég skrifa þetta bréf af því að ég er þegar orðin stoppuð af ryki í vitum mínum. Ég bý í einu af úthverfum Reykjavíkur og rykið óg óþverrinn af því er svo mikill að það sér ekki út úr augum, t. d. sézt ekki til strætisvagnsins í hundrað metra fjarlægð í beinni línu. Er ekki til eitthvað rykbindi- efni, sem bindi endi á þennan óþverra. E. H. Sv. Vissulega er til ágætt rykbindi- efni, en þaS yrSi sennilega mikiS álag á skattborgara höfuSstaSarins, ef því yrBi dreift aS staSaldri. Bingókeppnin. Siglufirði, 26. febr. ’62. Kæri Fálki. — Ég er í mikl- um vanda stödd og vona ég, að þú leysir úr þeim vanda sem fyrst. Þannig er, að ég veit ekki alveg fyrir víst hvernig er með Bingólausn- ina. Á að klippa út tölurnar úr blaðinu og senda þær með spjaldinu, ef maður fær Bingó? Ég hef keypt Fálkann frá því að hann kom út í þessum skemmtilega búningi og held honum saman og þykir mér leitt, ef ég þarf að skemma hann með því að klippa úr honum. Ég tek þátt í Bingóinu og vantar mig eina tölu til þess að fá T Bingó, svo að þú skilur að ég er mjög spennt. Svo þakka ég þér fyrir alla skemmtunina með spurning- unni: Hvernig er skriftin og hvernig er réttritunin. Vertu sæll. Þakklátur lesandi. Sv. ÞuS er elcki bráSnauSsynlcgt aS klippa tölurnar út úr blaSinu. SendiS bara spjaldiS, og þá mun fljótlega koma í Ijós, hvort þér hafiS vinn- ing eSa ekki. Réttritunin er prýSi- leg. Konunglegur fréttaljósmyndari. Pétur Thomsen konunglegur sænskur hirðljósmyndari hringdi um daginn á ritstjórn- ina og spurði, hvaðan blaðinu hefði borizt leyfi til þess að nefna grein um ljósmyndar- ann Herdísi Guðmundsdóttur og eiginmann hennar Guð- bjart Ásgeirssn, Konunglegan fréttaljósmyndara. Titill þessi væri aðeins fenginn við út- nefningu konungs sjálfs og eru ekki nema örfáir ljósmyndarar hér á landi, sem hafa réttindi til þess að kalla sig konung- legan ljósmyndara. Blaðið vildi taka það fram, að það áskilur sér rétt til þess að kalla greinar í blaðinu hvaða nafni sem er, enda var nafnið á þessari grein skírt eftir þeim viðburðum, sem sagt var frá í greininni og gat þá hver maður séð, að það var réttnefni, hvað sem öllum konunglegum titlum viðvíkur. Litla sagan Kæri Fálki. — Ég er í eng- um vafa um, að það sem gef- ur vikúblöðum meira gildi og stuðli að því, að þau verði les- in, séu gamangreinar og gam- ansögur. Líka eru þættir eins og í Dagsins önn ágætir. En ég vildi bara segja, að litla sagan er oftast nær mjög fyndin og skemmtileg og hún er fyllilega þess virði, að henni sé gaumur gefinn M. Ljósmyndir. Kæri Fálki. — Nú þarf ég að biðja þig um hjálp. Svo er mál með vexti, að ég keypti myndavél í Reykjavík. Vélin heitir Rettinette 1 B, en ég athugaði ekki að fá kennslu á hana. Nú langar mig til að biðja þig að segja mér, hvern- ig ég á að stilla hana svona sirka, svo að ég geti tekið myndir. Eins líka hvort það á að vera sérstök stilling til að taka á litfilmur. — Svo þakka ég þér fyrir krossgát- urnar, sem mér þykir mjög gaman að. Vertu blessaður, 14 ára sveitapiltur. Svar. Þaö er hægara sagt en gert aö taka góöar myndir. Margt verö- ur aö liafa í liuga; gæta veröur aö fjarlægö þess hlutar, sem mynda á, mcela veröur birtuna, hafa í liuga Ijósnœmi filmunnar o. s. frv. En þess veröa vart gerö nokkur skil f svo stuttu máli. Bezt væri fyrir byrjanda aö lesa Ijósmyndabókina, sem lcom út hjá Setbergi fyrir jólin. Ennfremur er aö finna á blaöi, sem venjulega fylgir filmum ýmsar upplýsingar varöandi hraöa og birtu. CANON MYNDAVÉLAR mæla með sér sjálfar Canonet. Stillir sig sjálf, en aðeins þegar þér óskið þess. Fyrir- byggir mistök. Lokarahraði frá 1/500 sek. — 1 sek. og tími. Ljósop f:1.9 — 16. Canon 7. Án efa ein fullkomnasta fjarlægðarmælismyndavél í dag. Normal linsur frá ljósopinu f:0.95 — f: 1.2 — f:1.4 — f:1.8. Auka linsur frá 25 mm.—1000 mm. Lokarahraði frá 1/1000 sek. —- 1 sek. og tími. Canonflex RM. Kemur á markaðinn í apríl n.k. Stórviðburður í sögu eineygðra spegilssjármyndavéla (Reflex). Innbyggður ljósmælir. Normal linsa 58 mm f:1.2 og margar fleiri nýjungar. Lokarahraði 1/1000 — 1 sek. og tími. Árs ábyrgð á öllum Canonvélum. Verkstæði vort veitir alla þjónustu. Umboðsmenn: Úrsmiðh•. BJÖltA & INGVAR Austurstræti 8. — Box 204. Sími 14606. — Reykjavík. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.