Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 11
 SMÁ- SAGA EFTIR INGE LUND lætið). Hefur verkfræðingurinn kannski lesið þessa nýju skáldsögu eftir son minn? Ég fyrir mitt leyti skil ekki baun í henni. — Já( ég hef lesið hana . .. — Hreinskilnislega sagt, finnst mér þessi skriffinnska hálf- gerður óþarfi. Maður kom gangandi handan frá fjarstu álmu hússins, nálgaðist hægum, þreytulegum skrefum. Hann var tiltakan- lega horaður og leit út fyrir að vera um fimmtugt. í svip hans var þjáning og þreyta, en í tærðu andliti hans tindruðu björt og blá augu. Verkfræðingurinn sneri sér við og kinkaði kolli í kveðjuskyni til komumannsins. Forstjórinn leit snöggvast um öxl, kippti svo að sér dagblaðinu og rýndi sem fastast í það. Mátti greinilega á honum sjá, að hann kærði sig ekki um neinar samræður. Komumaður kinkaði stuttlega kolli til forstjórans, er lét sem hann sæi ekki kveðjuna. Því næst heilsaði hann verk- fræðingnum með handabandi, færði stól nær honum og fékk sér sæti. í því kom Ingiríður hjúkrunarkona út í hliðardyr á næstu álmu byggingarinnar og að baki hennar birtist ungur maður með mikið, brúnleitt hár. Ingiríður benti honum til þeirra félaga og fór því næst inn aftur. En ungi maðurinn hélt í áttina til linditrjánna. — Sæll, pabbi! — Góðan dag, herra skáld, gegndi forstjórinn meinlega. Ungi maðurinn bar kveðju frá móður sinni, síðan hneigði hann sig fyrir hinum tveim, dró fram stól og settist. — Ég óska yður til hamingju með viðtökur skáldsögunnar, mælti verkfræðingurinn. Rétt í þessu kom Ingiríður aftur fram í dyrnar. Hún bað Andoff forstjóra að koma í símann. Frú Andoff þyrfti að segja honum eitthvað mjög áríðandi. Uss, það var fráleitt neitt sem á lægi eða einhvers væri um vert, kvaðst forstjórinn vera viss um og veifaði dagblaðinu. Hann skyldi hringja til frúarinnar eftir stundarkorn. Systir Ingiríður sneri við það inn aftur, en kom út að vörmu spori, með hlýjar ábreiður. — Jæja, herra Anderson, nú skulum við leggja þetta um fæturna, og við líka, verkfræðingur. Við megum ekki sitja hér og láta okkur kólna á fótunum. — Ó, systir Ingiríður, ég vildi óska að þér væruð á minni deild, varð hinum tærða manni að orði, um leið og hann leit bláum augum sínum beint framan í hana. — Nei, ónei, það væri ekki gott, bætti hann við, því að þá myndi ég reyna að fá dvalarstað á sjúkrahúsinu, meðan Ingiríður stundaði hjúkrun hér. Systir Ingiríður sendi honum sitt bjarta bros, og hún mátti líka til að brasa við unga manninum og segja nokkur viður- kenningarorð um bók hans. Unga manninum þótti lofið gott, en tók á rás út að garðs- hliðinu. Hann hafði orðið var við hæðnisglott í augum föður síns, og vildi koma sér undan frekari ónotum. Ingiríður kom enn út. — Símtal við Andoff forstjóra, afskaplega áríðandi. — Konan mín verður að gera sér að góðu að bíða, þangað til ég hringi hana upp. — Góði forstjóri, finnst yður þetta ekki full langt gengið? Konan yðar virðist alveg örvílnuð. Hvers vegna eruð þér að kvelja hana? Hún er búin að bíða nógu lengi. Komið nú. — Já, ég kem — eftir stundarkorn. Konan mín hefur bara gott af því að bíða. Ingiríður sendi þessum erfiða sjúkling ískalt tillit og gekk nauðug inn aftur í húsið. Hinn tærði maður, sem nefndur var Anderson, tók til að hósta. Verkfræðingurinn hristi höfuðið áhyggjufullur. — Þegar maður er lagstur á sjúkrahús, fær maður loksins tíma til að grufla út í eitt og annað, tók Anderson því næst til máls og sneri sér að verkfræðingnum. Það er hrein furðu- legt, hvernig æskuminningarnar skjóta upp kollinum, ljós- lifandi eins og það hefði gerzt í gær. — Ójá, svoleiðis er það með okkur alla, samþykkti verk- fræðingurinn. — Það er einkennilegt hvað hið umliðna leitar á hugann, endurtók herra Anderson. Framar öllu öðru eru það atvik og aðstæður frá æskudögunum, sem eru manni svo áleitin. Eitt er það, sem ég hefi alveg sérstaklega mikið verið að brjóta heilann um, eftir að árin fóru að færast yfir mig. Það er, hvers vegna sumir foreldrar geta haldið upp á eitt barna sinna umfram önnur, og fara ekki dult með að þau geri greinarmun á sínum eigin afkvæmum. Svona var það til dæmis á æskuheimili mínu, þegar ég og bróðir minn vorum að alast upp. En allt var tómur unað- ur, utan til að sjá. Við vorum álíka vel gáfum gæddir á and- lega sviðinu, bróðir minn og ég, en ég var sá yngri, litli bróð- ir. Við komum báðir heim úr skóla með nokkurn veginn jafn góðan vitnisburð. Grannarnir töldu okkur fyrirmyndar fjölskyldu. En þó var stórmikill munur á framkomu foreldranna við okkur. Að líkindum hafa þau ekki gert sér grein fyrir því sjálf. Sennilega hafa þau verið þeirrar skoðunar, að þeim þætti jafn vænt um mig og bróður minn. Og samt var munurinn auðfundinn. Til dæmis var það ég, þó yngri Frh. á bls. 34. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.