Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 36
blaðinu frá sér og hreytti fram úr sér: — Jú, ég þakka þér fyrir, það mátti ekki minna kosta en sitja hér og kvarta framan í ókunnugt fólk. Þér þykir sjálfsagt gott og vel, að hafa getað hóstað þessu öllu saman fram úr þér, að mér áheyr- andi! Þú hafður útundan, troðinn niður í svaðið. Þú álítur hafa verið farið illa með þig. Og hvar hefur herra píslarvotturinn haldið sig, ef ég má spyrja? Hvar hefur þú falið þig? Hvað hefur þú haft fyrir stafni, síðan við sáumst seinast? Öll þessi ár! Drukkið þig niður í skítinn, ,að mer skilst. — Það er mitt einkamál, mín eigin ógæfa, Hver veit nema annað hefði orðið uppi á teningnum, ef æska mín og unglingsár hefðu verið á aðra lund. Hvað vitum við um það? Að minnsta kosti finnst mér gott, að hafa einu sinni getað sagt þér sannleikann. — Ég vonast að minnsta kosti til þess, að þurfa ekki að verða fyrir neinum óþæg- indum af þér hérna. Þú hefur þó líklega haft vit á, að þegja yfir skyldleika okkar hér, ætla ég að vona? — Þú þarft ekkert að ótt- ast. Ég hef haldið nafni föð- ur míns — Anderson. Mig langar ekkert til þess, að það vitnist að við séum bræður. Ég er ekki minnstu vitund upp með mér af því, að eiga bróður með öðrum eins snilld- ar hæfileikum og þú ert gæddur. Við liggjum líka sinn á hvorri deild. Nei, þú getur svei mér verið rólegur. Systir Ingiríður kom þjót- andi. — Konan yðar neyddist til að biðja mig fyrir þau boð, sem henni lá svo ríkt á hjarta, að geta skilað til yðar sjálf. Hvers vegna hafið þér látið hana bíða svona, Andoff for- stjóri? Hana langaði til, að þér fréttuð það af hennar vörum, að það hefur eitthvað komið fyrir á flugsýningunni. Eitthvað leiðinlegt. — Sonur minn, sonur minn! æpti Andoff forstjóri og rauk upp, náfölur í framan. Hefur eitthvað komið fyrir son minn? Ennþá veit maður ekkert nákvæmlega. Verið nú bara rólegur, — þangað til. . . Sonur minn, sonur minn! endurtók hann og staulaðist inn með hjálp Ingiríðar, til að hringja á konuna sína. Aður en herra Anderson hafði unnizt tími til að brjóta saman ábreiðuna og hengja hana yfir stólbakið, kom Ingiríður aftur til hans. — Þetta skal ég gera. Takið nú undir handlegginn á mér, þá fylgi ég yður spotta- korn, stakk hún upp á. — Þetta er vonandi ekkert hættulegt — ég á við þarna á flugsýningunni. — Því miður er það víst æði alvarlegt. Hann var uppá- hald föður síns — eyðilagður af eftirlæti og erfiður í lund. Þetta fær áreiðanlega mjög á Andoff forstjóra, sem var á svo góðri leið með að ná sér aftur að fullu, sagði Ingi- ríður eins og við sjálfa sig. Hún reyndi að vera samstíga sjúklingi sínum. — Segðu mér, systir Ingi- ríður, hvers vegna er það, sem foreldrar gera upp á milli barna sinna. Til dæmis þegar álitið er minna varið í sum börnin, jafnvel þótt þau séu eins vel, ef ekki betur af guði gerð, en systkini þeirra. Segðu mér, af hverju er þetta svona? Hvers vegna lifa sumir í meðlæti en aðrir í mótlæti? — Svari því sá, er getur ... Þér njótið vaxandi álits ... þegar þér notið Blá Gillette Extra rakblöð Þér getið verið vissir um óaðíinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Eó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Gillette er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Gillette er skrásett vörumerKl. 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.