Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 26

Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 26
8. Þar var skilið við Jón Jónsson, prests- soninn úr Vestmannaeyjum, að hann var í þrældómi hjá Tyrkjum. Jón var unglingur, þegar hann var herleiddur, sumir segja 14 en aðrir 15 ára. Hann hafði hlotið hið bezta uppeldi, og ekki þarf að efast um hinn kristna anda hans, þar sem faðir hans var í tölu sannferð- ugustu presta landsins. Jón var búinn til háskólanáms sumarið 1627, þegar Tyrkir rændu í Vestmannaeyjum, ætlaði þá um sumarið að sigla til háskólans í Kaupmannahöfn með Vestmannaeyja- skipi. Jón kom sér vel með Tyrkjum. Fyrst í stað virðist hann hafa verið í þjónustu harðstjóra mikils, því að Grindvíkingur- inn Jón Jónsson, segir í bréfi til for- eldra sinna á íslandi 24. janúar 1630 um Jón nafna sinn: .... „eg skrifaði fyrir Jón son síra Jóns heitins Þorsteins- sonar um hans sálugu móður í guði sofnaða til hans bræðra og lögmanns- ins herra Gísla Hákonarsonar, því hans ógnarlegi patron leið honum eigi að skrifa langort bréf.“ Af þessu má ráða, að Jón hafi fyrst í stað orðið að líða þrældóm allillan og harðrétti. En hann mun fljótt eins og fleiri herleiðingar- menn hafa séð það ráð vænzt að breyta um lífsviðhorf og kasta trú sinni, og vinna sér þannig sess og álit á hinum fjarlægu slóðum. Jón var atgerfismaður mikill, hraust- ur, áræðinn og úrræðagóður. Eftir þeim heimildum sem til eru, er greini- lega hægt að sjá, að hann hefur verið búinn hinum beztu mannkostum. Hann var dugmikill til hvers sem var, og fékk brátt til úrlausnar þau verkefni, sem eru mjög einstæð. Jón sá brátt, að eina ráðið til þess að fá tækifæri til að njóta lífsins í Barbaríinu, var að kasta kristinni trú og gerast múhameðstrúar. Hann tók þennan kost og lét umskerast og gekk til trúar þarlendra. Hann tók upp nafn- ið Vestmann af Vestmannaeyjum, enda hefur það verið liprara í munni serk- neskra manna en föðurnafn hans eða skírnarnafn. Jón var á margan hátt reyndur af Tyrkjum, hvort hann væri heill í hinum nýja átrúnaði. Hefur hann auðsýnilega staðizt prófið, enda komst hann til mikils álits og fékk manna- forráð áður en langt um leið. í Algeirsborg var á þessum tímum mikil velmegun og auður. Hinir illu víkingar og sjóræningjar, sem þar höfðu aðsetur stunduðu rán á siglingar- leiðum til kristinna landa og rændu einnig á ströndum Vestur Evrópu. Auður og skraut einkenndu jafnt hí- býli og klæðnað hinna mektarmeiri Al- geirsbúa. Allt þetta var framandi fólk- inu, sem kom frá hinu niðurnídda og efnumrænda landi, íslandi. Yngra fólk- ið í hópi hinna herleiddu var því margt tilleiðanlegt, sem vonlegt var, að yfir- gefa trú sína og taka upp lifnaðarhætti og trúarbrögð hins nýja lands. Athyglis- vert er, að böm prestanna beggja úr Vestmannaeyjum snerust til hinna nýju hátta, þó að Margrét Jónsdóttir hafi að vísu haldið trú sinni að einhverju leyti. Jón Vestmann réðist í reyfaraskap með Tyrkjum. Gat hann sér brátt hinn bezta orðstír. Hann var góður siglinga- maður og brátt kjörinn til forustu sakir hreysti sinnar og ráðsnilli. Jón virðist hafa verið mjög stöðuglyndur og ekki fallið fyrir hinum mörgu freistingum, sem urðu oft hættulegar norrænum mönnum í Suðurálfu. Hinum ævintýra- ríku sjóferðum og reyfaraskap fylgdi ýmis konar svall og gjálífi. Vín og kven- fólk var hættulegt ungum mönnum, og víkingar þessa tíma voru oft djarfir til kvenna og hlutu af kynnum við kon- ur ill örlög. Sama var að segja um vínföngin. Of mikil drykkja og kynni við Bakkus konung gátu oft á tíðum orðið hin hættulegustu. Svo virðist, að Jón Vestmann hafi sloppið vel frá þess- um freistingum, og einmitt sakir þess komizt lengra á framabrautinni í Suður- álfu en aðrir norrænir menn. Jón Vestmann var í mörg ár í vík- ingu með Tyrkjum. Hann varð brátt í miklu áliti og varð foringi eða skip- stjóri á ræningjaferðum. Hann reynd- ist hinn hraustasti og hugdjarfur. Eitt sinn er mælt, að hann hafi verið ásamt öðrum skipstjóra norskum sendur norður í Spánskahaf til ránsferða. Jón og Norðmaðurinn ræddu saman, um að strjúka og sigla til ríkja Danakonungs eða annars kristins lands. Voru þeir eitthvað við vín er þeir stungu upp á þessu, sérstaklega Norðmaðurinn. Þeg- ar norski skipstjórinn kom á skip sitt um nóttina, og lagðist drukkinn t il svefns, slapp óvart af munni honum: „Vér höfum verið glaðir í dag, þó vona ég að innan mánaðar munum vér verða glaðari í Noregi.“ Skódrengur hans serkneskur heyrði þessi orð og sagði það öðrum yfirmönnum. En það er af Jóni og Norðmanninum að segja, að þeir vöknuðu morguninn eftir við illan draum, því að þeir voru báðir hand- teknir og færðir suður til Algeirsborgar sem fangar. Eftir þetta átti Jón Vest- mann lengi vel við hinn versta kost að búa hjá Tyrkjum, en þar kom, að hann vann sér traust þeirra á nýjan leik. Brátt fór Jón aftur í víkingu með Tyrkjum. Herjuðu þeir og rændu um Miðjarðarhaf. Herjuðu þeir á einum stað og biðu ósigur og voru fangaðir margir úr liði þeirra, þar á meðal Jón Vestmann. Beið hans og félaga hans hinn hræðilegasti dauðdagi, því að þeir áttu að hengjast. En það varð Jóni til lífs, að þar bar að Spánverja nokk- urn, sem þar var á ferðalagi, og komst hann að því, að Jón Vestmann var ætt- aður af Norðurlöndum. Spánverjinn leitaði eftir að fá Jón gefinn lausan, og tókst honum það. Var svo Jón gefinn laus og var nú von hans öll að komast aftur til norrænna landa. Jón Vestmann sneri á norðurleið, eft- ir að hann hlaut frelsi. Hann fór norð- ur til Marselju og hitti þar Margréti systur sína. Má nærri geta að mikill fagnaðarfundur hefur orðið, þegar Margrét hitti bróður sinn frjálsan og á leið heim. Sennilegt er, að Margrét hafi látið Jóni bróður sínum í té nokk- urn ferðastyrk og greitt götu hans eftir beztu getu. Segir ekki af Jóni Vestmann fyrr en hann kom heilu og höldnu norð- ur til Kaupmannahafnar, var það árið 1645. 9. Átján ár voru liðin frá því, að Jón Vestmann ætlaði að sigla til Kaup- 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.