Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 32

Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 32
Aukið fegurð augnanna — hvar sem þér eruð staddar með Jjf t§ Ej Æ S tt augnsnyrtara. KURLASH er 30 ára gamalt framleiðslufirma, aðeins í augnsnyrtivörum. Gefið augum yðar töfrandi blæ. — Reynið KURLASH augnsnyrtivörur, sem eru fáanlegar í snyrtivöruverzl. Umboðsm.: H.A. TULINIUS heildv. Mannætan Framh. af bls. 15. Undir venjulegum kringumstæðum mundi ég aldrei hafa gert það, en hin furðulega fjarvera vinar míns vakti hjá mér geigvænlegan ótta um það, sem áður hafði verið óljós grunur, að hann væri staddur í lífsháska, — Hvar ertu? hrópaði ég, en berg- málið kastaðist aftur til mín hæðnislega. Dyrnar, sem vissu að kjallaranum voru opnar. Ég fleygðist niður stigann, þá . . . — Hjálp Þetta var rödd Barkers. Hjartað barðist í brjósti mínu, er ég þaut niður síðustu tröppurnar og inn í sjóðheita gufuna. Þarna var Barker fastur í kjallara- horninu, og hnipraði sig upp við vegg- 32 inn, en yfir honum grúfði sig hinn hræðilegi óvættur, sem nú var orðinn á stærð við mann. Dauft, suðandi hljóð barst að eyrum. Plantan sveiflaðist fram og aftur með útglennta fálmarana eftir skjálfandi manninum. A leðjunni lá kramin kjöt- og skinnhrúga. Það var Tom, persneski kötturinn, marinn til dauða. — í guðs nafni komdu með öxi, hrópaði Barker, er hann sá mig. — Fljótt. Ég hljóp út. Á næsta lofti fann ég stuttskepta kjötöxi og garðskóflu. Með þessi vopn í höndum þaut ég niður og það mátti ekki tæpara standa. Fálm- arnir voru örskammt frá vini mínurnr og sogpípurnar næstum því snertu við honum, en úr þeim draup þykkur, kvoðukenndur vökvi. Barker æpti upp yfir sig í örvæntingu, og ég hjó með skóflunni af öllu afli á háls ófreskj- unnar. Hún öskraði. Skerandi örvæntingaróp, sem læsti sig í gegnum mann. Tvær sogpípur höfðu læst sig við öxl Barkers, en féllu af henni um leið og ófreskjan sveigðist að mér. Ég lamdi hana í sífellu og stöðugt kváðu við ópin frá henni. Ég henti öx- inni til Barkers og með henni hjó hann á fálmarana. Það tók okkur fimm mínútur að slá og brytja hana niður. Þegar Barker var úr allri hættu, kom hann til mín og þerraði svitann af andlitinu. Hann nötraði. — Það mátti, drottinn minn, ekki tæpara standa, að þú kæmir, stundi hann upp. — Ég hef verið hér niðri í fjóra tíma. Fór snemma niður í morgun til að sjá. hvernig eldinum liði, og varð þá mjög forviða yfir því, hvað plantan hafði vaxið yfir nóttina. Ég stóð í einu horninu og var að athuga bogaljósin, FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.