Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 04.04.1962, Blaðsíða 21
— Hvers vegna er það svona þægi- legt? spyrjum við. — Af því ekkert þarf að hugsa um það. Og svo er svo auðvelt að svindia. Hún Bryndís er alveg snillingur að svindla í Olsen — olsen. Þið ættuð bara að sjá hana spila það. — Við héldum nú að einhverrar hugs- unar þyrfti við spil. — Vissulega, en hugsunarleysi er at- vinnusjúkdómur unga fólksins, segir Kristín og hendir spilunum og tekur til við að lesa trúarbragðasögu eftir Ólaf Hansson. Það heyrist eitthvert korr inni í einu herberginu. Við lítum þangað og vitum ekki, hvaðan á okkur stendur veðrið. — Verið þið alveg rólegir, segir Krist- ín. Þetta er bara hann Gísli, það er að renna af honum. Gísli fer út úr klefanum og gengur upp stigann og inn á sviðið. Helgi og Birgir koma fram í herbergið og eru tilbúnir að fara inn á sviðið. — Hvað mundi gerast, ef maður mundi strá dópinu yfir bekkina? segir Helgi. — Og ætli pillurnar yx-ðu ekki tíndar upp og etnar af græðgi, segir Kristín. ★ Það er hlé og við skreppum fram í sal og lítum á leikhúsgesti. Þai-na eru ungir nemendur úr Verzlunarskólan- um innan um virðulegar peysufatakon- ur. Við spyijum eina konu, hvei'nig henni líki leikurinn og hún segir hann hafa boðskap að flytja og leikritið væri ákaflega vel leikið. Síðan snúum við máli okkar að ungum pilti úr Verzlun- arskólanum og hann kveðst skemmta sér pi'ýðilega. Litlu seinna er hringt bjöllu. Hléinu er lokið. ic — Þetta eru nú kavalerar, heyrum við, að Kristín segir, þegar við komum aftur niður í litla herbergið í kjallar- anum; Að vísu var þetta ekki sagt um okkur, heldur við Birgi og einn annan, sem voru í óða önn að háma í sig í'jóma- kökur. Það hafði komið gestur til leik- aranna í hléinu og þeir höfðu veitt hon- um eins og sönnum gestgjöfum sómdi. En um leið og hann var kominn út úr dyrunum, gripu þeir Birgir fegins hendi þær kræsingar, sem eftir voi’u. Helga kemur nú niður. Hún hefur lítið sézt þai'na niðri, enda er hún einna mest á sviðinu af öllum leikurunum í þessu stykki. En hún dvelur ekki lengi, eftir skamma stund er hún farin af stað upp á sviðið. — Súpan var nokkuð köld núna, segir Steindór. — Og ég sem var svo svangur, segir Gísli. — Hún var alltof heit síðast, skýtur Kristín inn í. — Er þetta alvörusúpa? spyrjum við. — Já, hún kemur beina leið úr eld- húsinu. — Hvei'nig er með vökvann í pelan- um hans Gísla? — Það vei’ður að vera saft, segir Steindór glettnislega og skýzt inn í hliðarherbergi. — Þið leikið nokkuð stex'kt núna, segir Steindór skömmu seinna og gríp- ur um magann, þú kýldir mig bara fast í magann áðan, Helgi. — Hvað er sterkur leikur? — Það kallast stei’kur leikur, þegar leikið er af mikilli innlifun, segir Heigi — Stei'kur leikur er það, þegar þeir rífa fötin hver utan af öðrum, segir Guðmundur. — Það skall hui'ð nærri hælum síðast, þá var Birgir næstum kominn í gegnum tjaldið. Framh. á bls. 28. Neðst til vinstri: Guðmundur Pálsson hefur brugðið á sig hárkollu og hlær mik'ð. — Efst til vinstri: Steindór Hjörleifsson sminkar sig. Hér að neð- an hjónin Helga Bachmann og Helgi Skúlason, sem bæði leika í Kviksandi, og eru jafn samhent á sviðinu og heimilinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.