Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1962, Qupperneq 13

Fálkinn - 02.05.1962, Qupperneq 13
VALERIE WATKINSON — Ég verð að fara með hann heim, sagði Prudence. — Vagninn fer alveg að koma; það ætla ég annars að vona, tilkynnti Clif- ton. — Og sá næsti kemur ekki fyrr en eftir fimmtán mínútur. Þú verður að skilja hann eftir hérna. — En það getur verið ekið yfir hann, sagði Prudence með skelfingu. — Hann kann ekkert á umferðina, hann er ekki vanur götunni. — Prudence, sagði Clifton, — það er mín skoðun, að við, sem erum skynsemi gæddar verur, berum vissa ábyrgð á þessum mállausu skepnum, en sú ábyrgð þarf ekki að kosta það að koma of seint til vinnu. — Kisi er engin mállaus skepna, sagði Prudence, — hann er góður og skyn- samur kisi, og ég hef ekki í huga að skilja hann eftir hér í allri umferðinni. Fólkið virtist fagna þessu, og hinn há- skólakennaralegi maður hrópaði „húrra“ um leið og hann leit til konu sinnar. Stúlkan með hringana og armböndin þrýsti Kisa að sér og sagði full aðdá- unar: — Þessi Kisi er sannarlega vel upp alinn. Skiptið yður ekkert af þessum ergilega leiðindapésa þarna. Clifton sneri upp á sig og tilkynnti virðulega: — Ég stíg inn í vagninn, Pru- dence. Þér væri betra að koma kettin- um á sinn stað. Meðan hópurinn hugleiddi, hvort skilja ætti Kisa eftir einan og yfirgef- inn á götunni, kom strætisvagninn í ljós. Og í sömu andrá var „sport“-bíl ekið að gangstéttarbrúninni. Ungur maður stökk út úr bílnum og nálgaðist nú hóp- inn á biðstöðinni. — Get ég nokkuð aðstoðað ykkur? spurði hann, — ég sé að þið eruð í vandræðum með þetta dýr þarna og .... Prudence tók Kisa úr fanginu á hringja- og armbanda-hlöðnu stúlkunni og horfði ákveðin framan í unga mann- inn. — Þetta er ekkert dýr, hrópaði hún, — þetta er Kisi Cartwright, og ég á hann. Hann hefur elt mig á biðstöðina, vegna þess að hann er tryggur og góður. Ég ætla mér að sleppa strætisvagninum og fara heim með Kisa minn. Þakka yður fyrir. Ungi maðurinn leit rannsakandi en ekki óvingjarnléga á hana. — Svona, svona, sagði hann sefandi, — leyfið mér að aka yður og Kisa heim. Ég er dýra- læknir og er á leið til Dýrasjúkrahúss- ins við Tjörnina. — Prudence! kallaði Clifton aðvar- andi, — þú ferð ekki í bíl með ókunn- ugum manni! — Hann er ekki ókunnugur, sagði Prudence, — hann er dýralæknir. Hún snéri sér að unnusta sínum. — Og það, sem meira er, hann sagði „svona-svona“ á svo hughreystandi hátt, og það er meira en hægtj er að segja um þig. Eng- inn hefur sagt „svona-svona“ við mig, síðan ég var barn. Kisi deplaði öðru auganu framan í dýralækninn og gróf klærnar mjúklega og varlega í bakið á eiganda sínum. Pru- dence andvarpaði, en ungi maðurinn losaði Kisu æfðum ’höndum og tók hann með annarri hendinni, en hélt um aft- urfætur hans með hinni. — Þér hafið ertandi áhrif á köttinn, sagði dýralæknirinn við Clifton. — Kett- ir hafa mjög næmt taugakerfi. — Ungfrú Cartwright er unnusta mín, sagði Clifton við 'hann. — Ég aðvara yður. Ef þér farið ekki beina leið heim með hana, þá .... þá .... Dýralæknirinn rétti úr sér og axlir hans virtust undarlega breiðar og sterk- legar, þegar hann leit beint framan í Clifton og sagði: — Þá hvað? — Ég yrði sannarlega vonsvikinn, sagði Clifton máttleysislega. — Vertu sæl, Prudence. Þegar vagninn var farinn, benti ungi maðurinn á bílinn sinn. — Gjörði svo vel. Ég er með dýrakörfu aftur í. Hald- ið þér að yðar keisaralegi köttur muni vera mótfallinn því að láta loka sig í henni? Prudence kinkaði kolli. — Ég er hrædd um það. Ég held á honum í kjölt- unni, ef hann er hjá mér, reynir hann ekki að hlaupast á brott. Þetta er mjög vingjarnlegt af yður, hr ....? — Jeremy Mason, sagði hann og beygði sig yfir Kisa. — Ég er ekkert hættulegur, ungfrú Cartwright, ég borga skattana mína, ég auðsýni hinu veika kyni mikla virðingu og ég kem fram við fjórfætt dýr með vinsemd. — Þakka yður fyrir. Nú get ég náð í næsta vagn, sagði Prudence. — Verið þér ekki að hugsa um það, sagði Jeremy Mason glaðlega.—Það yrði mér ánægja að aka yður til borgarinnar. — Ég hélt að þér væruð að fara til Dýrasjúkrahússins við Tjörnina, sagði Prudence. — Það er ég líka, svaraði hann, — en ég þarf að sinna erindum í borg- inni fyrst. Hann lagði Kisa í kjöltu henn- ar og benti síðan á hattinn, sem hún bar á höfði sér. — Ég sting upp á að þér takið af yður þennan dásamlega vitleysislega hatt. Það getur blásið svo- lítið, þegar við ökum í opnum bílnum. Hár hennar feyktist til í golunni og í kjöltu hennar lá mjög ánægður köttur. Prudence fannst þetta reyndar heilla- vænlegur endir á annars leiðinlegri morgunferð. Jeremy Mason leit á hana og sagði: — Það ætti að vera meira um þetta, finnst yður það ekki? — Meira um hvað? spurði hún. Hann var óskelfdur. — Meira um öku- ferðir á þessum tíma dags, meira um eftirlætisketti, sem skapa vandræði og meira um ungar stúlkur í vandræðum. Hún varð undrandi á sjálfri sér, þeg- ar hún fór að hlæja. — Þetta er betra, sagði Jeremy í við- urkenningartón. — Þér eigið ekki að láta hlutina ergja yður. Það eru tilfinn- ingarnar, sem ráða. Framh. á bls. 28. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.