Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 19

Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 19
það þykir nú ekki fínt — en hér mun hægt að ræða um magann á sér kinn- roðalaust. í Frakklandi þykir góður siður, er góðir vinir hittast eftir langan aðskiln- að, að kyssa á báðar kinnar — hvað myndum við segja? Menn leiðast gjarna undir hendi í sumum suðlægari lönd- um, án þess að tekið sé til þess. íbúar Suður-Evrópu eru menn yfir- leitt miklu tilfinninganæmari en Norð- urlandabúar. Á Ítalíu þykir sjálfsagt — já, jafnvel almenn kurteisi — að karlmaður votti laglegum stúlkum að- dáun sína á götum úti. Hvernig myndi það gert? Jú, þeir brosa, mæla hana með augunum frá toppi til táar, halla undir flatt, hefja hana til skýjanna með hrifningarorðum, og ekki sízt með því að ávarpa hana! Já, ávarpa hana! Það er ekkert athugavert við það, — á Ítalíu, á ég við! ítalskt kvenfólk hef- ur ekkert á móti þessu — þetta er allt saman mjög ánægjulegt og sönnun á yndisleik þeirra. ítalskt kvenfólk, sem dvelst erlendis kvartar dálítið undan því, hve karlmenn séu ókurteisir, og þó sérstaklega á Nor- urlöndum, — enginn sýnir þeim aðdáun á götum úti, enginn gerir tilraun til þess að yrða á þær. Jafnvel í Bandaríkjunum þykir sjálf- sagt að ungir heiðursmenn blístri hvellt, er fögur stúlka gengur framhjá á götunni. Það er líka farið að bera dá- lítið á þessu hér. Ókurteisi? Já, sam- kvæmt íslenzkum siðvenjum. Það er einnig ýmislegt fleira, sem erg- ir ítalskar stúlkur, sem eru á Norður- löndum. Þær hafa nefnilega uppgötvað, að ungir menn geta á dansleikjum boð- ið upp hvaða dömu, sem þeim sýnist án illits til hvort hún er í fylgd með karlmanni eður ei, — og herrann henn- ar gefur í þokkabót samþykki sitt til þessa verknaðar! Á Ítalíu hefði slíkum dóna áreiðanlega verið réttur kinnhest- ur af réttum aðila, — sá hefði jafnvel Fyrir alla muni skuluð þér ekki gleyma að flauta hátt á eftir fallegum stúlkum sem þér sjáið á götum úti — þ. e. a. s. þegar þér dveljist á Ítalíu. dregið upp kutann sinn! Þetta þykir sjálfsagt, þar sem herranum ber að verja dömuna, — honum ber að sanna henni hve mikils hann metur hana! Það er fleira, sem ítölsku kvenfólki ekki líkar: Fólk stendur úti á miðri götu og kyssist, — já, eins og þetta fólk væri í stofunni heima hjá sér — eru engin takmörk fyrir svona löguðu? Nú ætla ég að segja ykkur smásögu. Eitt sinn var danskur „bisness-maður sem fekk í heimsókn arabiskan við- skiptavin sinn, og bauð honum náttúr- lega á glæsilegt veitingahús þar í landi. Þeim danska til mikillar furðu sagði starfsbróðir hans: „Nei takk“ við öllu sem hann bauð honum, — hann þóttist vera nýbúinn að borða, ekki vera svang- ur og þar fram eftir götunum. Er þeir skildu hafði sá arabiski ekki fengið neitt í svanginn! Eftir nokkra daga hitti sá danski kunningja sinn, sem hafði um hríð dval- izt í Arabíu og sagði honum sínar farir ekki sléttar. Kunninginn rak upp hrossahlátur og útskýrði nú allt fyrir honum; f Arabíu þykir sjálfsögð kurt- eisi að neita öllum mat, sem manni er boðinn við matborð. Því næst verður sá sem býður að bjóða aftur, en það er árangurslaust og svona gengur þetta koll af kolli. Loks eftir óhemju eftir- gangsmuni og þolinmæði samþykkir gesturinn að fá sér ofurlítið á diskinn, og þá er björninn unninn. Þetta er nú kurteisin í Arabíu, þar sem aðeins ó- tíndir ruddar segja strax: „Já takk“ er þeir meina það! Komir þú til fran, þá skaltu ekki vera kurteis og klappa börnunum á kollinn og dásama hin fögru augu þeirra í hrifningu — en á eftir nær móðir þeirra nefnilega í einhvern skynsaman mann, sem reynir að eyða óhollum á- hrifum frá augunum í þér! Einnig verð- ur þú að muna, að rétta þeim aldrei neitt með vinstri hendinni, sem er „óhrein“ í augum Araba. Siðareglur í Arabíu eru hins vegar einfaldar, en kannske ekki beinlínis heppilegar. Þú færð nefnilega 200 kr. sekt fyrir að fara úr jakkanum á opin- berum stöðum — og 1000 kr. í sekt ef þú ert svo óheppinn að rekast á ein hvern á götunni. Þá eru báðir aðilar kærðir fyrir „brot á almennu velsæmi“ og það er dýrt þar í landi. Þetta væri ef til vill ekki svo vitlaust að taka upp hér á landi, — Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra ætti bara að athuga þetta. ímyndið ykkur bara ríkiskass- ann eftir eitt laugardagskvöld á veit- ingahúsum bæjarins! í Kína — þar þykir annars mikil kurteisi að ropa duglega eftir máltíðir — en hávært tal merki um reiði og ruddaskap. Hefur þetta valdið miklum misskilningi. Setjum nú svo, að íslend- ingur hitti kínverskan kunningja sinn á götu og hann verður náttúrlega glaður við og klappar Kínverjanum á bakið og segir hárri raust: „Nei, komdu marg- blessaður, Cun Wung minn, hvernig hefurðu það karlinn?“ Kínverjinn skilur þetta þannig, að annað hvort sé maðurinn ævareiður eða gersneyddur tilfinningu fyrir almennri kurteisi. Hér á landi og einnig á Norðurlönd- um er það einhvern veginn svo, að ekki þykir fínt að komast í of nána líkamlega snertingu við ókunnugt fólk. Karlmönnum þykir ofurlítið óþægilegt að rekast á konu í troðfullum strætis- vagni og honum þykir ekki síður óþægilegt að þurfa að nudda sér upp við einhvern ókunnan karlmann. í Suður-Evrópu er þessu öfugt farið og þykir jafnvel Lurteisi að standa þétt upp við þann, sem rætt er við. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að karlmenn á Norðurlöndum standa í um það bil hálfs meters fjarlægð hvor frá öðrum er þeir ræða saman á göt- unni, og eigi þeir orðastað við konu, þá breikkar bilið um 25—30 sentimetra, Framh. á bls. 33. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.