Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1962, Síða 31

Fálkinn - 02.05.1962, Síða 31
✓ J? 4a$AinA önn MORGUNGANGA Það var gaman að sjá reykvísku feð- urna viðra framleiðslu sína á páska- dagsmorgun. Veðrið var fagurt og vor í lofti, en allir í spariklæðunum. Þeir morgunhressustu höfðu vaknað eld- snemma og farið til kirkju og mátti greinilega sjá það á andlitum þeirra, að þeir þóttust hafa gert kristilega skyldu sína a. m. k. til næstu jóla. Ekki var ég einn af hinum morgun- hressu kirkjugestum, en þóttist samt góður að ná í lokin á ræðu prestsins í gegnum útvarpið, en síðan þrammaði ég af stað með mína framleiðslu, sem ekki er þó nema eitt eintak, en bara því betur vandað. Frúin fekk að fljóta með fyrir náð; hafði hangikjötið verið soðið deginum áður og matartilbún- ingur því í minna lagi Við lögðum leiðina niður á Skúlagötuna og var þar margt um manninn. Flestir voru á leið niður að höfn, því alltaf hafa skipin mikið aðdráttarafl. Þeir feður, sem voru með stóran hóp, höfðu að vísu nóg að gera við að gæta hjarðar sinnar, en þó virtust margir þeirra vera furðu lagnir með að láta þau stærri gæta yngri systkina sinna. Það var verra með þá, sem einlembdir voru. Þeir voru á sífelldum þönum og þar á meðal auðvitað ég sjálfur, en kon- an sigldi svo á eftir eins og briggskip fyrir fullum seglum. Þetta var líka stórhættulegur staður að láta börnin leika lausum hala. Öðrum megin var sjórinn, en hinum megin brunuðu góð- borgararnir í bifreiðum sínum með krakkana gargandi í aftursætunum. Já, krakkinn mátti lítið vera að því að skoða dásemdir páskamorgunsins, þótt faðirinn útlistaði allt vel og vand- lega, heldur jók sífellt skriðið eins og það væri lífsnauðsyn að komast gegn- um þessa morgungöngu á nýju lands- meti. Heima beið líka hálfétið páska- eggið, sem foreldrarnir höfðu verið svo áfjáð í að opna um morguninn til að rúlla sundur pappírssneplunum og lesa málsháttinn. Þetta skildi barnið auð- vitað ekki, enda ekki við því búið, að það gerði sér grein fyrir því, að sæl- gætisgerðir þjóðarinnar rækju umfangs- mikið menningarstarf með útgáfu máls- hátta, sem þjóðinni eru einkar hjart- fólgnir. Lítill tími gafst til að spjalla við kunningja, sem maður mætti á förnum vegi, enda voru krakkar kunningjanna vanalega á harðahlaupum í gagnstæða átt við mitt afkvæmi. Þegar ofan í miðbæ var komið, eftir að maður hafði farið fram hjá höfn- inni á harðaspani og ekki einu sinni fengið að skoða skipin almennilega fyr- ir krakkanum, fór skyndilega að draga úr hraðanum. Þá setti að mér Ijótan grun, sem von bráðar kom í ljós, að var á rökum reistur. Barnið var orðið þreytt, og eftir andartak neitaði það að ganga eða hlaupa meira. Heldur kaus ég að bera krakkann en að draga hann á eftir mér organdi, eins og ég sá suma feður gera, en þeir voru líka niðurlútir og rauðir í fram- an. Þrammaði ég nú með krakkann, fyrst í fanginu, síðan á háhesti og þá aftur í fanginu og var orðinn dauð- uppgefinn áður en langt leið. Vegfar- endur litu mig hornauga, að ég skyldi láta mig hafa það að halda á svona stórum krakka, en ég reyndi að bera mig karlmannlega. Þegar loks við komust heim, var ég orðinn alveg uppgefinn, svo að ég fleygði mér upp í sófa og vildi hvíla mig stundarkorn. Þá var blessað barnið auðvitað orðið úthvílt og vildi fá mig til ýmissa leikja, sem ég var skiljanlega ekki mjög æstur í. En blessuð konan hafði um það mörg orð, að þetta hefði verið alveg yndisleg morgunganga. Dagur Anns. 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.