Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1962, Side 34

Fálkinn - 02.05.1962, Side 34
Mestu jarðskjálftar Frh. af bls. 30 sem nú lifir og hinna sem hér eftir skulu koma, heimsóknar þeirrar er minnzt mun verða á hinum síðustu tímum, atburð er fréttast mun um heim allan. Og svo sem lesa má í göml- um annálum, að kóngur einn af Aragón- íu lýsti því fyrir ráðherrum sínum, að hann myndi steypa láta klukku nokkra, er heyra mætti um Spán allan, þannig má og hér segja, að konungur konung- anna hafi gert eyðileggingu Lissabonar að klukku, er heyra megi um veröld alla, og vitna skuli um vald armleggs hans og réttlæti dóma hans.“ Persóna sú er hæst bar í Lissabon, þá er skelfingarnar dundu yfir, var maður með mörgum hljómfögrum nöfn- um, og hefur hans verið getið hér að framan. Hinn valdmikli forsætisráðherra Sebastian Josef de Carvalho et Melo, greifi af Oeyras, er veraldarsagan getur síðar sem markgreifans af Pombal. Hann var fæddur 1699 en lézt 1782, og hafði svo mikil áhrif á Jósef konung I. að nærri liggur að hann megi kallast einræðisherra. Um Pombal markgreifa hafa löngum verið skiptar skoðanir. Hann hafði á hendi stjórnarforustu um 26 ára skeið, og þegar veldi hans stóð sem hæst, voru margir sem lögðu á hann hatur fyrir vægðarlausar of- sóknir á hendur jesúítum, sem hann leitaðist við að reka með öllu úr landi. Einn af jesúítum hefur ritað ævisögu þessa mikla manns í fjórum bindum. Staðhæfir hann, að jarðskjálftinn hafi aðeins orðið einum einasta manni að gagni, sem sé Pombal. Og víst er, að við það tilfelli hampaði lánið Carvalho- Pombal á höndum sér, eins og að venju, því hann var einn af þeim fáu er sluppu með hús sín óskemmd, bæði af eldi og jarðskjálfta. Sjálfur flýtti Pombal sér að færa konungi þessi gleðitíðindi. Og meðan Portúgalar í örvæntingu sinni grát- bændu himnana um miskunn og fyrir- gefningu, sýndi þessi háttsetti stjórn- málamaður fullkomið skeytingarleysi gagnvart þessu gífurlega slysi. Hann neitaði því afdráttarlaust, að eyðilegging borgarinnar væri dómur drottins, en færði til þess eðlilegar or- sakir og fannst því engin nauðsyn til bera að biðja guð um náð. Jósef kon- ungur hlustaði á skoðanir forsætisráð- herra síns af mestu athygli, því vernd sú er forsjónin hafði veitt Pombal, vakti honum mikla furðu og kom honum á þá skoðun, að æðri verur vektu yfir honum. Þess vegna veitti konungur þungar á- kúrur hirðmönnum þeim, er höfðu sitt hvað út á orð Pombals að setja og at- höfn alla á timum hörmunganna. „Þar sem forsjónin hefur vægt húsi de Pombals markgreifa, verður það að teljast öruggt merki þess, að hún vaki 34 FALKINN sérstaklega yfir honum,“ mælti kon- ungur. „Vera má að svo sé, herra konungur,“ anzaði d’Obidas greifi, sem kunnur var fyrir kímni sína og hvassyrt mál. „Víst er það satt, að hús de Pombals stendur enn uppi. En furðulegt er, að sama máli skuli vera að gegna með öll íbúðarhús við Zuisgötu.“ Nú stóð þannig á, að þessi gata var byggð vændiskonum, svo samlíkingin var ekki beinlínis æskileg fyrir ráð- herrann. En konunur gaf því engan gaum, til þess hafði hann allt of mikið dálæti á ráðherra sínum. Ein borg þarf aldir til að vaxa upp í það að verða stór, og skyldi það koma fyrir að hún eyðilegðist á nokkr- um klukkustundum af eldsvoða eða náttúruhamförum, telja menn víst, að aldir þurfi til að endurbyggja hana. En á vorum dögum hefur það við borið, að borgir sem heita má að verið hafi lagðar í rústir með sprengjuárásum, svo sem Hamborg og Frankfurt am Main, hafi verið endurreistar á furðu- lega skömmum tíma. Pombal áleit að unnt væri að byggja Lissabon upp að nýju með öflugu á- taki. Og það skal viðurkennt, að hann gekk að þeirri framkvæmd með fádæma dugnaði, samfara svo ríkum myndug- leik, að líkast var einræði. Þegar fram kom á vorið 1756, skip- aði hann 100.000 manna vinnuliði að hefja ruðningsstarf í rústunum. Síðan skyldi borgin byggð upp í nýrri og fegurri mynd en áður, og kváð hann á um að allar götur skyldi breikka og engin hús byggja hærri en tvær hæð- ir. Fjár til þess risafyrirtækis aflaði hann sér úr öllum áttum. Stórmikil hjálp barst frá öðrum löndum. Þannig gaf Georg Englandskonungur 50.000 sterlingspund úr eigin vasa, brezka þingið samþykkti 100.000 punda fram- lag til viðbótar, og Frakkland, Pólland Spánn og Hamborg létu ekki sinn hlut eftir liggja. En auk þess greip Pombal til hins gamla örugga ráðs: Hann lagði aukaskatta á almenning og hækkaði að- flutningstolla. Sér í lagi vakti hin síð- arnefnda ráðstöfun megna óánægju. Endurbyggingunni miðaði þó vel á- fram, enda beitti Carvalho-Pombal hörku mikilli. Er þess þannig getið, að með tilskipun frá 15. okt. 1760 lagði hann svo fyrir, að rifin skyldu niður hús þau, er komizt höfðu hjá eyðilegg- ingu í jarðskjálftanum, og reist aftur — í samræmi við hina nýju byggingar- áætlun og nýjan stíl. Vonuðust efnalitl- ir húseigendur til þess, að ríkisstjórnin veitti þeim fjárhagslega aðstoð við að endurbyggja hús þau, er þeir höfðu orðið að rífa niður sjálfir. En þeir fengu ekki grænan eyri, og urðu að kosta allt sjálfir. Vakti þetta óhemju reiði um allt land, og þegar annar jarðskjálfti heimsótti Lissabon hinn 26. des, 1764, ásamt miklum flóðum, lá við að alþýða og borgarar gæfust alveg upp. En Car- valho-Pombal lét hvorki óánægju né jarðskjálfta á sig fá, hann daufheyrðist við öllum bænum og þjarmaði sífellt meir að fólkinu. En þegar Josef konungur féll frá, var úti um einræði hans, því hið fyrsta sem María konungsdóttir gerði, var að reka forsætisráðherrann frá völdum. Það gerði hún 24. febr. 1777, og lét um leið lausa pólitíska fanga Pombals, 9.800 að tölu. Eigi að síður hafði Lissabon tekið á sig nýja mynd, og jesúíti sá, sem harð- asta dóma felldi yfir Pombal, hlaut þó að viðurkenna, að þessi óvinsæli mað- ur hafði með endurreisnarstarfi sínu reist sér minnisvarða, er gera myndi nafn hans ódauðlegt. Hér er þó að líkindum of fast að orði kveðið, með endurreisn borgar- innar, því Englendingurinn George Borrow sigldi upp eftir Tapófljóti í nóv- ember 1835, á leið sinni til Spánar fyr- ir brezka biblíufélagið, komst hann svo að orði um Lissabon: „Óhemju rústaborg, sem enn ber í hverju hverfi sínu minjar hins ægilega jarðskjálfta, er geisaði þar fyrir áttatíu árum síðan.“ En gamla jesúítanum rataðist satt á munn, því enda þótt markgreifanum af Pombal entist ekki líf til að ljúka end- urreisn borgarinnar, hafa seinni kyn- slóðir viðurkennt verk hans með því að reisa honum á fegursta stað bæjar- ins minnnismerki, er vernda mun nafn hans frá því að gleymast, að minnsta kosti þar til næsti jarðskjálfti dynur yfir. H. Trolle — Steenstrup. KRosscrfíTfí I • s • ■ L ■ ■ ■ ■ B /Z R\m No 6. _JKy 5 5 I R ■ fl ■ R ■ ■ fí ■ • L'A R sy K U R ■ H 'fl S /V R tA 'O 5 K O RT / N N ■ S T Ö V V P\ & ■ H E R 5 /V P Í3 / /9 • /fífí/i S PL U ■ £ Y fíT fí ■ fí ■ í? £ y N D - R E R p p mm t ■ rfíG- ■ £ R N'- n Rcr h '0 P / N ■ 5VNfí5 £■/£££ I T y L / ■ fl p / R ST'O ■ L A/?r. ■ fl Cr fl N N ■ flG-Nfl ■ H E L R Ú N / R Q ■ N ■ CT RflD ■ S E F flDflfl A ■ U ■ •HE/DURSMADUR - O P R H R £ 5 £ / R ■ ■ J N Æ R / N C? O tfí LE / T fl R ■ 5 fll fl L / ■ N £ / p P £ / D.U R ■ 5 N fl R £ ■ H N / F A tV| • K S R ■ 'O K Æ R ■ &.fl/?ANTNN ■ N/£ ■ flV fl L T fí U Cr ■ Rfl uNfí ■ l/l- U ND R fl R H ■ ■ RN ■ [- ■: /V • F 'fl L K fl Ö cT N / N ■ ■ fl ■ S fl & A ■ N / A ■ ?) E ■ V E R 5 ■ Ct E ■ u ■ fl /v /y r.'/■/</ s ■ s fl /</< fl r ■ PÖ L /. ■ 'fl S ■ S 'fl P fl s A N T> ■ ■ flL L P AB E ST u R ■ 3 L'AT) ■ Geysimargar lausnir bárust við sjöttu verðlaunakrossgátu FÁLK- ANS, og að venju var dregið úr rétt- um lausnum. Verðlaunin hlýtur að þessu sinni Margrét Bárðardóttir, Skaftahlíð 11, Reykjavík. Rétt lausn birtist hér að ofan.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.