Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Qupperneq 9

Fálkinn - 03.10.1962, Qupperneq 9
inn settur upp til bráðabirgða til að kanna hvort fletirnir fara saman. Síðan er glugginn tekinn sundur á ný og gler- ið litað og brennt. Að síðustu er svo glugginn settur upp í kirkjuna og gler- in límd saman með tini og þá er óhætt að fara að vígja guðshúsið og færa kven- félaginu þakkir. Kirkjuskreytingar eru aðeins auka- starf Gerðar, höggmyndalistin er allt hennar líf. Flestir kannast við járn- myndir þær sem hún sýndi heima í Listamannaskálanum árið 1951. Nú hef- ur listakonan farið inn á nýjar brautir og reynt fyrir sér með ný form og ný efni. Hún hefur tekið ástfóstri við bronsið og þarna gefur einnig að líta hnattlaga höggmyndir, gerðar úr gipsi. Við spurðum Gerði hvernig á því stóð að hún fór út í höggmyndalist. Þegar Gerður var í Handíðaskólanum var höggmyndalist ekki kennd þar og þess varla nokkur dæmi að kona hefði lagt fyrir sig þá listgrein. — Ég veit ekki hversvegna það var, sagði Gerður, kannski var það vegna Stóra myndin hér að ofan er tekin í Bogasalnum fyrir nokkru, er þau hjón héldu sýningu þar. Neðri myndin er af TröIIanesi, búgarðinum, sem þau Gerður og Jón eiga rétt fyrir utan .París. þess að ég átti ekki lengur kost á að dunda mér í smiðjunni hjá afa mínum austur á Norðfirði. — Ég lærði málningu í Handíðaskólanum og byrjaði snemma að fást við myndhögg utan skólans. Svo var ég í fjörunni hjá Sigurjóni. — Fjörunni hjá Sigurjóni? — Sigurjóni Ólafssyni myndhöggv- ara. Hann bjó þá inn í Laugarnesi eins og núna. Hann aðstoðaði mig við þetta. Lánaði mér meitla og setti upp grjót fyr- ir mig í fjörunni, setti mig síðan fyrir framan grjótið og svo byrjaði ég að höggva svo neistarnir flugu í allar áttir. Oft gáði ég ekki að mér fyrr en farið var að flæða og ég gat rétt forðað mér en listaverkið varð að bíða á kafi þar til á næstu' fjöru. — Sigurjón gaf mér ýmsa tilsögn og kenndi mér margt, mér féll vel við hann og kynntist honum þó ekki náið. Ég var alltaf svo óskap- lega feimin við alla þessa frægu lista- menn, þorði varla að anda í návist þeirra. Þó voru þeir allir mjög elsku- legir við mig. Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.