Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 19

Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 19
i FonrnT Yzt tU vinstri: Leiðangursmenn á Bárðarbungu. í miðju: Stefni flugvélar- innar kemur upp úr snjónum. Hér að ofan: Jarðýtur ýta til fyrsta snjónum ofan af vélinni. Að neðan: Kristinn Ólsen flugstjóri, skoðar landakort. sættu sig ekki við þessi málalok, og í ofanverðum októbermánuði bjuggu þeir út leiðangur, sem skyldi freista þess að ganga á hólm við hramma jökulsins og reyna að koma flugvélinni á loft, eða að minnsta kosti bjarga hinum verð- mætu tækjum úr henni. Leiðangurinn lagði til atlögu við jökulinn frá suð- vestri, en þá var þegar hávetur hið efra og ekki viðlit að athafna sig. Ekki sneri leiðangurinn samt aftur fyrr en eftir I tveggja vikna dvöl á jöklinum. Höfðu þá geisað stanzlausir byljir á jöklinum, svo að engin leið var að komast að flug- vélinni ellegar bjargað nokkru úr henni. Flugvélinni var ekki gleymt, þótt Bandaríkjamenn teldu hana glataða og vildu sem minnst um leiðangur sinn tala. Flugmenn Loftleiða höfðu engu gleymt og stundum er heiðskírt var og þeir flugu yfir landið, lögðu þeir lykkju á leið sína og litu niður á Bárðarbungu, þar sem flakið og flugvélin voru. Vet- ur gekk í garð, snjónum kyngdi niður á jöklinum og brátt sást hvorki tangur né tetur af flakinu eða flugvélinni. Þeg- ar ísa tók að leysa og snjór að þiðna af hálendi og láglendi, mundi snjór sá er huldi flugvélina á jöklinum verða að ís, og þá yrði illmögulegt að bjarga nokkru úr henni. En er líða tók á veturinn, skaut upp í kolli tveggja flugstjóra Loftleiða, þeirra Alfreðs Elíassonar og Kristins Olsen, furðulegri og jafnframt dirfsku- fullri hugmynd. Þeir höfðu ekki hátt um þessa hugmynd. enda hefðu þeir varla verið taldir með réttu ráði, ef hún hefði komizt í almæli. Þeir dvöldu tímunum saman við alls konar útreikn- inga, dularfullir á svip og kölluðu stund- um á félaga sína til aðstoðar, en yfir þessum áformum var hula, sem ekki var svipt af fyrr en í framkvæmdirn- ar var ráðizt. Áform þeirra var, eins og nú er kunn- ugt: Flokkur 12 manna skyldi freista þess að bjarga flugvélinni. Þeir mundu fljúga til næsta flugvallar í grennd við Vatnajökul og leggja þaðan af stað á vit jökulsins með tvær jarðýtur, sleða og vistir. Leiðin að jökulrótum var um 60 km, en upp á Bárðarbungu þaðan um 50 km. Ætlunin var að grafa vél- ina upp úr fönninni, og reyndist hún óskemmd, þá átti að draga hana að jökulrótum og þaðan aftur 20 km, þang- að, sem ryðja skyldi flugvöll og fljúga vélinni til Reykjavíkur. Eiginlega var það stórmerkilegt, að láta sér detta þetta í hug; grafa flug- vél upp úr fönn á hájökli, að draga hana síðan niður og fljúga henni heim. Þetta var fífldirfska og hugrekki, sem taf- arlaust var hrundið í framkvæmd, og teflt á tvær hættur. Hinn 8. apríl 1951 var flogið af stað til Kirkjubæjarklaust- urs, sem var fyrsti áfanginn. Þangað var farangur þeirra félaga fluttur sel- flutningi með flugvélum Loftleiða. Öll byrjun er erfið. Leiðangursmenn taka til að bera farangur sinn út úr flugvélinni. Það er ekki verið að tví- nóna við hlutina. Það verður að hafa hraðann á. Enginn veit hvenær veður skipast í lofti. Stundum er fyrsti áfang- inn örðugasti hjallinn. Rétt hjá Klaustri er yfir 100 metra hátt klif að fara. -—- Á Klaustri voru hinar tvær jarðýtur, Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.