Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Síða 22

Fálkinn - 03.10.1962, Síða 22
Loks tekst karli aS staulast á fætur, en sem hann loks stendur riðandi and- spænis Marteini, fálmar malarinn allt í einu til hans og þrífur í öxl hans. — Bölvað svínið! segir hann hásri röddu. — Ég skal drekkja þér. Hann hristir Martein til og stangast á því: — Ég skal kæfa þig! Svo snarhættir hann. Dregur Martein að sér og rýnir framan í andlit hans. — Hvað? segir hann, — þetta er þá ekki einu sinni Kalli. Hver ert þú og hvaðan kemur þú? Hann gretti sig herfilega. — Ha-jú, ég hef séð þig áður. Þú ert flóttamanns-fjandinn, sem Kristín kom með. Malarinn klappar Marteini kumpán- lega á öxlina. — Og nú hefur þú dregið mig uppúr ánni! Húrra, kunningi. Komdu inn með mér og fáðu þér einn öl og snaps. Palli Glomp bíður þarna inni. Það á að verða trúlofunargildi, hæ! Sá gamli dregur Martein með sér. Hann er svo fullur að hann slagar, og hrópar: — í kvöld hef ég ákveðið að gefa Palla Glomp hana Kristínu. Já, það máttu bölva þér uppá, lagsmaður .... nú rennur gullöld upp yfir gömlu mylnuna hérna. Marteinn færist undan og reynir að losna við malarann, en gamli maðurinn sleppir honum ekki. Þegar þeir brölta saman inn í eldhúsið, situr Páll Glomp þar og horfir á þá starandi augum. Hann kreppir lúkuna utan um stóra vínflösku. — Hver er þetta sem þú ert kominn með, malari? spyr hann drafandi rómi. — Vinur minn, svarar malarinn, — og hann er líka vinur þinn, Páll. Við erum allir saman vinir í kvöld. Hann gengur að eldhúsborðinu og nær í þrjú glös. Nokkru seinna hellir hann í þau. Marteinn hristir höfuðið óttasleginn. — Mig langar ekki í að drekka vín, seg- ir hann. En malarinn neyðir því ofan í hann, fyrst einu glasi og síðan öðru til við- bótar. Martein svíður í hálsinn af vín- inu. Hann finnur til viðbjóðs og óþæg- inda. Hvað er langt síðan hann hefur feng- ið sér í staupinu? Tíu ár? Það er eins og við hugsunina komi eitthvað sætt og ilmkennt fram í munninn á honum. Og aftur rekur þessa einkennilegu þoku yfir hann, og fram úr þokunni stígur mynd af glasi með ljósrauðum vökva. En í sömu andrá hverfur sýnin, og þok- an er aftur eins og grár veggur, er lyk- ur um minni hans. 22 FÁLKINN Páll Glomp hvolfir í sig einu glasinu enn og snýr sér til malarans með móðu í augum. — Hvar er Kristín? spyr hann. — Er hún alls ekki heima, eða hvað? Malarinn hlær ertnislega. — Hefurðu enga þolinmæði, Páll? Nú skal ég fara og sækja hana. Páll seilist eftir flöskunni. — Það má guð vita hvort hún vill mig nú, þegar til kemur, segir hann. — í kvöld gaf hún mér utan undir. — Vill þig? hrópar malarinn hárri röddu. Hún skal! Svo þrammar hann upp stigann á efri hæðina. — Kristín! kallar hann. ÞEGAR malarinn er kominn úr aug- sýn, snýr Páll sér að Marteini. — Ég er Páll Glomp, segir hann. — Þú hefur sjálfsagt heyrt mín getið. Þá er Mar- teinn svarar ekki, heldur hann áfram: — Heyrðirðu ekki hvað ég var að segja? Ég er Páll Glomp! Frá hinni miklu timburverzlun í Lohr. Hvað heitir þú? —■ Marteinn! — Marteinn? endurtók Páll íhugandi. — Og hvað meira? Marteinn svarar ekki. Hann hvarflar augum frá einu glasi til annars á borð- inu, svo til gluggans. — Nú nú? Ertu búinn að gleyma hvað þú heitir? — Brunner! anzar Marteinn snögg- lega. — Marteinn Brunner. Hann hefur ekki hugmynd um, hvern- ig hann hefur fundið þetta nafn. — Brunner? endurtók Páll spyrjandi. Hann virðir flóttasvipinn á andliti Mar- teins fyrir sér, íhugandi, næstum rann- sakandi. Malarinn kemur fljótlega aftur til eldhúss. — Kristín er ekki komin heim ennþá, rymur í honum, — hvað skyldi hún halda að hún sé? Og komið fram yfir miðnætti. ÞEIR Marteinn, malarinn og Páll Glomp eru aftur seztir við eldhúsborðið með þrjú full glös fyrir framan sig, þegar Kristín kemur loks heim til gömlu sögunarmylnunnar. Hún nemur

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.