Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Page 24

Fálkinn - 03.10.1962, Page 24
 til baka, segir hann. — Hún bíður niðri við Krummaker. Kristín verður að beita sig hörðu til að opna umslagið. Það er bréfspjald með mynd af Maríon Gaspadi. Á bak- hlið spjaldsins stendur ritað með þess- ari sömu, fíngerðu skrift: „Kæra barn! Ég bíð þín niðri í veitingahúsinu! Þú verður að koma!“ Mamma! hugsar Kristín. Henni sortn- ar fyrir augum. — Hvað á ég að segja, Kristín? spyr drengurinn. — Já, já! stamar hún hikandi. — Já! — Það er fínt! segir strákur og tekur á rás aftur niður í þorpið. Kristín starir agndofa á eftir honum. Hvað er þetta sem hún var að segja? Að hún ætli að koma? Hún kallar til drengsins, en hann heyrir ekki. Það dregur allt í einu mátt úr henni og Kristín grípur í handlegg Marteins til að styðja sig. Hún reikar í spori og hallast upp að honum. Hann styður hana og andartak liggur hún upp við hlið hans. Hún finnur hlýjuna frá hon- um, finnur handleggi hans um sig og andardrátt hans. Einkennilegur máttur, sem leggur úr frá þessum höndum og handleggjum. Kristín réttir sig upp með hægð. Nei, hún getur ekki leitað sambands við móður sína án vitundar föður síns. Hún og faðir hennar eiga hvort annað. Hún vill ekkert spor stíga, án þess hann viti. Að minnsta kosti verður hún fyrst að tala við hann, og það undir eins í dag. — Marteinn, segir hún eftir langa þögn. — Viljið þér gera mér greiða? — Sjálfsagt. — Niðri í veitingahúsinu situr kona og bíður mín .... frú Gaspandi. Verið Tvær dauðþryttar hjúkrunarkonur stóðu í fæðingardeildinni og voru að brjóta saman bleyjur. — Veiztu nú hvað, sagði önnur og kinkaði kolli í áttina að röð af vögg- um með grenjandi smábörnum í. — Ég neita bókstaflega að trúa því, að þau samanstandi af ekki nema 80% vatni! * Maður nokkur kom inn í stóra við- tækjaverzlun til þess að líta á sjónvörp og fann loksins eitt tæki, sem honum leizt vel á. — Viljið þér greiða það í 12 eða 18 afborgunum, spurði afgreiðslustúlkan. — Afborgunum? Ég ætla að greiða það hér á staðnum. — Staðgreiðsla? stamaði afgreiðslu- stúikan dauðhrædd. — Þá verð ég að tala við forstjórann. * Hann var ákafur boxaðdáandi, en svo illa vildi til eitt sinn, að hann varð að vinna eftirvinnu og gat ekki verið við- staddur. Til þess að fara ekki alveg á mis við keppnina sendi hann konu sína þangað, svo að hún gæti sagt honum hvernig leikar hefðu farið og einnig lýst fyrir sér keppninni eftir föngum. Seint um kvöldið þegar eftirvinnunni var loks lokið, þaut hann heim. — Hver vann, spurði hann móður og másandi konu sína, strax og hann var kominn inn úr dyrunum. — Enginn, svaraði kona hans. — Annar datt í gólfið í fyrstu lotu og þá var hætt við keppnina! * Eftirlitsmaður frá menntamálaráðu- neytinu í Moskvu heimsótti skóla nokk- urn og spurði eina af kennslukonunum, HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ hvort hún hefði nokkurn sérstaklega gáfaðan nemanda í bekk sínum. —• Já, svaraði hún. — ívan litli er einu ári á undan jafnöldrum sínum hvað gáfur og þroska snertir. Eftirlits- maðurinn lét kalla Ivan litla fyrir sig til þess að prófa hann. — Hverjir eru þrír mestu svikarar í sögu Sovétríkjanna? — Stalín. — Rétt. — Malenkov. — Rétt. — Og Krúsjov. — Þér hafið rétt fyrir yður, sagði eftirlitsmaðurinn og snéri sér að kennslukonunni. — Hann er einu ári á undan. svo góður að ganga niður til hennar. Segið henni að ég geti ekki komið. Ég get ekki komið ennþá. Hún fær skýr- ingu á því gegnum frú Orsini. Viljið þér segja henni þetta? — Já, svaraði Marteinn og lítur hik- andi niður eftir sér. Kristín skilur hann og brosir. — Hjá Krummaker dettur engum í hug að taka til þess, hvernig menn eru til fara. Það eru svo margir, sem fara þangað inn beint úr vinnunni og fá sér í glas. — Já, en. .... — Auk þess mun hún skilja það, þessi kona, sem þér eigið að finna. Hún veit hvernig það er, að vinna 1 sögunar- mylnu. Hún hikar enn um stund og bætir svo við: — Það er .... móðir mín! — Móðir yðar? — Já, og gerið það nú fyrir mig að fara til hennar. Ég skal útskýra þetta seinna fyrir yður, allt saman. ÞEGAR Marteinn gengur inní veit- ingastofu gistihússins, leggur á móti honum þef af tóbaksreyk og angan af ilmvatni. Hann flýtir sér að loka hurð- inni og litast um í stofunni. En móðir Kristínar sér hann hvergi. Við kringlótta borðið hjá kolaofnin- um situr kvenmaður og hefur lagt silf- urgráa loðkápu lauslega yfir herðar sér. Marteini finnst hún ævintýralega fögur, næstum eins falleg og ljóshærða stúlk- an á auglýsingunni, sem hangir á veggnum bak við hana. Hún hefur líka sítt, ljóst hár, sem fellur í mjúkum lokkum niður um herðar henni. Marteinn hristir af sér feimnina og gengur að afgreiðsluborðinu. — Er langt síðan frú Gaspadi fór héðan? spyr hann gestgjafa. — Krummaker horfir forviða á hann. — Frú Gaspadi? — Hvað er það? spyr konan við ofn- inn. Rödd hennar titrar. Marteinn snýr sér að henni. Hún hef- ur sprottið á fætur og starir á hann. — Afsakið, segir hann, — ég átti að tala við frú Gaspadi .... Móður Krist- ínar..... Konan gengur hratt til Marteins og grípur í handlegg hans. — Frú Gaspadi .... það er ég. Hvar er Kristín? Hvers vegna kemur hún ekki? Ég er búin að bíða lengi eftir henni! Marteinn hopar frá henni, — Kristín getur ekki komið! stamar hann. — Ekki ennþá! — Getur ekki komið, hefur konan upp eftir honum. — Já, en hvað er því til fyrirstöðu? Segið mér það! Hver eruð þér? Unnusti Kristínar? Marteinn hristir höfuðið. Já, hvað á hann að segja? Hver er hann? Frú Gaspadi veltir silkivasaklút í fáti milli óstyrkra handa sinna. — Hvers vegna kemur Kristín ekki? Framhald á bls. 32. FÁLKINN 24

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.