Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Page 34

Fálkinn - 03.10.1962, Page 34
þú ert fullur. Eftir stutta þögn bætir hún við: — Ég skammast mín fyrir þig. Faðir hennar hefur snúið sér við til hálfs, svo hann liggur á bakinu og horf- ir upp í loftið. Blóðið hleypur framí kinnar hans við orð Kristínar. Hún iðrast eftir að hafa sagt þau. Frá því í gær er faðir hennar orðinn annar en áður í augum Kristínar. Hún veit nú hve viðkvæm sál leynist innan undir hinni hörðu skurn. Hún veit hve djúpt það særði hann, þegar konan fiýði frá honum fyrir tuttugu árum siðan. í vanmætti sínum og viðkvæmni hafði hann bundið hjarta sitt við aðra manneskju, en hún skildi hann eftir einan og yfirgefinn. Þess vegna hefur hann vopnast vantrausti og hörku. Þess vegna hefur hann flúið inn í ein- veruna, með áfengið eitt að fylginaut. Kristín gengur út að glugganum, stendur þar og horfir hugsandi niður í garðinn. — Það verður ekkert af þessu með Glomp, pabbi! segir hún án þess að snúa sér við. Malarinn liggur með lokuð augu, ábreiðan hreyfist upp og niður við þung- an andardrátt hans. — Þú verður að hugleiða það betur! svarar hann. Kristín starir undrandi á hann. Hvað á hann við? Hvað þarf að hugleiða við hreyfil sem er bilaður? — Páll hefur gott vit á timburverzl- un! Það er aðalatriðið! heldur faðir henn- ar áfram. Kristínu varð ósjálfrátt á að brosa. Þau hafa misskilið hvort annað. En brosið hverfur jafnharðan og þrjózku- svipur færist yfir andlit hennar. — Það er engin ástæða til að ég gift- ist honum, þó hann hafi vit á timbur- verzlun! Hún hrekkur við og snýr sér að glugg- anum. Utan frá heyrist aftur hið syngj- andi suðuhljóð sögunarvélarinnar. Raf- allinn! Vélsögin! Það er allt komið af stað á ný. KRISTÍN stekkur steinhissa niður í verksmiðjuhúsið. Þegar hún kemur í dyrnar, sér hún hvar Marteinn stendur í hópi verkamanna hjá vélinni, sem er á fleygiferð. Rafallinn er skínandi hreinn og drifreimarnar renna yfir hjól- ásana með tilbreytingarlausum smell- um. Sögunarstjórinn leggur trjábol að vélsöginni og hún rennir sér fyrirstöðu- laust gegnum furuna. Rétt á eftir verð- ur hann var við Kristínu í gættinni. — Hún gengur eins og ný af nálinni! Hrópar hann. Svo bendir hann á Mar- tein. — Það er hann þessi nýi þarna, sem hefur gert við hana. Kristín gengur brosandi til Marteins. — Fyrirtak, hrópar hún. — Hvernig fóruð þér að þessu? Marteinn brosir. — Nú, mér datt í hug að ... - það væri bara rofinn þarna .... svo ég tók hann sundur .... og hreinsaði hann .... og. .... Hann gerðist vandræðalegri með hverju orði. — Eruð þér þá rafvirki? Marteinn þegir. Svipur hans er sem hulinn grímu af djúpri íhugun. Er ég rafvirki? Hugur hans fálmar sig inn undir hið gráa þokutjald, er lykur um fortíð hans. Sögunarstjórinn verður að svara fyrir hann: — Vitanlega er hann rafvirki, Krist- ín. Annars hefði honum aldrei tekizt svo vel þessi viðgerð. En nú er allt í lagi. Nú skal Páll Glomp bara koma. Við get- um afgreitt pöntun hans fyrir hádegi. NOKKRUM mínútum síðar snýr Kristín aftur til föður síns, sem enn liggur upp í loft í sæng sinni og horfir sljóum augum fram fyrir sig. Hún segir honum að það hafi verið nýi maðurinn, Marteinn, sem gerði við rafalinn, og kom vélsöginni aftur af stað. Gamli maðurinn snýr sér aftur við með erfiðismunum og segir: — Svo þá er hægt að ljúka við send- inguna til Glomp? Kristín kinkar kolli. Faðir hennar andar léttar og segir: — Þér er víst ekki fyllilega ljóst hvað það hefur mikla þýðingu fyrir mig, að einmitt Glomp....... — Jú, það veit ég vel, pabbi. Kristín reynir að koma orðum að því að minnast á móður sína, en faðir henn- ar heldur áfram; — Segðu mér annars, Kristín, þetta með Pál Glomp .... hefur þú hugleitt það? -—- Pabbi, segir Kristín í bænarrómi. — Eg elska hann ekki! Það kemur hörkusvipur á gamla manninn. — Elskar! Slúður! Eins og það hafi nokkra þýðingu? — En hvað annað hefur þá þýðingu? Allt í einu er rödd Kristínar orðin einkennilega barnaleg. En malarinn hleypir í sig hörku. — Ja, hvað heldurðu? rymur hann hrottalega. Þau þegja bæði stundarkorn og stara hvort á annað. Skyndilega lyftir Kristín höfði og hlustar. Einhversstaðar í hús- inu gjalla við nokkrir tónar, grannir og fjarrænir. Nú renna þeir saman í ofurlítið lag. Það er „Lævirkjahreiðrið“ sem Hanna litla er að spila á flygilinn niðri í stórustofu. Kristín horfir kvíðandi á föður sinn. Hann hefur líka heyrt það. Hann horfir uppí loftið og það er kominn þjáningar- svipur á andlit hans. — Bannsett nóran! segir hann loks í reiðirómi. — Því segirðu þetta, pabbi, hrópar Kristín. — Þetta er næstum eina ánægj- an hennar! — Ég er búinn að harðbanna henni það! Það er kominn tími til að þetta glamurgargan hverfi úr húsinu. Kristín veit að faðir hennar mun aldrei gera alvöru úr þeirri hótun, að losa sig við svarta flygilinn, er stendur óstilltur og rykfallinn úti í dimmu skoti í stórustofu. Hann elskar hljóðfærið og hatar í senn. Og eftir samtalið við Veru Orsini daginn áður skilur Kristín hvers vegna hann gerir það. Flygillinn er hon- 34 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.