Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Qupperneq 10

Fálkinn - 10.10.1962, Qupperneq 10
Við höfðum verið að ræða morðmál, sem Hatton hafði sjálfur unnið að lausn á, og ég hafði gert þá athugasemd, að morðingjanum sæist alltaf yfir eitthvert örlagaríkt smáatriði, sem fyrr eða síðar leiddi til þess, að hann yrði gripinn. — Ekki alltaf, sagði Hatton, og þuldi upp fyrir mér heilmörg morð, sem fram- in höfðu verið á fjórða tug aldarinnar af hinum alræmda „Jack the Ripper“, og hann hefði svo sem alkunna væri, aldrei náðst. — Já, en í slíkum tilfellum er heldur enginn tilgangur með morðinu í venju- legum skilningi, skaut ég inn í. Ég viður- kenni fúslega, að það er hægt, og jafn- vel mjög auðvelt að fremja algjörlega tilgangslaust morð, og sleppa. — Já, já, svaraði Hatton, en hvað heldurðu um öll þau morð, sem framin eru og ekki er um getið í blöðum, og sem yfirvöldin hafa ekki hugmynd um? Hann þagnaði og brosti íbygginn á svip. — Þú ert að hugsa um ákveðið mál! hrópaði ég. — Já, svaraði hann og andvarpaði. Þú gætir svo sem skrifað heila bók um það. Það myndi vera prýðilegt efni í spennandi sögu, vegna þess að sálfræðin er svo stórt atriði í þessu máli. Það var grundvallarveikleiki konunnar sem var aðalatriðið í þessu máli. Ég á reyndar enn þá gömlu minnisblöðin mín og ef þú vilt lofa mér að leita svolítið þá skal ég segja þér alla söguna. Ég man greini- lega öll smáatriði, en ekki er ég viss um, að allar dagsetningar séu réttar, en þær skipta einmitt höfuðmáli. Hann fann minnisblöðin sín, fletti í gegnum þau og hóf mál sitt. ÞESSIR atburðir gerðust fyrir rúm- lega tuttugu árum. Þá bjó ég með móður minni í suðurhluta London og kannaðist lítillega við þá sem þetta mál snerti. Þetta voru tvær hálfsystur, sem bjuggu í sama húsi og við. Þar sem þær voru ekki samfeðra, báru þær ekki sama ættarnafn. Sú eldri, ungfrú Hannah Grey, var h. u. b. 35 ára gömul. Hún var há, mögur kona, rödd hennar var djúp og dáiítið hás, og hún var með stóran, svartan fæðingarblett með löng- um hárum vinstramegin á hökunni. Ennfremur var hún næstum óhugnan- lega heiðarleg og hreinasta skass, er hún var að ræða litlu systur hennar, sem var yndisleg, kjarklaus stúlka, — hún var tæplega tvítug, og hafði alla tíð litið á Hannah Grey sem móður sína. Móðir þeirra hafði dáið skömmu eftir að hún fæddist. Það var yngri systirin, ungfrú Rose Moore, sem heimsótti mig þetta föstu- dagskvöld — það var áttunda apríl — til þess að leita ráða hjá mér. — Þér eruð leynilögreglumaður hr. Hatton, er ekki svo? sagði hún, og er ég hafði staðfest að svo væri og enn- fremur sagt, að ég væri í glæpadeildinni, spurði hún, hvort ég gæti ráðlagt henni án tillits til stöðu minnar. Ég svaraði að það gæti ég gert, nema því aðeins 10 FALKINN að hún bæði mig að hylma yfir glæp. Því næst hóf hún mál sitt. HANNAH GREY var horfin, sagði hún. Hún hafði farið til Westbourne hinn 12. marz sér til hvíldar og heilsu- bótar, þar eð henni hafði ekki liðið vel þá um hríð. Hún hafði verið mjög slöpp á taugum og reyndar stundum allt að því móðursjúk, og systir hennar hafði hvað eftir annað heyrt hana biðja há- stöfum í herbergi sínu að næturlagi. Og allt í einu lagði hún af stað og ekki hafði hún skilið eftir annað heimilisfang en Westboure, poste restante. Rose hafði að sjálfsögðu haft miklar áhyggjur hennar vegna, en hún hafði þó róast, er systir hennar skrifaði henni. Samtals fékk hún fjögur bréf — ekkert þeirra var dagsett — aðeins vikudagur- inn var skrifaður í annað efra hornið á bréfinu — og hún hafði ekki gefið neitt frekara heimilisfang. í fyrsta bréf- SMÁSAGA EFTIR J. D inu, sem Rose fékk, hinn 15. marz en það var þriðjudaginn eftir að Hannah fór, stóð aðeins, að hún væri ekki ánægð með staðinn, sem hún bjó á, og að hún myndi hverfa þaðan einhvern næstu daga. í hinum bréfunum þremur lét hún þess ekki getið hvert hún hefið flutt, eða hvað hún hafði fyrir stafni. Þetta voru einkennilega snauð bréf, augsýni- lega skrifuð í flýti en ekki báru þau sérstök merki þess, að bréfritarinn væri þunglyndur eða örvinglaður. Hún skrif- aði hins vegar, að sér liði betur, og hún leit meira að segja út fyrir að vera í prýðilegu skapi. Eftir síðasta bréfið, sem skrifað var á sunnudegi, og sem Rose hafði fengið fyrir tíu dögum — eða 29. marz — komu ekki fleiri bréf. Rose hafði hvað eftir annað skrifað til Westbourne, en ekki fengið svar. Ég spurði fyrst hvort Hannah Grey hefði Þjáðst af þunglyndi, sem ef til vill gæti leitt hana til þess að fremja sjálfsmorð, en systir hennar hristi höfuðið. Ég spurði hana, hvort hun gæti ímyndað sér einhverja ástæðu til þessarar undarlegu framkómu og þagnar af hálfu ungfrú Grey, en enga skýringu sagðist hún geta gefið. Mér fannst samt, að einhverju væri hún að leyna mig, en ég spurði einskis frekar og hóf að athuga póststimplana á um- slögunum frá Hannah Grey. Þrír stimplanna voru greinilegir, — bæði var hægt að lesa nafnið og dag- setninguna, en ekki var það til mikillar aðstoðar. Hins vegar var fjórði stimpill- inn næstum ólæsilegur. Mér tókst þó að greina, að U og R voru í enda nafnsins og svo var stafur, sem helzt líkist E, þremur eða fjórum bókstöfum framar. Ég skoðaði nú stimpilinn betur í gegn- um stækkunargler, og komst að því að þetta var ekki E heldur F, og að öllum líkindum var þetta fyrsti stafurinn í .BERESFORD nafninu. Hinir stafirnir voru heldur ekki U-R heldur O-R, og er ég náði mér í kort, þá uppgötvaði ég, að við járn- brautina milli Westboure og St. Edmund var lítil stöð, sem heitir Fulford. Rose hafði aldrei heyrt getið um þennan stað, og var nokkurn veginn viss um, að systir hennar hefði ekki talað um Fulford áður en hún fór. Hið fyrsta sem bar að gera, var að spyrjast fyrir í pósthúsinu í Westbourne hvort ungfrú Grey hefði sótt bréf sín og í öðru lagi, að fara til Fulford og athuga hvort einhver hefði séð til ókunnrar konu þar í bæ. Fulford var nefnilega lítið sveitaþorp, þar sem áreiðanlega var tekið eftir ókunnu fólki. Ég lofaði Rose, að ég myndi fara til Westbourne daginn eftir, — þetta var á laugardegi, — og athuga hvort ég yrði einhvers vísari. Enda þótt systirin teldi enga mögu- leika á að ungfrú Grey hefði framið sjálfsmorð, þá var ég sannfærður um,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.