Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Page 15

Fálkinn - 10.10.1962, Page 15
I Og nú réðist hann á frú Raoul, svo hún engdist sundur og sanian af kvölum og stundi: „Ég er særð, ó ég er særð“. ungur og trúður í senn. Hann eykur holdsfýsn mannanna, hann er frekur og áleitinn og hæðist að ólíkindalátum í ástum og örvæntingu. Jafnframt þessu er hann líka dauð- inn. Hann veifar hattinum en hneigir aldrei höfuð sitt. Hann er ævinlega glorhungraður, og sá sem einu sinni hefur heyrt hann syngja hin einkenni- legu grafljóð sín fram um nefið og skella í góm með viðkvæðinu: Ke, ke, ke .... getur aldrei gleymt því. Stundum birtist hann í gervi Laug- ardags baróns, Pikant baróns eða Kirkjugarðs baróns. Þá breiðir hann hæverskan blæ yfir grófyrði sín, jafn- vel svo að það getur gengið í öfgar. Síðast af öllu opinberaðist hann sem barón Entretoute og kvartaði þá sáran yfir hörmulegu ástandi sem hann hefði komizt í nýlega á sjúkrahúsinu í Port- au-Prince. Hann hafði þjáðst af hjart- slætti og leitaði læknis, en læknirinn hafði gert hræðileg mistök, því hann hafði skorið úr honum hjartað en skil- ið hjartsláttinn eftir. Af öllum guðum í Haiti, held og að þessi freki dauðaguð, faðir Ghede, sem þó er að ýmsu leyti svo einstaklega mannlegur, standi hjarta mínu næst. En auk þess er um að velja aðra guði svo hundruðum skiptir. Þar eru Dam- ballah, ormurinn úr skýjunum og Simbi, ormurinn í trénu, Faðir Ague og matróna hans húsfrú Siren, Ogoun með eldrauð augu, guð stáls og styrj- alda og hinn ógurlegi .... og fjölmarg- ir aðrir. Allir hafa þeir sín séreinkenni, og öllum er þeim heilsað með sérstök- um helgiathöfnum og trumbuslætti, því með öllu sínu margslungna fyrirkomu- lagi er dulmagnatrúin ákaflega síbund- inn átrúnaður. Jafnvel guðinnblástur- inn grípur ekki menn af handahófi, heldur fylgir hann um það föstum regl- um. EN snúum okkur nú aftur að frú Raoul, sem á að sýna okkur hinn mesta allra leyndardóma, sem sé hvernig maður fær nýja sál. Hún situr í sæti sínu róleg og virðuleg, og umhverfis hana hafa vinir hennar hópast til að kveðja hina gömlu frú Raoul og bjóða þá nýju velkomna. Houngan Okil, en svo heitir prestur- inn, hefur tekið niður trumburnar þrjár sem skírðar eru, en þær hafa hangið uppi undir þaki. Síðan leggur hann út vever-ana umhverfis miðstoð- ina í herberginu. En vever eru marg- víslega brugðnar flækjur og víravirkis- mynstur úr ösku eða maísmjöli. Ég varð steinhissa á að sjá af hve mikilli lipurð og listfengi hann lét duftið renna úr greip sinni svo að af því mynduðust ormar, hjörtu og ótrúlegustu reitir á svart moldargólfið. En þetta eru skraut- hlið, sem andarnir eiga að koma gegn- um, út til ,,hestanna“ sem bíða þeirra. Síðan taka trumburnar til, hægt og hikandi, lágt og leitandi. Þunnt skinn strengt yfir hyldjúpt myrkur......... Ljós eru kveikt framan við vever- brugðningarnar og hvítklæddu stúlk- urnar falla á kné og kyssa jörðina. Okil stökkur vatni og rommi á mið- stöpulinn, frú Raoul keyrir höfuðið á bak aftur svo hálsinn liggur þaninn sem til slátrunar væri. Því næst hefst söngurihn: Papa Legbe, ouvri barrie pou moin. „Faðir Legbe, opnaðu hliðin fyrir mig......“ Ago .... Yé. Nú eru allir risnir á fætur og trumb- urnar breyta um hljóðfall, þeir leika nú yanvalou og við dönsum álútir og sveiflum handleggjum. O .... o .... adié. .... Allt í einu rekur hvítklædd stúlka við hlið mína upp hvellan skræk, eins og fugl. Það er skelfingu blandið sigur- óp. .... Trumburnar auka taktsláttinn, stúlkan snýst um sjálfa sig, með galop- inn munn, hún rífur frá sér blússuna og brjóstin hlaupa fram. Andlitið er gljáandi af svita, og allt í einu hnígur hún niður eins og undir miklum þunga. Einn guðanna hefur fundið sér hest! Tvær af eldri konunum taka blítt og Framh. á bls. 28. F'ÁLKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.