Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Page 16

Fálkinn - 10.10.1962, Page 16
Kúgaðw fc af kotungi Jón biskup Vídalín visiteraði eitt sinn á Austfjörðum sem oftar og kom að Burstafelli. Björn sýslumaður tók biskupi með ágætum og bauð honum til stofu. Þar dvöldu þeir svo lengi dags, að sveina bisk- ups tók að gruna að ekki væri allt með felldu. Einn þeirra, tveggja manna maki, braut upp hurðina. Var þá biskup svo staddur, að hann lá fyrir ofan kistu eina og Björn sýslumaður ofan á honum ... ÍSLENZK FRÁSÖGN, SEM ÞORSTEINN FRÁ HAMRI SKRÁSETTI. mmmm WSWfiSWSWSWSWSWSWSWSWSWSWS WS$JiS&: '«»V.«»V*>» 1. Sú var tíðin, að einn þeirra lagabók- stafa er íselndingar lutu, hljóðaði eitt- hvað á þessa leið: Þeir einir skulu með sýslur fara hér- lendis, er fullveðja séu að bæta aftur það er þeir taka ranglega frá öðrum. Hafi grein þessi staðið í lögum til að fyrirbyggja misnotkun sýslumanna á valdi sínu, eins og ég hef haldið fram í sagnfræðiritum, vaknar óhjákvæmi- lega spurningin um, hversvegna reyndin var samt sú að sýslumennirnir — menn- irnir sem áttu að annast löggæzlu í um- dæmi sínu, handsama glæpamenn, sjá um fullnægingu dóma, refsidóma sem annarra, innheimta skatta og skyldur konungs og höfðu meira að segja tölu- vert hönd í bagga með verzlun lands- ins og álögum á vörur kaupmanna fram að einokunartímunum, — fóru margir hverjir með þessu valdi sínu eins og þeim sjálfum sýndist; og útúr þessari lagagrein skín fyrst og fremst tvennt, þótt kaldranalegt kunni að virðast: að gert er ráð fyrir að sýslumaður eigi það til að taka ranglega frá öðrum; og því meira „fullveðja“ sem hann er, því auð- veldara fyrir hann að beita rangindun- um. En þessi lagagrein er raunar ekki ein um það að vera dularfull. íslenzk munnmæli gera sér engan mannamun í persónuvali; og yfirvöld og framkoma þeirra við almúgann er tíðum á dagskrá. Harðneskjufullur og gírugur valdsmaður fær í þjóðsögunum þá spegilmynd af sér sem oftastnær reynist sönnust, enda er þar á vissan hátt samankomin niðurstaða heildar- innar; og hann fær oft meira: laun sín goldin. 16 FÁLKINN Og svo eru munnmælin ekki síður fundvís á ærlegar taugar. Og þar sem þær eru fyrir hendi innanum hitt, er heift sögunnar minni og hið skoplega og góðlátlega kannski alls efst í minn- ingunni. 2. Á 16. öld ofanverðri sat á höfuðbólinu Burstarfelli í Vopnafirði Björn sýslu- maður Gunnarsson, Gíslasonar af Langs- ætt. Móðir hans var Guðrún Magnús- dóttir, Jónssonar biskups, Arasonar. Kona Bjarnar sýslumanns var Ragn- hildur Þórðardóttir, móðir hennar var Guðlaug Árnadóttir Brandssonar, en með Árna Brandssyni og Úlfheiði Þor- steinsdóttur konu hans, hefst ábúð ættar þessarar á Burstarfelli, sem síðan hefur haldizt óslitin fram á þennan dag. Björn Gunnarsson sýslumaður þótti harður í horn að taka og nokkuð hneigð- ur til yfirgangs; í sögnum er, að eitt sinn rak bugspjót á reka hans. Bóndinn í Jórvík í Hjaltastaðaþinhá fann rekann og leyndi hluta af honum. Björn gerði sér lítið fyrir og tók undir sig jörð bónda fyrir vikið. Mælt er og að Björn sýslumaður hafi grafið silfur sitt í Ás- brandsstaðahrauni. Lok sýslumanns urðu þau, að hann drukknaði af ferju árið 1602, neðarlega á Jökulsá á Brú, og er þess ekki getið hvort hann varð almenningi harmdauði að nokkru ráði. Þau Björn og Ragnhildur áttu dóttur þá er Þórunn hét. Hennar bað Bjarni nokkur, prestssonur frá Hofi, sonur séra Þorkels Hallgrímssonar, en sá Hall- grímur var sonur Barna-Sveinbjarnar Þórðarsonar prests í Múla, er átti fimm- tíu börn „auk hálfrefa“. 3. Bjarni Oddsson og Þórunn bjuggu fyrst í Ási í Fellum; hreppti Bjarni sýsluvöld í Múlaþingi eins og kannski von til var, en upp úr því undi hann lítt við að eiga ekki Burstarfell. Stofn- aði hann þegar til málaferla og náði Burstarfelli til staðfestu eftir nokkurt þjark með þeim rökum að Þórunni konu sinni hefði verið gefin jörðin sérstak- lega. Fluttust þau síðan að Burstarfelli og hófst þá fyrir alvöru veldi Bjarna sýslumanns. Brynjólfur biskup Sveins- son gerði Bjarna að virktavini sínum og fól honum til umsjár jarðir sínar á Austfjörðum. Kom svo að yfirgangur sýslumanns og mikillæti reyndist sízt slakar en tengdaföðurins. Ein þeirra sagna er af Bjarna hafa gengið sýnir glöggt viðhorf manna til þessa drembiláta yfirvalds, enda eru málagjöldin í henni fólgin. Eitt sinn fór Bjarni um hlað á bæ nokkrum í Vopna- firði og reið við spora að hætti heldri manna. Örvasa karl sat undir bæjar- veggnum; um leið og sýslumaður þeysti hjá, rak hann sporana í gamalmennið. Karl leit við Bjarna og kvað vísu þessa, er sumir eigna raunar séra Hallgrími Péturssyni við svipaðar kringumstæður: Líttu á hvernig lukkan hröð laglega kann að stíma; hugsaðu maður: að hornístöð hefurðu einhverntíma. Jón hét maður er kallaður var kamp- ur og bjó í Syðrivík, ríkur maður og átti dætur tvær ærið skartgefnar, en orð lá á að þær hefðu geitur. Eitt sinn var haldið fjölmennt samkvæmi í Vopnafirði; komu þar meðal annarra dætur Jóns Kamps og dóttir Bjarna sýslumanns, er Þorbjörg hét, hún varð síðar kona Eiríks Oddssonar á fitjum og móðir Odds, sem skrifaði Fitjaannál. í samkvæminu hratt Þorbjörg faldin- um af höfði annarrar dóttur Jóns fyrir allra augum, og urðu út af þessum at- burði geipileg málaferli. Tapaði Bjarni málinu, svo að um síðir varð hann ör- eigi og reið við hornístöð, segir sagan. Þó álíta menn að hér sé ofmælt um fá- tæktina, en víst er að mjög rýrnaði veldi Bjarna seinni árin, og sýsluvöld- um sleppti hann með öllu 1650. Eitt sinn kom hann í Vopnafjarðarkaupstað eftir að hagur hans versnaði. Einhver spurði kaupmann hvort ekki ætti að bjóða Bjarna Oddssyni inn; hann væri kom- inn. Kaupmaður svaraði: Nei; Bjarni var, en Bjarni er ekki meir. Bjarni Oddsson lézt nálægt áttræðu 1667. Þess má geta að í minningunni er hann töluverður kynjafugl og á auk þess að hafa fengizt við andlegar yrk- ingar, hefur það jafnvel haldið nafni hans á lofti frekar en margt annað; og væri notagott ef rétt væri hermt. En sálmastefin eru bara eldri en Bjarni og ættuð úr kaþólskri tíð. Situr á tignar- tróni og hengir dindildú.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.