Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Síða 17

Fálkinn - 10.10.1962, Síða 17
.... um leið og sýslumaður þeysti hjá, rak hann sporana í gamalmennið. (Teikning eftir Ragnar Lárus- son). ■Hmm ,•’-ifc JmÍIÍiJ 4 Bjarni og Þórunn áttu tvo sonu, er Pétur hétu báðir. Pétur yngri bjó fyrst í Skógum í Öxarfirði, en síðan að Burst- arfelli. Kona hans hét Elísabet og var dóttir Hollendings nokkurs er áður bjó í Skógum og hét Jochum Mum. Pétur átti í stælum við Einar prest galdra- meistara Nikulásson, og trúðu sumir því um skeið að séra Einar hefði banað Pétri með ólyfjan. En hér verður getið nokkurra barna þeirra Péturs og Elísa- betar. Bjarni bjó að Djúpalæk, ókvæntur og barnlaus, heljarmenni að afli. Ólöf bjó í Skálanesi í Vopnafirði, gift þeim manni er Sveinn Gíslason sálar- lausi hét, en síðar bjuggu þau í Stóru- Breiðuvík í Borgarfirði; áttu þau nokk- ur börn saman. Sveinn er nefndur hreppstjóri í manntalinu 1703. Allt um það stendur á sumum bókum að hann hafi verið vesalmenni. Björn sonur Péturs og Elísabetar fæddist 1662. Þótt nokkuð hafi verið gert til frægð- ar framundir það á Burstarfelli, er Björn þó sá er gert hefur ættina kunn- asta fyrr og síðar. Jafnframt hafá fáir samtímamenn hans tekið honum fram um þjóðsöguleg afrek. Verður Björn svo bezt kynntur í sem stytztu máli að hann var rammur að afli og tröll að vexti, „stórleitur mjög, og eins og auðkenndi ættfólk hans lafði á honum neðri vörin. Hann var ofsamaður mik- ill og ágengur mjög“. Björn Pétursson kvæntist sýslumanns- dóttur, eins og sennilegt mátti virðast — Guðrúnu Marteinsdóttur frá Eiðum Rögnvaldssonar, og 1695 tekur Björn sýslu í norðurhluta Múlaþings; skiptir að vonum engum togum að þar er yfir- vald sæmilega röggsamt sem Björn er; skipast þegar nokkuð í þau horf er bændum hugnar verst; það sem sýslu- maður ekki fær góðmótlega, tekur hann með valdi, hafi hann á annað borð ein- hvern hug á því; enginn má eiga skip í Vopnafirði, heldur skal hver sá er æskir að róa, gera það á vegum sýslu- manns; skapaðist brátt auður mikill á setri sýslumanns í föstu og lausu. Sagn- ir hafa þó unnað Birni þess vitnisburð- ar að væri hann beðinn liðs, þá hjálpaði hann vel og drengilega, smáum jafnt sem hinum, og ekki sízt ýmsum sekum mönnum; og í minnum er haft orðtak sýslumanns: Engan í veröldinni hræðist ég, utan ekkjuna og þann föðurlausa. Fyrst bjó Björn á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, en innan skamms fluttist hann til Burstarfells og bjó þar síðan. Reisti hann bæ mikinn og endurbyggði kirkju; er í sögnum að viðinn allan tók Björn úr kaupskipum þremur er fór- ust á Vopnafjarðarlegu, og lét skipverja sjálfa starfa að smíðinni ,,við séttan kost“. Sagan segir líka að margur hafi þar bænheitur orðið og óskað að svo færi auður sem aflað væri; enda var Björn grunaður um að valda skipsköð- unum. Þorðu menn lengi vel ekki að sigla inn á Vopnafjörð, en loks átti ungur Dani að hafa boðizt til þess. Og sem hann er kominn á leguna þá treður sýslumaður á skipsfjöl eins og hans Framh. á bls. 35. FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.