Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Qupperneq 20

Fálkinn - 10.10.1962, Qupperneq 20
FIMM MÍN. FYRIR FRUMSÝNINGU um klefa. Hann er hinn rólegasti og þegar hann heyrir, að við erum blaða- menn, segir hann: — Þeir eru víst nauðsynlegir, — líka. — Hvernig líður yður eiginlega fyrir frumsýningu? — í kvöld, alveg prýðilega, segir Lárus og hallar sér aftur á bak mak- indalega í dívan, sem er- inni í klefan- um. — Eruð þér ekkert óstyrkur? — Ég er það alltaf og það eykst með árunum. — Hafið þér nokkurn verndargrip á yður, þegar þér farið inn á sviðið? — Það er fullt af verndargripum, ég hef einn. — Nokkur hjátrú í sámbandi við frumsýningar? — Fullt af hjátrú. — Eru leikarar kannski eins hjátrúar- fullir og sjómenn? Lárus leggur undir flatt og svarar: — Eins og sjómenn, já, — því býst ég við. Við kveðjum Lárus og göngum inn í næsta klefa. Þar sitja þeir Ævar Kvar- an og Gísli Alfreðsson. — Nokkuð óstyrkir? Ævar verður fyrir svörum: — Eftir að hafa leikið í næstum 25 ár, er nú mesti hrollurinn farinn úr manni, en hann getur aldrei farið á frumsýningu. Fyrsta innkoman er verst. — Og er ekki hægt að lækna þennan óstyrk? — Ó, jú, en það er of hættulegt. — Er kannski verst að debutera? — Ég get sagt ykkur eitt, segir Ævar, þegar ég kom fyrst fram, þá var ég mjög nervus, en það nervusitet kom dálítið annarlega fram og urðu fæstir varir við það. Meðleikarar mínir voru alveg hissa hvað ég var harður af.mér. Nervusitetið kom nefnilega fram í geispum. Það er, skal ég segja ykkur alveg ágætt, því að geispar opna fyrir raddböndin. — Hvað segir Gísli um þetta? — Ég er vissulega nervus, en óstyrk- urinn leggst aðallega í fæturna á mér. — Berið þér nokkurn verndargrip? — Nei, ekki geri ég það, segir Gísli og brosir, en það ríkir ýmis konar hjá- i trú meðal okkar leikaranna. Til dæmis má ekki blístra á sviðinu og svo er ekki sama á hvaða degi æft er. Við þökkum þeim Ævari og Gísla fyrir spjallið og stikum stigann upp á næstu hæð. Þar hittum við Bessa Bjarnason. — Sjáið þið mig núna strákar, segir hann. Nú er maður loks orðinn sjötug- ur. Hann hleypur niður stigann, létt eins og köttur. Á ganginum rekumst við á Indriða Waage og tökum hann tali. •—■ Eru leikarar alltaf jafn óstyrkir fyrir frumsýningu? — Það er misjafnt, það fer eftir því hver á hlut að máli. Hjá sumum fer nervusitetið versnandi með aldrinum, en eldist af öðrum. — Er óstyrkurinn kannski meiri hjá leikstjóra en leikara? —• Alveg sama, held ég. — Trúið þér á verndargripi, sem sumir leikarar hafa með sér inn á sviðið. — Ég er laus við alla hjátrú. Ég veit,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.