Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 30
reyndist ekki svo, heldur virtist kjark- urinn hafa bilað henni og nú sat hún og starði á okkur yfirkomin af skelfingu. Við stöðvuðum bifreiðina og reyndum að hugga hana, en hún grét eins og barn, sárt og skerandi. „Auto zobop,“ snökti hún og reyndi •að gera okkur skiljanlegt á slitróttri kreólsku að hún vildi fá að fara úr bíln- -um. Við reyndum að tala við hana á ■ensku, en hún horfði skelkuð á okkur og skildi ekki neitt. Við vildum ekki setja telpuna af á miðjum veginum, svo við snérum til baka og ókum heim til henn- ar, þar skauzt hún út og inn í hús. Móð- ir hennar kom út, falleg kona og móð- urleg. Tókst henni loks að koma okkur í skilning um að telpan hefði haldið að sér hefði verið rænt af auto zobop, en það eru draugabílar sem stela börn- um handa guðum er éta menn. Við hlógum og kváðumst hafa gert þetta í bezta tilgangi, enda þótt stúlkan væri óneitanlega falleg. Svo spurði ég: „Hvar hefur hún lært að tala svona góða ensku?“ Konan leit alvarlega á mig og svaraði: „Herra minn, hún kann ekki ensku. Það var ekki hún sem tal- aði við yður, heldur Erzulla, verndar- engill hennar.“ Mér fannst kulda leggja niður hrygg- inn á mér. Við snérum aftur til borgar- innar og næturhúmið var þrungið laos þrymjandi trumbum. Fjársjóðnr í fönn Framhald af bls. 13. gagni. Þennan dag vinna menn við að lagfæra skíði flugvélarinnar og snjóbíll flytur farangur frá jöklinum. Föstudag- urinn líður, án þess að til stórra óhappa komi. Á laugardag kemur síðasti- flutn- ingurinn ofan frá Bárðarbungu og flug- vél færir leiðangursmönnum benzín og varahluti. Flugmenn þeirrar vélar höfðu samband við leiðangursmenn, og flugu brott með þau skilaboð, að þeir félag- ar mundu fljúga skíðavélinni heim til Reykjavíkur morguninn eftir. í Reykjavík höfðu menn beðið frétta af leiðangrinum með eftirvæntingu. Fæstir þeir, sem með leiðangrinum fylgdust, voru svo bjartsýnir að halda, að leiðangursmenn kæmu sigursælir úr þessari för. Jafnvel þótt flugvélin kæm- it á loft, mundi þá ekki voðinn vís að fljúga henni 300 km leið til Reykjavík- ur? En flugvélin reyndist vel. Það vitum við nú. Hún var eins og björn, sem kemur út úr híði sínu, áður en ísa tek- ur að leysa. Þegar flugvélin hafði feng- ið benzín, var hún allvel fleyg. Á sunnudaginn, 6. maí, blés ekki byr- lega fyrir þeim félögum. Vindur stóð þvert á flugbrautina. En þegar á dag- inn leið, breyttist áttin, og um kl. 16.50 eru hreyflarnir settir af stað. Innan stundar er vélin komin á loft. Ævintýr- ið er senn á enda. Það er ekki fyrr en á árinu 1962, að kötturinn í ævintýrinu setur upp á sig stýri og segir söguna úti. Við sitj- um í þægilegum stólum og horfum á hvítt tjald. Það er slökkt og kvik- myndavélin tekur að suða. Ævintýrið endurtekur sig, við erum allt í einu orðn- ir þátttakendur; nú erum við að fara upp klifið hjá Klaustri, eftir nokkrar mínútur erum við á hájöklinum. Nú gengur allt eins og í lygasögu. Flug- vélinni er nú ekið eftir hjarninu. Skugg- ar lyftast og líða um skjannahvíta fann- breiðuna. Við fáum ofbirtu í augun. Loksins sjáum við fyrir endann á ævin- týrinu og vörpum öndinni léttar. Flug- vélin er komin á loft, og við heyrum þulinn í myndinni lesa upp skeytið, sem flugfélagið Loftleiðir fékk. Fólkið flykk- ist út á flugvöllinni, vélin lendir, mann- fjöldinn þyrpist að vélinni. Út úr henni stíga skeggjaðir, veðurbarðir menn. Vandamenn og vinir fagna þeim af heil- um hug. Þeir hafa farið á vit jökla- kóngsins, komið aftur, unnið sigur. Fjár- sjóðurinn hafði verið grafinn upp úr fönninni, þeir höfðu hrifsað hann úr greipum jökulsins og komið honum -heil- um í höfn. Svetom. Heimildir: Kvikmyndarhandrit Sigurður Magnússonar, frásögn af atburðunum í Norsk Polar-Tidende eftir Árna G. Eylands, dagbókar- brot úr leiðangrinum o. fl. Kona liveríur Framhald af bls. 11. Er Gunn heyrði þetta, var hann mjög ánægður. Hann kærði sig kollóttan um húsbúnaðinn, samdi þegar í stað um leiguna og greiddi fyrirfram til marz- loka og sagði, að hann myndi skrifa þeim Robison-hjónunum og tilkynna þeim komudag sinn og konu sinnar til þess að gefa þeim lista yfir þá hluti, sem átti að senda þeim, umfram allt eldsneyti til miðstöðvarinnar. Robison grunaði ekki neitt, þau hjónin voru hæstánægð yfir að fá svo ágæta við- skiptavini á þessum tíma árs. Frú Robi- son sagði mér, að Gunn væri meðal- maður á hæð með mikið svart yfirskegg og mjög fölur. Hún hafði ímyndað sér, að ef til vill væri hann brjóstveikur. Hún hafði aðeins séð hann í þetta eina skipti og strákurinn, Joe, sem var mitt aðalvitni, hafði bersýnilega tekið betur eftir honum, en hann staðfesti þó lýs- ingu móður sinnar á útliti hans. Þetta leit nú út fyrir að vera ósköp venjuleg saga, sem hlaut að enda á held- ur ógeðfelldan hátt en mér kom fram- haldið gjörsamlega á óvart.. Gunn-hjón- in höfðu komið til Fulford 12. marz, seinnipartinn, en það var einmitt sama daginn og Hannah Grey hafði lagt af stað frá London. Þau höfðu pantað sér vagn til þess að aka sér frá brautar- stöðinni og óku þau beint til ,,Bellevy“. Næsta hálfan mánuðinn var hegðun þeirra ósköp venjuleg, þó með þeirri undantekningu, að Gunn sást aldrei nokkurs staðar, en fór þó í gönguferðir meðfram ströndinni, þar sem aldrei var nokkur maður. Frú Gunn fór þó öðru hverju til þorpsins og fór þrisvar eða fjórum sinnum með lestinni til West- bourne. Þau fengu allar sínar nauð- þurftir frá Röbison-hjónunum, og Joe fór til þeirra á hverjum morgni nema á sunnudögum. Þann 28. marz — Robison mundi dagsetninguna mjög greinilega — hafði Gunn sýkst af inflúenzu. Frú Gunn hafði sagt Joe þetta og bætti því við, að þetta væri ekkert alvarlegt, en Gunn skyldi aðeins liggja nokkra daga í rúminu. Þau höfðu ekki beðið um lækni. Þú manst væntanlega, að þetta er daginn eftir, að Hannah, hafði skrif- að systur sinni í síðasta sinn. Veikindi Gunns gátu vissulega verið skýringin á því, hvers vegna Hannah fór ekki til Westburne til þess að sækja bréf systur sinnar, en þetta var þó engin ástæða til þess að hætta að skrifa. Frú Gunn hafði hegðað sér eitthvað undarlega, eftir að maður hennar varð veikur, Stundum pantaði hún hjá honum vörur þær, sem hún þurfti, úr svefnherbergis- glugganum, sem var á annarri hæð, og 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.