Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Síða 32

Fálkinn - 10.10.1962, Síða 32
Kona Iiverfur Framhald af bls. 31. húsinu miðað við kuldann úti, og ég gerði ráð fyrir, að ekki væri langt síðan slökkt hefði verið á ofninum. Af til- viljun strauk ég fingrinum yfir ofninn og fann, að eitthvað sat milli röranna og veggsins. Það var eitthvað mjúkt og ég hélt, að þetta væri könguló. Af ein- hverri ástæðu náði ég í hana og leit sem snöggvast á hana. En þetta var bara alls ekki könguló, þótt manni virt- ist svo við fyrstu sýn. Þetta var merki- legur lítill loðinn hlutur, sem þú getur séð í glæpasafninu hjá Skotland Yard, ef þig langar til. Þetta var hringlaga gúmmí á stærð við tíeyring og löng hár voru dregin í gegn um það og límd. Ég tók þennan hlut auðvitað með mér, en ég gerði mér ekki grein fyrir þessum fundi mínum fyrr en í lestinni er ég var á heimleið. Þá rann allt í einu ljós upp fyrir mér. Gunn hafði leikið tvöfalt hlutverk í hálfan mánuð, bæði sjálfan sig og Hannah, og fæðingarblett- urinn úr gúmmí hafði haft sitt hlut- verk. Þeim mun meir sem ég hugsaði málið, þeim mun ljósara var þetta. Þetta féll allt saman í eina heildarmynd í koll- inum á mér, og ég varð alveg viss í minni sök, er ég rifjaði upp það, sem Robison hafði sagt mér. Veikindi Gunns voru til þess að hafa afsökun fyrir að láta aldrei sjá sig, það var skýringin á því, að hann kom aldrei fram nema sem Hannah, er um Joe var að ræða, og um kvöldið, er hann hélt á brott — enn þá sem Hannah — var farið að skyggja. Því næst hafði hann morgun- inn eftir, dregið trefilinn upp að nefi til þess að leyna því, að yfirskeggið hafði hann rakað af sér. Jú, — þetta var vissulega augljóst mál! Og nú þurfti ég ekki annað en rannsaka hvort mögu- legt hefði verið fyrir hann að leggja af stað sem Hannah um kvöldið með lest- inn, sem fór klukkan 18,30 og vera kominn aftur um morguninn til þess að vera kominn aftur til Gunn. Og þetta gat hann. Samkvæmt áætlun lestar- innar gat hann hafa tekið lestina, sem fór kl. 19,10 til London frá Westbourne, og farið úr á fyrstu stöð, Catbridge Junction, og þaðan gat hann tekið lest- ina til St Edmund kl. 20.05, og með því móti gat hann náð aftur til Fulford kl. 21.15. Ég gat mér þess til, að hann hefði áreiðanlega farið úr lestinni í Nordbeach, sem er næsta stöð á undan, og þaðan hefði hann gengið í myrkrinu til „Bellevy". Þetta hlaut að vera mjög auðvelt, — ferðir járnbrautanna gátu vart verið heppilegri. Að lokum rak ég nú smiðshöggið á allar þessar framkvæmdir Gunns. Hann hafði að öllum líkindum myrt vesa- lings Hannah þann 28. marz eða um það leyti og hafði haft a. m. k. tíu daga til þess að koma líkinu fyrir kattarnef. Hann hafði vissulega miðstöð- ina til þess að framkvæma verkið, og beinin hafði hann annaðhvort mulið mélinu smærra eða leyst þau upp í sýrum. Það er nefnilega alls ekki erfitt að koma líki fyrir kattarnef ef maður hefur nægan tíma, og það vissi Henry Gunn, og hafði vafalaust gert sínar áætlanir samkvæmt því. Ég efaðist ekki um, að mér hefði tek- ist að skýra þetta og yfirmaður minn efaðist ekki heldur um að svo væri, er ég sagði honum upp alla söguna. Hann hrósaði mér einhver ósköp fyrir mitt starf, og er ég gekk heim á leið það kvöld var ég hreykinn af snilligáfu minni. Reyndar talaði ég ekki við ung- frú Moore það kvöld. í fyrsta lagi vildi ég vera viss í minni sök, og í öðru lagi kveið ég fyrir að þurfa að segja henni, hvað af systur hennar hafði orðið. Fram að þessu hafði allt gengið prýði- lega, er það ekki? Og er ég hélt til Fulford daginn eftir, gerði ég mér góðar vonir um að vera búinn að handsama Henry Gunn innan tuttugu og f jögurra klukkustunda. Yfirmaður minn hafði að vísu bent mér á, að erfitt yrði að sanna, að Henry Gunn væri morðinginn, ef ekkert væri eftir af líkinu. En ég hóf sem sagt starfið. ÞAÐ VAR á sunnudegi, og nú fór að halla undan fæti. Ég rakti slóð Gunns þar til hann steig upp í lestina kl. 19.10 á stöðinni í Westbourne á föstudags- kvöld, klæddur sem Hannah Grey, og einnig fékk ég staðfest, að hann steig inn í lestina til London á St. Edmund stöðinni um hádegi daginn eftir. En í bæði skiptin hafði hann horfið gjörsam- lega eftir að hann steig inn í lestarnar. Hann hafði ekki sézt í Catbridge Junc- tion eða neinni annarri stöð, hvorki á föstudagskvöld eða á laugardag. Það gat varla verið að enginn hefði tekið eftir honum. Jæja, við rannsökuðmn „Bellevy11 hátt og lágt, garðurinn var allur graf- inn í sundur, gólffjalirnar voru rifnar upp og askan úr miðstöðinni var rannsökuð, en ekkert fannst. Hann hafði skilað sínu hlutverki allt of vel. Auk „fæðingarblettsins“ heppnaðist okkur aðeins að komast að einu, sem styrkir grun okkar, og það var, að Hannah Grey seldi öll sín verðbréf í febrúar, ennfremur hafði hún tekið allt sitt fé úr bankanum og skipt því í franska mynt í Credit Lyonnais. Ennfremur hafði hún verið mjög varkár og fengið féð greitt í mjög smáum seðlum, en þar sem seðlarnir voru ekki í röð, þá höfðu númerin á þeim ekki verið rituð niður. Þetta hlaut að vera góð uppskera hjá Gunn — að minnsta kosti 5000 sterlings- pund gerði ég ráð fyrir! ÞARNA sérðu, sagði Hatton og brosti út í annað munnvikið. Þetta er tilfelli, þar sem glæpamaðurinn hefur ekki gert eina einustu skyssu, fyrir utan þessa með „fæðingarblettinn“. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég lagði mikla vinnu í þetta mál, — mánuðum saman hugs- aði ég og hugsaði, en allt kom fyrir ekki. Hann var sloppinn. — Náðuð þið aldrei í hann? spurði ég. — Nei, aldrei, svaraði Hatton, en ég sá á honum, að sögunni var alls ekki lokið. Höfðuð þið aldrei neinar spurnir af honum? spurði ég aftur. — Jú, reyndar gerðum við það, svar- aði hann. Við fengum að vita hvernig í öllu lá — tíu árum síðar. Og hver heldurðu, að hafi sagt okkur söguna? Ég er ekki getspakur maður, er um svonalagað er að ræða. — Ungfrú Hannah Grey! svaraði Hatton. Nú féll mér allur ketill í eld. — Meinarðu, að hún ... sagði ég. — Að hún hafi ekki verið myrt? botnaði hann. Já, það er alveg rétt. Þetta mál minnir á það, að aldrei skyldi maður vera of fljótur að draga álykt- anir, og láta stjórnast af einhverjum ákveðnum hugmyndum er maður fæst við rannsóknir á glæpamálum. Ef ég hefði ekki verið svona öruggur, þá myndi ég ef til vill... Jæja, ég sé nú samt ekki eftir þessu frumhlaupi mínu, þar sem ég seinna giftist Rose Moore, hálfsystur ungfrú Grey. Við höfum nú verið gift í næstum tuttugu ár. — En viltu ekki segja mér fleira? spurði ég, er hann þagnaði. — Jú, ég skal segja þér alla söguna, svaraði hann„ enda þótt sá hluti sög- Framh. á bls. 34 , 1 'J'rfjv fvrK> Véí./ (jí> flroTT trtppf/ p&í? //oné> /-/-J.Vy/tf J)(?V/JV Kff'pF/3 fc~T/ /' 1 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.