Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Page 33

Fálkinn - 10.10.1962, Page 33
Leikföng, búsáhöld og gjafavörur. Okkar alkunna þjónusta í fullum gangi. Við sendum heim og í póstkröfu um allt land. VALVER Laugavegi 48 Simi 15692 MÞUmI tÞiaí MÞitil MÞiui atíí • OjrJið daginn með DIAL • Endið daginn með DIAL HeHdsölub. KRISTJÁN Ó. SKA6FJÖRÐ REYKJAVÍK Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl.) Þér ætt.uð ekki að hafna þeirri hjálp, sem yður býðst bráðlega. Það er nefnilega engin ástæða til að ætla, að góður hugur standi ekki á bak við. Þeir, sem byrja á einhverju nýju á næstunni, mega búast við þvi, að þeim verði vel ágengt í öllum atriðum þess. Nautsmerlcið (21. apríl—30. maí.) Þér ættuð að rannsaka vel yðar innri mann og reyna að sltilja sjálfan yður, því að’yður mun takast mun betur í öllu, ef þér gerið svo. Þörf er á, að þér frestið öllum mikilvægum áformum, unz- þér hafið leitað ráða vina yðar. Gagnrýnið ekki samstarfsmenn yðar. Tvíburamerkiö (21. maí—20. júní) Örlögin verða dálítið einkennileg í þessari viku, en þegar undir lokin líður, munu þau verða yður hlið- holl. Þér ættuð að grípa þau tækifæri, sem yður gef- ast í þessari viku. Það er ekki endilega víst, að þau komi seinna. Krabbamerkiö (21. júní—20. júlí) Langþráður draumur mun ef til vill rætast. í þess- ari viku, ef þér setjið í yður kjark og talið við rétta aðila. Allar líkur benda til þess, að ráðlegt sé að leggja ráðin á um framtíðina í þessari viku, og heldur fyrr en seinna. Ljónsmerkiö (21. júlí—21. ágúst) Þér teflið djarft um þessar mundir, en engin ástæða er til að óttast, heppnin mun bæði verða með yður í spilum og ástum. Samt sem áður ættuð þér að vera svolítið umburðarlyndari gagnvart fólki, sem þér umgangizt daglega. Jómfrúarmerkiö (22. ágúst—22. sept.) Persóna nokkur, sem hingað til hefur látið sem hún sæi yður ekki, mun allt í einu fara að viðra sig upp við yður. Þér skuluð ekki láta það á yður fá og reyna að hafa sem allra minnst samskipti við persónu þessa. Einhver ósk mun rætast í vikulok. Vogarskálamerkiö (23. sepa.—22. okt.) Utlitið er fremur gott þessa viku; vikan verður róleg og ýmis smá atvik munu lífga hversdagsleik- ann upp. Þér munuð að öllum líkindum vekja nokkra athygli á yður í samkvæmi, og ættuð að nota það tæki- færi til þess að koma yður áfram. Sporödrekamerkiö (23. okt.—22. nóv.) Ef þér komið reglu á fjárhaginn, er útlit fyrir, að þér getið veitt. yður ýmislegan munað, sem yður hef- ur lengi langað til að njóta. Ilaldið vel á spöðunum í starfi yðar og sýnið umburðarlyndi heima fyrir. Boamannsmerkiö (23. nóv.—20. des.) I máli, sem þér eruð aðili að, njótið þér fullrar samúðar viðstaddra manna. Frestið öllum ferðalög- um, þangað til í næstu viku. Gætið þess, að persóna, sem þér umgangizt nær daglega, hafi ekki of mikil áhrif á fjármál yðar. Steingeitarmerkiö(21. des.—19. jan.) Þér ættuð ekki að rjúka upp yfir smámunum. Á næstunni munuð þér fá verkefni, sem mun krefjast mikillar vinnu, en ef þér náið árangri, mun gleði yðar verða mikil. Nú er einmitt tækifæri til þess að gera upp við gamlan vin. Vatnsberamerkiö (20. jan.—18. febr.) Margt mun bera við i þessari viku, enda þótt dag- arnir verði hver öðrum líkir. Þetta eru allt saman smáatvik, sem ekki koma venjulega fyrir. En munið, að margt smátt. gerir eitt stórt. Happatala yðar er 7 í þessari biku. Fiskamerkiö (19. febr.—20. marz). Ýmisleg skringileg atvik munu koma fyrir í þess- ari viku. í ástamálunum ættuð þér að gera hreint fyrir yðar dyrum. Sennilega munuð þér fá allskemmti- legt verkefni á næstunni, en það getið þér ekki leyst., nema þér takið á honum stóra yðar. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.