Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Side 37

Fálkinn - 10.10.1962, Side 37
PANDA DG SAFNARINN MIKLI Þrátt fyrir merki hinna frægu safnara, þekkti Egg- ert ekki aftur klúbbfélaga sinn. „Ég . . . hm . . . trúi ekki . . . ég get ekki komið nafninu fyrir mig,“ sagði Eggert hikandi. „Goggi góðgjarni, safnari,“ sagði Goggi rogginn. „Ég brenn í skinninu eftir að kíkja á safnið þitt, gamli refur.“ Þetta sannfærði Eggert um, að hér væri félagi hans á ferð. Hann leiddi því Gogga til húss síns alveg grunlaus. Panda var samt ekki svo viss. „Ég hef aldrei heyrt, að þú værir safn- ari, Goggi,“ sagði hann íbygginn. „Ég hef alltaf ver- ið ákafur safnari,“ svaraði Goggi og bætti við svo varla heyrðist: „ég safna seðlum.“ Eggert var að springa af monti, þegar hann sýndi Panda og Gogga safnið sitt. „En þú átt tvennt af öllu,“ sagði Panda undrandi. „Já, ég er tvöfaldur safnari,“ skýrði Eggert út fyrir honum. „Ég safna ekki dýrum eða sjaldgæfum munum, aðeins tveimur af sömu tegund . . .“ „Hm . . sagði Goggi og var augsýnilega strax farinn að missa áhugann á söfn- uninni. Allt í einu komu þeir að vasa, sem stóð á hillu. „Þetta er Mungó-vasi,“ sagði Eggert. „Ég á aðeins einn, en ég er sannfærður um, að það eru áreiðanlega til tveir. Ég mundi kaupa hinn á hvaða verði sem væri.“ Nú lagði Goggi við hlustirnar. „Hvaða verð sem væri,“ muldraði hann. „Heitasta ósk mín er að eignast tvífara þessa Mungó vasa,“ sagði Eggert safnari. „Já, hann virðist vera hálf einmana innan um þessi pör,“ viðurkenndi Goggi. „Ég hef leitað að tvífara hans um allan heim án ár- angurs,“ sagði Eggert hnugginn. „Jæja, ég verð víst að koma mér. Það hefur verið mér mikil ánægja að rannsaka og skoða safnið þitt, gamli refur.“ Goggi kinkaði kolli til Panda um leið og hann kvaddi Egg- ert með handabandi. Hann bjóst til brottferðar. „Með- al annarra orða,“ kallaði hann um hæl, „hvað viltu gefa fyrir þennan?“ Eggert ljómaði af gleði, þegar hann sá hlutinn, sem Goggi dró fram undan jakkan- um. „Vasann, sem mig hefur alltaf vantað,“ hrópaði hann ofsakátur. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.