Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.02.1964, Blaðsíða 12
 /«& %n ecuxsr • m v« mmm-mvx motvm -.m t* ia ASSTÖM*.- JlSte mía /a<a fc» tö&mfí Wt* r*mm.T. m in 3TiíTT€4«T- mn$. zn ts. %m*tm wta > MðSC»E» / 448 «t ÍC?50t;A 7« Va usœs-'íai jbp ■T3áðUS£ 7&5Í3 MAMöííC/ Tðð Víq wm'iw ivi Á korti þessu má glögglega sjá, hversu miðsvæðis Lúxemborg er í Evrópu. Hringurinn er dreginn í 800 kílómetra fjarlægð frá Lúxemborg. Innan tak- marka hans má segja að nær öll Vestur- og Mið-Evrópa sé. DVERGURINN MILLI RISANNA leik á borði og buðu Good Year að reisa sína verksmiðju á ókeypis landssvæði. Good Year tók vitaskuld boðinu og reisti mikið iðjuver, þar sem heitir Colmar-Berg, næstum því í miðju landinu. Þarna eru nú miklar verksmiðjubyggingar, sem veita fjölda manns atvinnu, og skapa mikil útflutnings- verðmæti. Er ekki ósennilegt, að nágrannaríkin líti nokkrum öfundaraugum til þessa fyrirtækis og forráðamenn þeirra nagi eig í handarbökin fyrir það að hafa iátið sér þetta tækifæri úr greipum ganga. Þótt iðnaðurinn skapi þannig langsamlega mestu útflutn- ingsverðmætin, eins og útgerðin hjá okkur, er landbúnaður- inn Luxemborgurum einnig mjög mikilvægur, eins og okkur. En þar, eins og hér, er hann fyx-st og fremst fyrir heima- markaðinn. Engan heyrðum við samt halda þvi fram í för- inni, að leggja bæri landbúnaðinn niður, og flytja landbúnað- arvörur inn. Sá hugsunarháttur er víst rammíslenzk fram- leiðsla. Nú mun um fimmtugur allra landsmanna í Luxem- borg lifa af landbúnaði og fimmtíu og fimm prósent alls lands- ins er ræktað land. Mjög mikil kartöflurækt er í Ardenna- fjöllunum í norðurhluta landsins, enda eru bæði jarðvegs- og gróðurskilyrði þar mjög góð, og þetta svæði er talið eitt- hvert bezta kartöfluræktarsvæðið í allri Evrópu. Þá er einnig ræktað mikið af hveiti, rúgi, höfrum og fleiri korntegund- um í landinu. Búfjárrækt er mikil í landinu, nautgripir og svín aðallega. Svinakjötið úr Ardenna-hæðunum ku vera víðfrægt, enda hefur svínarækt verið stunduð þar lengi og 12 FÁLKINN þekking kynslóðanna er ávallt þung á metunum, jafnvel á öld kjarnorku og þota. Þekking kynslóðanna, já. Ég hef ekki enn minnzt á þá framleiðslu Luxemborgara, sem þau orð ættu hvað helzt við. Það er vínyrkjan. Mosel-áin rennur á suðausturlandamærum Luxemborgar og í hæðunum við hana vex mikill vínviður. Vínyrkjan þarna er ævafoi’n. Móselvínin voru þekkt þegar á þeim tímum, er Rómverjar hinir fornu voru þarna á ferð- inni. Skáld hafa ort dýrðaróð um hið undurfagra landslag Mósel-dalsins og vín þau, sem þar eru framleidd. Vínfram- leiðslan þarna um aldirnar hefur vitanlega verið með líkum eða sama hætti og annars staðar: Hver bóndi framleiddi sitt vín og seldi. Nú er þetta nokkuð breytt og reistar hafa verið „verksmiðjur“, ef nota má það orð yfir svo göfug framleiðslu- fyrirtæki, á samvinnugrundvelli. sem taka við vínberjum bændanna og framleiða úr þeim vín. Við heimsóttum eitt slíkt fyrirtæki í Wellenstein, og forstöðumenn þar leiddu okkur um það. Hinar gömlu aðferðir hafa verið lagðar á hilluna. Menn kreista ekki lengur safann úr vínberjunum með því að troða á þeim, heldur eru nú notaðar stórvirkar vélar. Menn fylgjast með allri framleiðslunni á vísindalegan hátt, prufur eru teknar og rannsakaðar. Og ekkert fer út úr fyrirtækinu undir fölsku flaggi. Það sem sagt er að sé gott vín er gott vín og hananú. Kjallarar fyrirtækisins eru stórir og miklir og þar niðri standa gríðarstórar vínámur og tankar, sem taka tug þúsundir lítra. En misjafnlega stórir eru tank- arnir og ámurnar. í þeim minnstu eru geymd beztu og dýr-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.