Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 03.02.1964, Blaðsíða 14
Arnhem auðæfin Arnhem-auðæfin eiga sér kynlega sögu .. . Þar kemur við sögu maður sem á engan hátt gat losað sig við milljón punda virði af gimsteinum. Þó tókst honum það að lokum ... en þá hafði kúfurinn verið tekinn af. Meðan stóð á hinni hatrömmu orrustu um Arnhem þegar brezkar fallhlífahersveitir svifu af himnum ofan. og réðust að víghreiðrum nazista i Evrópu, þá var ein SS-sveit sem ekki tók þátt í baráttunni við „rauðu djöflana“ eins og faU- hlífasveitir Breta voru kallaðar. Þeim var meira í mun að eiga við stálið sem umlukti geysi- síóran peningaskáp í iðrum banka nokkurs 1 Arnhem. í hólf- inu voru 30 þúsund karöt af demöntum, allt „lúxus“-vara, sem svo er nefnd til aðgreiningar frá demöntum, sem notaðir eru til iðnaðar. Verðmæti þessara steina var metin á margar milljónir punda. SS-sveitin hafði fengið strengileg fyrirmæli um að ryðja sér leið að bankanum og ná demöntunum hvað sem það kost- aði. Hér var um að ræða ránsfeng frá Hollandi. SS-sveitin hafði heppnina með sér. Þeim tókst að ná auðæfunum á sitt vald og voru þau flutt til Berlín. Hitler varð svo ánægSur að hann verðlaunaði menn sína fyrir afrekið. Og það var engin furða þótt Hitler yrði kátur. Á samri stundu voru 6000 karöt af fengnum send til Sviss til að jafna reikning Þýzkalands þar, en skuldir þeirra voru orðnar gífur- legar á þessu hausti, 1944. Þá voru 13000 karöt afhent Jósef Neckermann, sem var h ittsettur embættismaður í birgðamálaráðuneytinu. Þjóðverj- a • voru orðnir svo klæðlitlir að Neckermann var fyrirskipað að skunda til ítaliu með gimsteinana og kaupa fyrir þá gífur- lcgt magn af vefnaðarvöru. í því skyni að vekja ekki grunsemdir, setti Neekermann járnkassana tvo, sem höfðu gimsteinana að geyma í aftursætið á bifreið sinni og huldi þá gömlum dagblöðum, lagði síðan af stað eins og hann væri að fara í hverja aðra skemmtiferð. Embættismaðurinn hafði ekki reiknað með einni stað- reynd___uppgjöf Þýzkalands. Nú var komið fram á vor 1945 og Bandarnenn þjörmuðu að 14 FÁLKINN nazistum á allar hliðar. Þegar Neckermann var nýlagður af stað til Ítalíu fór allt í upplausn. Veslings maðurinn varð að bjarga sér á eigin spýtur með ógrynni verðmæta í hönd- unum. Hann hugsaði með sér að skynsamlegast yrði að finna auð- æfunum góðan felustað og stefndi í áttina til Bæjaralands. En er hann kom þangað fékk hann fyrirmæli um að snúa aftur til Berlínar. Varla var hann kominn til Berlínar þegar hann fékk skipun um að snúa aftur til Bæjaralands. Þessi skipulagslausa þeysi- reið um landið þvert og endilangt hélt áfram dögum saman. í þetta skipti varð Neckermann að yfirgefa bílinn, sem orðinn var benzínlaus og ganga til næsta þorps. Þegar hann kom aftur, virtust auðæfin óhreyfð í bílnum. Allt var á ringul- reið umhverfis manninn og auðæfin urðu honum óbærileg byrði. Embættismaðurinn fylltist ofsahræðslu. Síðasta dag stríðsins kom Neckermann til Bæjaralands en þar var allt í kalda koli og allir bankar lokaðir. í örvilnun sinni gróf hann fjársjóðinn niður í kartöflugarð. Neckermann hugði að þar mundi fjársjóðnum óhætt unz skipan kæmist á aftur í landinu. En þar skjátlaðist honum, Því Bandamenn slógu eign sinni á kartöflugarðinn til bráða- birgða. Vesalings Neckermann varð að laumast að nætur- þeli og grafa fjársjóðinn upp aftur Og enn var hin þunga byrði lögð á hans veiku herðar. Loks þóttist Neckermann hafa fundið öruggan felustað. Hann festi kassana við vír og sökkti þeim í vatn eitt þar í grennd. Nú liðu mánuðir og smám saman komst regla á hlutina i Þýzkalandi. Loks þótti Neckermann tími til kominn að til- kynna leyndai'mál sitt fjármálaráðherra Bæjaralands. Af ein- hverjum ástæðum, sem ekki eru kunnar var Neckermann þá skipað að láta fjársjóðinn eiga sig og segja engum frá felu- staðnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.