Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 03.02.1964, Blaðsíða 32
RITHANDAR LESTUR Þessi skrift ber með sér, að þér séuð frekar hæglynd, en eigið samt til með að vera nokkuð slæm á taugum. Þér virðist vera nokkuð skapmikil og ákveðin. Mér virðist þér hafa nokkuð miklar áhyggjur um þessar mundir, sem ekki er gott að greiða úr. Þér virðist nokkuð trúuð kona og hafið ánægju af léttri tónlist. Mér virðist þér hafa alist upp eins og á tanga. Á hægri hönd er maður kemur beint að tanganum, gæti maður séð vík eða bogadregna strandlengju og með henni eins og hús á stangli. Ef maður færi með strandlengjunni, sæi maður eins og þröngan dal á vinstri hönd, sem er girtur fjallgörðum á tvo vegu. Þér virðist hafa átt heima vinstra megin við gilið, eða nær sjávarsíðunni. Þér virðist umgangast mikið um þessar mundir dökk- hærðan ungan pilt og skolhærða yngri stúlku. Eins og ég sagði áðan, þá virðast hvíla yfir yður áhyggj- ur sem erfitt væri að ráða bót á, en ég held yður væri betra að standa á móti þeim heldur en snúa við þeim baki. Þannig færi allt betur en á horfist. Það gæti orðið bústaðaskipti hjá yður á næstunni en ég kæti trúað að það yrði allt í lagi. Ég gæti trúað að þér lentuð í smá orðaskiptum við konu á líku reki og þér, bráðlega. Það virðist hafa smá eftirköst en ekkert til að óttast. Þér virðist dálítið slæm í höfði og fáið stundum aðkenn- ingu af svima. Nokkuð slæm í baki og eins og færist yfir yður máttleysi eða eins og viljaþrekið vilji bresta, en ég vona að það lagist bráðlega. Svo vona ég að þetta verði yður að einhverju liði. Kær kveðja. Ó.S. HVAÐ GERiST I NÆSTU VIKU ? Hrútsmerkiö (21. marz—20. avríl). Þér ættuð að fara gætilega í fjármálunum um þessar mundir og ekki að hleypa yður í þær skuld- bindingar, sem þér ráðið ekki við. Leggið áherzlu á umgengni við vini og heimilisfólk. Nautsmerkiö (21. avríl—21. maí). Ef þér hafið verið að bíða eftir rómantikinni þá munuö þér verða áþreyfanlega var við hana í þessari viku. Þér skuluð samt fara rólega 1 sakirnar og ekki ana í neina vitleysu. Tvíburamerkiö (22. mai—21. iúní). Þér eruð um þessar mundir of mikið á báðum áttum og þér ættuð að reyna að taka einhverja ákvörðun í málinu. Og þó þér gerið einhverja vitleysu skuluð þér ekki láta hugfallast heldur byria á nyjan ieik. Krabamerkiö (22. iúní—22. júlV. Þér virðist bera einhvern ótta í brjósti þessa dagana en sá ótti er alveg ástæðulaus. Þér skuluð reyna að rifa yður upp úr þessu þunglyndiskasti og horfa biörtum augum á framtíðina. Það skaðar aldrei. LjónsmerkiÖ (23. iúlí—23. áaúst). Það eru einhverjir erfiðleikar heima fvrir um þessar mundir og þér ættuð að leggja aílt kapp á að leysa þá og það auðvitað á sem heppileg- astan hátt. Farið gætilega í fiármálunum. Jómfrúarmerkiö (2U. áaúst—23. sevt.). Þér afkastið ekki nógu miklu um þessar mund- ir. Verið ekki að tvínóna við hlutina heldur reynið að koma þeim í verk. Um þessar mundir eru heppilegar afstöður á vinnustað og bær ættuð þér að notfæra vður. Voaarskálamerkiö (2í. sevt.—23. okt.). Þér ættuð að reyna að gera yður einhvern daga- mun um þessar mundir og vita hvort það mundi ekki bæta skapið. Leiti gamall vinur yðar eftir hjálp i þessari viku þá gerið fyrir hann það sem þér getið. Svorödrekamerkiö (2i. okt.—22. nóv.). Þér ættuð að sinna áhugamálunum meira en þér hafið gert hingað til. Nú eru mjög heppilegar afstöður til þessara hluta og það ættuð þér að notfæra yður. Dveljið ekki mikið að heiman um þessar mundir. Boaamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.). Það er til gott ráð, sem hljóðar eitthvað á þá leið að hugsa fyrst og framkvæma síðan. Þetta ættuð þér að hafa hugfast í þessari viku einkan- lega ef um stórmál er að ræða. Steinaeitarmerkiö (22. des.—20. ianúar). Þessi vika gæti komið yður á óvart með ýmsum hætti og þér ættuð að reyna að notfæra yður þá möguleika sem hún býður upp á. Persóna, sem þér hafið ekki veitt mikla athygli til þessa mun koma vður nokkuð á óvart. Vátnsberamerkiö (21. ianúar—18. febrúar). Þér ættuð að fara í smáferðalag um helgina ef þess er kostur. Farið í smáferðalag út í sveit og vitið hvort það verður vður ekki til góðs. Far- ið gætilega í fiármálunum. Fislcamerkiö (19. febrúar—20 marz). Þér eruð mjög spenntur um þessar mundir varðandi samband yðar við eina ákveðna persónu. Ef þér eruð nógu dugandi þá náið þér árangri annars ekki. Sýnið nú hvað í yður býr og verið duglegir. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.