Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 4
Aðfcrd til að láta eiginkonuna liIVða Við höfum séð margt til John Wayne um dagana og hann hefur sýnt okkur að hann kann sitt af hverju og er fær í flestan sjó. Þó minnumst við þess ekki að hafa séð hann leggja hendur á konu (í þessum skilningi sem myndirn- ar sýna) en hér sjáum við hann að verki í einu atriðanna í einni af nýrri myndum hans. Hann er hér að sýna Pat hvernig eigi að meðhöndla konur svo þær verði viðráðanlegar. Og það er enginn önnur en Maureen O’Hara sem fer með hlutverk konunnar og í mynd- inni er hún móðir Pat og eigin- kona Wayne. James Stewart les Henry Miller Við vitum tiltölulega lítið um myndina Take Her, She’s Mine en höf- um þó á tilfinningunni að þetta muni vera nokkuð skemmtileg mynd. í einu atriðinu er Sandra Dee (sem fer með eitt aðal- hlutverkið) klædd eins og Cleopatra, eða réttar sagt eins og Liz var klædd þegar hún lék hana. James Stewart leikur annað veigamikið atriði í myndinni, föður Söndru og reynir að berskilja ungdóminn í dag. Til þess þarf hann meðal annars að lesa uppáhaldshöfunda þeirra og einn af þeim ku vera Henry nokkur Miller. Hér á myndinni, sem fylgir er Stewart að lesa bók þessa merka höf- undar Humphrey Bogart Hann var tæddur á jóladag árið 1899. Hann barðist í fyrri heimsstyrjöldinni og upp úr 1920 gerðist hann leikari og lék í mörg ár á Broadway í fjöl- mörgum leikritum. Um 1930 fór hann að leika í kvikmynd- um og þegar hann dó hinn 14. janúar 1957 hafði hann leikið i á milli fjörutíu og fimmtíu kvikmyndum. Hann var dáður kvikmyndaleikari um allan heim og árið 1952 var hann sæmdur þeim verðlaunum sem svo margir sækja eftir — Oskars-verðlaununum. Þannig er ævisaga Humphrey Bogart í fáum oi’ðum. Við getum talað um stjörnu- hröp í tvennri merkingu. Þessi venjulegu, sem við sjáum oft á síðkvöldum og hin á himni kvikmyndanna. Þau síðar- nefndu eru miklu algengari. Sá sem í dag er tilbeðinn af þúsundum og jafnvel milljón- um um allan heim getur verið gleymdur á morgun. Þannig má ef til vill segja að sumir þekkt- ir kvikmyndaleikarar hafi dáið tvisvar. Einu sinni var maður sem hét Clark Gable og hann var stundum kallaður konungur Hollywood. Það er mun styttra síðan hann féll frá en Bogart en samt er sagt að hann sé að mestu gleymdur nema hjá ein- stökum af eldri kynslóðinni — hinir yngri hafa ekki hugmynd um hann. Þessu er á annan veg farið með Bogart, í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, er hann mjög vinsæll um þessar mundir hjá yngri kynslóðinni. Myndir Bog- art eru nú sýndar að nýju um gervöll Bandaríkin og njóta mikilla vinsælda meðal ung- dómsins. Og það eru stofnaðir Humphrey klúbbar þar sem ungir aðdáendur þessa látna kvikmyndaleikara hittast og ræðast við — og það þarf víst vart að geta sér til um aðal- umræðuefnið. Það sem við sjá- um í Bogart er fyrst og fremst hinn sanni maður, segja hinir ungu, maður sem við virðum, maður sem við lítum upp til og maður sem við viljum líkj- ast. Og þess verður ef til vill ekki langt að bíða að kvik- myndahús hér í Reykjavík dragi fram í dagsljósið gamlar myndir Bogarts og gefi mönn- um einu sinni enn kost á að sjá þennan mikilhæfa leikara. 4 FALXINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.