Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 30
HiTLA SAGAIM EFTIR WILLV BREIIMHOLST Arthúr Finkelfuss, prófessor í rökréttri hugsun, leið bölvan- lega, ef hann komst ekki í heitt bað á hverjum einasta morgni. Þennan ógleymanlega morgun, sem við heyrum nú um, lá hann einmitt í baðkerinu sínu niður- sokkinr, i heilmikinn doðrant, kennslubók i samræmdri stærð- fræðilegri rökfræði, þegar vatnsrör sprakk allt í einu og gusan reif bókina úr höndum hans. Prófe.ssorinn rauk upp úr baðkarinu aí slíkum flýti, en ótrúiegt mí telja af manni á hans aldri, snaraðist í slopp og ætiaði að þjóta út úr baðher- berginu . . . þegar hann sér til mikí'.lar skelfingar uppgötvaði að hann gat ekki opnað dyrn- ar ... þær voru læstar! Hann barði hart á hurðina með krepptum hnefum og hróp- aði örvæntingarfullur á frúna og um leið og hann bölvaði þeirri hugsunarlausu mann- eskju, sem hafði læst dyrunum utanfrá, í sand og ösku. Svitinn perlaði á enni hans. Allt í einu mundi hann, að frúin- hans var í lagningu. Hann var aleinn í þessu stóra og af- skekkta húsi. Og vatnið hækkaði og hækk- aði. Augnablik var skelfingin að ná yfirtökum á honum, en þá tók hann sig á og sagði við sjálfan sig, að nú yrði hann að hugsa rökrétt. Þá myndi hann finna einhver ráð. ind UJ j£ c/5 tökum á prófessornum. Hann tók atrennu gegnum vatnselg- inn og fleygði sér á hurðina í örvæntingarfullri tilraun til að brjóta hana upp. Hann setti herðarnar í hana, hann spark- aði i hana, hann lamdi hana með krepptum hnefum, en nei, hún opnaðist samt ekki. Og vatnið hækkaði. Nú náði það honum upp í háls. Eftir tíu mínútur myndi það ná upp í loft, og hann .. . HJÁLP! æpti hann. Svo klifraði hann upp í vask- inn og nú náði vatnið ekki eins hátt á honum. En það hækkaði hvernig sem hann bað. Það var engin von. Hann var búinn að vera. Brátt náði vatnið honum aftur upp í háls. Skelfingin skein út úr hverj- um andlitsdrætti hans. Vatnið hækkaði og hækkaði. Nú náði það honum upp í höku. Hann stóð á tánum. Það hjálpaði örlítið, en aðeins stutta stund. Svo náði það honum aftur í höku. Hann teygði úr hálsinum. Það hjálpaði örlítið, en aðeins stutta stund. Svo náði vatnið í varir honum. HJÁLP! öskraði hann. Og um leið fylltist munnur hans af vatrii. Hann hallaði höfðinu aftur, svo nefið stæði hækkáði og hélt áfram að _ hækka, unz það fór að streymá ' út um loftræstingartúðuna. Þá kom prófessorsfrúin heim til allrar hamingju. Arthúr Finkelfuss, prófessor I rökréttri hugsun, komst til meðvitundar að nýju á sjúkra- húsinu. Konan hans sat hjá honum og hélt í hendi hans. — Læstir þú dyrunum? spurði hann veikri röddu. Konan hans hristi höfuðið. — Þær voru alls ekki iæstar, elsku Arthúr, og þar að auki veiztu vel að þær opnast INN. Brátt náði vatnið honum upp i hné. Tappinn. Hann varð að taka tappann úr baðkerinu Og hann gerði það strax. En sjaldan er ein báran stök. Niðurfallið var stíflað. Það hafði lengi verið eitthvað að því. Nú rann ekki svo mikið sem einn einasti dropi niður um það. Vatnið hækkaði og hækkaði. — Bara rólegur, Arthúr, tautaði prófessorinn, notaðu nú heilann. Hugsaðu rökrétt. Klósettið. Hann gæti skolað stanzlaust niður um klósettið, með því að toga í snúruna. Hann togaði og togaði, en vatn- ið hélt áfram að hækka. — Það er bersýnilegt, tautaði hann, að ég verð að skrúfa fyr- ir aðrennslið í kassann. Hann lokaði fyrir það og hélt svo áfram að hleypa niður, þangað til snúran slitnaði. Hann fleygði stubbnum frá sér og horfði uppgefinn í kringum sig í baðherberginu. Það var enginn gluggi, engin rúða, sem hann gæti brotið, aðeins loft- ræstingartúða í loftinu, og hún var alltof lítil til þess að hann gæti bjargazt gegnum hana. Vatnið hækkaði og hækkaði. Nú var það komið upp að skráargatinu. Skelfingin náði 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.