Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 19
vesturs. Nú rofar svo til, að menn á stjórnpalli sjá Malar- rifsvita í aust-suð-austri í 3—4 mílna fjarlægð. í vélarrúmi er Bjarni Nikulásson á vakt. Kynd- arinn með honum á vökunni er knár náungi. Gufuþrýsting- urinn er í hámarki og vélin gengur með sínum jafna gangi 112 snúninga á mínútu. Nú er klukkan langt gengin í fjögur og á stjórnpalli er stefn- an sett í hánorður. Allt bendir til þess að með vestlægum stefnubreytingum sé skipið nægjanlega djúpt af Snæfells- nesi. En allt í einu hristist skipið stafna á milli. Mennirnir á vaktinni hrata til og þeir sem sofandi eru vakna við vondan draum: Skipið hefir rekizt harkalega á. Það er hringt á fulla ferð afturá og eftir andar- tak nötrar skipið undan átök- um skrúfunnar, en aðeins augna- blik: Skrúfunni slær niður í grjótið er skipið hnígur í öldu- dal og skrúfublöðin kurlast. Vélin tekur viðbragð og Bjarni vélstjóri flýtir sér að minnka innstreymi gufunnar. Honum verður litið aftur í og sér að sjór er kominn í skipið við stefnisrörið og hækkar ört. Kyndarinn á vaktinni kemur aftur ganginn meðfram katlin- um og segir að sjór sé kominn í kolaboxin og renni aftur á fýrplássið. Þeir setja dælur í gang og freista þess að halda sjónum frá vélunum, en sjór- inn hækkar stöðugt og innan skamms verða þeir að yfirgefa vélarrúmið og leita upp. Á bátaþilfari eru menn önn- um kafnir við að losa lífbátana og að koma þeim fyrir borð. Það er öskubylur svo ekki sér út úr augunum, en þeir álíta sig undan Svörtuloftum. Loftskeytamaðurinn hefir þegar sent út neyðarskeyti, en alit í einu leggst skipið á stjórnborðshlið og sjór kemur í stýrishús og loftskeytaklefa. Frammí er þegar allt orðið fullt af sjó og ekki fyrirsjáanlegt annað en að skipið sökkvi þá og þegar, þar sem það kastast til utan í skerinu. Nokkru fyrir vestan eru tveir brezkir togarar þeir Kings Grey og Lord Fischer, báðir frá Hell- eyers-útgerðinni. Bæði skipin heyra neyðarkallið og eftir að hafa ráðgast um stað og stefn- ur, hraða þau sér bæði að Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Þegar þangað kemur er orðið bjart, en engin merki strands- ins sjást þar. Skipstjórarnir verða ásáttir um að leita með- fram landi sinn til hvorrar átt- ar. „Gullfoss“ Eimskipafélags íslands var þessa nótt staddur í Stykkishólmi. Um leið og fréttin um strand togarans Ásu barst þangað, voru landsfestar leystar og siglt til strandstaðar- ins. Er hér var komið sögu, höfðu skipverjar á Ásu fyrir nokkru komið báðum lífbátunum fyrir borð, þrátt fyrir náttmyrkur og blindbyl. Menn fóru í bátana en bundu þá í framenda skipsins, sem reis hátt úr sjó, þótt aftur hluti þess væri í kafi. Veðurhæðin hélzt enn hin sama og ekki sá til lands. Mönnunum var ljóst, að ekki þýddi að reyna landtöku. Nokkru eftir að allir voru komnir í bátana og klukkan var um sex, slitnaði fangalína sem hélt bátunum við skipið og um leið hreif rokið þá og bar óðfluga til hafs. Mennirnir settust undir árar og réru upp í storminn, í áttina til lands. Brátt fór að birta, en bylurinn hélzt ennþá og landkenning var engin. Flestir voru vel búnir, en nokkrir, þar á meðal loftskeytamaðurinn, svo og þeir sem voru á vakt í vélarrúmi, höfðu ekki haft ráð- rúm til þess að ná sér í skjól- föt og þeim kólnaði fljótt. Eitt var öllum ljóst: Að hvernig sem þeir réru mundi bátana reka til hafs, kæmi ekki hjálp annarsstaðar frá. Eftir því sem bátarnir fjarlægðust land jókst aldan. Áfram var róið og bát- unum haldið upp í veðrið, en eftir nokkra stund urðu þeir viðskila er annan hrakti hraðar undan veðrinu. Þessa nótt var norskt fisk- tökuskip á leið frá Norðurlands- höfnum áleiðis til Faxaflóa- hafna. Þetta skip hafði verið hér í förum í nokkur ár og hét La France. Skipsmenn höfðu heyrt neyðarskeyti hins strand- aða togara og skipið sigldi nú með hægri ferð suður fyrir Snæ- fellsnes. Rétt fyrir hádegi sáu skips- menn á La France lífbát þétt- setinn mönnum, sem það bjarg- aði um borð. Hér var kominn annar lífbáturinn af Ásu. Skips- menn færðu hina sjóhröktu menn í þurr föt og veittu þeim aðhlynningu. Eins og fyrr segir, hafði hinn lífbátinn hrakið lengra til hafs. Þýzkur togari, sem einnig hafði heyrt neyðarskeytin og komið á vettvang bjargaði mönnunum af þeim báti. Skipin tvö, La France og þýzki togarinn, höfðu nú samband sín á milli og varð að ráði að mennirnir yrðu flutt- ir yfir í norska skipið. Samtímis tilkynntu skipin um björgun mannanna, bæði loftskeytastöð- inni í Reykjavík og öðrum skip- um sem annaðhvort voru að leita eða á leið á strandstaðinn. En La France hélt nú sem leið lá til Hafnarf jarðar. Þegar stytti upp þennan dag, kom í ljós, að togarinn Ása, hafði ekki strand- að undan Svörtuloftum eins og skipsmenn höfðu ályktað, held- ur á Víkurflúðum undan Mal- arrifi. Þegar farið var að huga að togaranum nokkrum klukku- tímum síðar var hann sokkinn. Seint um kvöldið kom La France til Hafnarfjarðar. Skips- höfnin af Ásu var þá farin að ná sér eftir volkið og leið eftir atvikum vel. Sjóréttur vegna strandsins var haldinn í Reykjavík á Þor- láksmessu. Réttin skipuðu Jó- hannes Jóhannesson, bæjarfó- geti, Geir Sigurðsson skipstjóri og Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri. Fyrir réttinn komu þessir menn af Ásu: Skipstjóri, 1. stýrimaður, 1. vélstjóri, og hásetarnir Hannes Pálsson og Símon Símonarson. Ekkert nýtt kom fram í réttinum, en helst hallast að því, að áttavita- skekkju væri um að kenna. Eins og minnst er á fyrr í þessari grein, var Duus-félagið að láta byggja nýtt skip í Bret- landi þegar þetta skeði. Það varð að ráði, að þar sem engin ,,Ása“ væri nú til, væri rétt að láta nýja skipið heita þessu nafni. Hin nýja Ása kom til íslands í marz 1926. Skipið var mjög Framhald á bls. 28. Togarinn „Ása“ hét áður „Vínland“ og var eign annars útgerðar- fyrirtækis. Þessi mynd er tekin skömmu fyrir eig- endaskiptin. Ljósm:. Guðbjartur Ásgeirsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.