Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 31

Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 31
Sjö hlutverk Framhald af bls. 17. á að koma með sér utan og leggja stund á leiklistarnám við skóla Konunglega leikhúss- ins. Sagði að honum mundu allir vegir færir ef hann stæðist þá raun. En það var annað en hlaupið að því fyrir nýkvæntan bankastarfsmann með tvö ung börn að gefa upp fasta stöðu, kría sér út stór lán, selja allt sitt og leggja gæfu konu sinnar og barna að veði fyrir jafn óvissri framtíð og þá var fólgin í ungum íslenzkum leikara. Brynjólfur átti í miklu hugar- stríði við sjálfan sig vegna til- boðs Poulsens og ekki skorti hvatningu og uppörvunarorð leikarans danska. En þrátt fyr- ir ítrekuð og endurtekin til- mæli kaus Brynjólfur að halda sínu skeiði. Hins vegar reynd- ist Poulsen Brynjólfi ómetan- legur leiðbeinandi þann tíma sem hann dvaldi hér og nærri má geta að það hefur verið akkur í því fyrir óreynda ís- lenzka leikara en vinna í svo nánu samstarfi við jafn ger- hugulan og snjallan leikhús- mann sem Poulsen. Hann kom hingað oftar, til dæmist færði hann upp ,,Jedermann“ eftir Hugo von Hofmannsthal árið 1927 og lék þá sjálfur Jeder- mann en Brynjólfur stallbróður Jedermanns og er enn í minni þegar karlinn hélt utan um hann á sviðinu og flutti langar tölur og frussaði framan í hann þessi býsn á meðan. Kæri Astró. Ég hef mikir.n hug á að vita hvað stjörnurnar segja um framtíð mína. Ég er enn í skóla og hef engin sérstök áform um framtíðina. Gjörið svo vel að sleppa fæðingardag, stund, stað, ári og mánuði. Með fyrirfarm þökk. Þórunn. Svar til Þórunnar. Úranus rísandi veldur frum- leika í hugsun og verki og styrkir sjálfstæðiskennd manns. Hann bendir til skyndilegra breytinga og truflana og ým- isjegs í sambandi við það gæti valdið óþægindum. Þrátt fyrir að hann bendi til viðburðaríks lífernis og óvenjulegs, þá getur sumt orðið til talsverðra leið- inda. Saturn í öðru húsi Veldur ýmsum töfrum í sambandi við tekjuöflun og fjármálin. Þú munt oft hafa áhyggjur vfir greiðsluskyldum. Mikil vinna er nauðsynleg til öflunar peninga. Annað skemmtilegt atriði kom fyrir meðan á sýningum Jedermanns stóð sem geymdist aðstandendum sýningarinnar í minni. Fyrir eina sýninguna vildi svo illa til að einn af leikurunum veiktist hastarlega og gat því ekki mætt. Varð því í snatri að finna mann í hans stað og var leitað til Haraldar Á. Sigurðsson, eins bezta gamanleikara félagsins og hann beðinn að hlaupa í skarðið. Vai’ð hann fúslega við þeim til- mælum og kom á sýninguna en vitaskuld óæfður með öllu. Eitt atriði leiksins var mikilfeng- legt borðhald þar sem allir tóku þátt í. Átti þar að ríkja mikil sorg. En Haraldi er svo farið að hann kemur öllum í gott skap með nærveru sinni einni og svo fór í þetta sinn. Veizlugestir gátu ekki að sér gert að brosa þegar Haraldur settist grafalvarlegur að borð- um og smám saman fór hlátur- inn að grípa um sig. Leikararn- ir vildu þó forðast leikspjöll í lengstu lög og grúfðu sig niður til að leyna hlátrinum, aðrir lögðust fram á veizluborðið og huldu andlitið en hristust af hlátri. Þó Haraldur vissi ekki gerla um efni leiksins, var hann þó ekki í nokkrum vafa um að hér væri um sorgarleik að ræða og hélt því að allir væru að gráta. Fór hann því sjálfur að ókyrrast og hrista sig eins og hinir, setti að honum sáran grát og þá keyrði fyrst um þverbak. Leikararnir gátu ekki lengur á sér setið. Nú fór Poulsen ekki að verða um sel Þér er nauðsynlegt að þroska með þér fyrirhyggju og hag- sýni í meðferð fjármuna. Plútó í fjórða húsi getur bent til óvenjulegra fjölskyldu- aðstæðna. Plútó bendir oft til þess að maður hafi verið mun- aðarlaus á bernsku og'æskuár- unum eða að fjölskyldan leys- ist upp einhverra hluta vegna. Eftir því sem líður á lífið mun mikið verða komið undir per- sónulegu framtaki og hvernig útkoman af giftingunni verður. Hægt er að stofnsetja heimili en ávallt er sú hætta yfirvof- andi, að það leysist upp sakir andstæðra kringurnstæðna. Júpiter í fimmta húsi bendir til þess að þú eigir auðvelt með að stofna til heppilegra ásta- sambanda. Þú mundir ná bezt- um árangri, ef þú værir með- limur í íþrótta- eða trúaTfélagi. Júpiter hér bendir til þess, afj þú verðir lánsöm með börn þín. Önnur pláneta er einnig í fimmta húsi, er heitir Neptún, í hlutverki Jedermanrs, þetta var einmitt í einu alvarlegasta atriði leiksins. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar leikararnir kútveltust allir um af hlátri. Hann brosti þó eftir á þegar hann fékk að vita skýr- inguna og hafði við orð að kómíkerar gætu verið hættu- legir í drama. En það er af á- horfendum að segja að það datt ekki af þeim né draup meðan þessu fór fram, þeir horfðu á hátíðlegir í bragði og héldu sýnilega að þetta ætti að vera svona! Þess má geta til marks um stórhug Leikfélagsins á þessum árum að það ræðst í að færa á svið Þrettándakvöld eftir Shakespeare og var þetta í fyrsta sinn sem leikrit eftir Shakespeare var flutt á Islandi Frumsýningin fór fram í apríl 1926. í þessu leikriti kom fram ungur og óreyndur leikari, sem nú ber einna hæst af íslenzk- um leikurum eldri kynslóðar- innar. Það var Valur Gíslason. Og það er nánast undarleg til- viljun sem varð til þess að hann komst á leiksviðið. Svo var mál með vexti að Soffía Guðlaugs- dóttir lék hlutverk Víólu en í leiknum er bróðir hennar, sem verður að vera nauðalikur henni, því í leiknum er tekið feil á þeim. Nú var leitað með logandi Ijósi að einhverjum leikara sem uppfyllti þessi skil- yrði en árangurslaust. Leik- stjóri og frumkvöðull sýningar- innar var Indriði Wáge sem þá vann í fslandsbanka ásamt Brynjólfi. Þeir Brynjólfur unnu en hann bendir til þess að þú ættir að forðast að mynda á- starsamband, þar sem allt er ekki á því hreina, því slíkt verð- ur þér ekki til láns. Þér hættir nokkuð til að láta blekkjast í ástamálum og einnig að blekkja aðra vísvitandi eða óvitandi. Merkúr í tíunda húsi bendir til þess, að þú gætir auðveld- lega stundað einhvers konar skrifstofustörf. Einnig mundi þér fara vel úr hendi blaða- mennska, ritstörf, verzlunar- störf og flest þar að lútandi. Þú hafðir Sólina í tíunda húsi á fæðingarstundinni, en það bendir til þess að þú búir yfir hæfiléikum til að skipa á- byrgðastöðu og að þú eigir auð- velt með að skipuleggja. Þú munt hljóta ríkulega umbun fyrir þá vinnu, sem þú leggur að mörkum. Fólk í valdaað- stöðu mun yfirleitt hafa heppi- leg áhrif á gang máianna hjá þér. Venus í ellefta húsi bendir saman við hápúlt sem þá tíðk- uðust á skrifstofum. Einn dag- inn sem Indriði grúfir sig yfir talnadálka sína hnippir Brynj- ólfur í hann og bendir fram i salinn þar sem ungur maður stóð við annað hápúlt og skrif- aði af kappi. „Sjáðu prófílinn! Þetta gæti verið bróðir hennar Soffíu." Indriði var efins nokltra stund en lét loks sannfærast þegar þeir höfðu komið sér saman um að manninn þyrfti maskera á réttan hátt svo lik- ingin verði betri. Og er ekki að orðlengja það að ungi mað- urinn, Valur nokkur Gíslason var ráðinn í hlutverkið. Hann fékk harða dóma í fyrstu en gafst ekki upp vio svo búið, hélt áfram á leiklistarbraut- inni og vann á einu ári bug á þeim annmarka sem helst háði honum, flámælgi, qg þótti það afrek undrum sæta. Og nú er hann silfurlampahafi. Margt skemmtilegt kom fyrir á löngum starfsferli Brynjólfs og ýmsu hefur hann sagt frá. Árið 1931 var farið í leik- för um nærsveitir Reykjavik- ur með skopleikinn „Húrra krakka“, meðal annars var leik- urinn sýndur í Keflavík. í leik- húsinu sem þá var stóð gríðar- stór og mikill kolaofn, flatur að ofan, í enda salarins. Með því að húsfyllir var, sá einn dáindismaður sér leik á borði og settist ofan á ofninn. Undir- tektir leikhúsgesta voru með eindæmum góðar og óspart hlegið en þá bregður svo við Framh. á bls. 35. til þess, að þú sért yfirleitt láns*- söm með vini þína og kunn- ingja. Margar vonir þínar og óskir m.mu íætast fyrir til- verknað þeirra. Máninn í tólfta húsi bendir oft til duldra sorga og von- brigða. Geisli sjötta húss fellur í merki Bogamannsins, en það er merki þeirra, sem fæddir eru á tímabilinu frá 23. nóv. til 21. ries. Það er mjög algengt að makinn sé fæddur undir því sólmerki, sem geisli sjöunda húss fellur i. Þeir, sem bezt ættu við sóimerki þitt eru þeir, sem fæddir eru á timabilinu frá 22. maí til 21. júní, sem er merki Tvíburanna eða á tíma- bilinu frá 24. sent til 23. okt. FÁLK.INN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.