Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 22

Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 22
hlustaði ekki á hann. Ég varð að beita sjálfa mig afli svo að ég kæmi ekki upp um raun- verulega skoðun mína á þessu. Svipaðar blóðfórnir áttu sér ætíð stað í íran, þegar við fór- um um landið, en ég gat aldrei vanizt þeim. Mér hafði alla tíð þótt vænt um öll dýr og gat ekki sætt mig við þessa andstyggilegu meðferð, sem þeim var sýnd. Shimram var i um það bil níu mílna fjarlægð frá Teheran, og frægt fyrir heilnæmt lofts- lag. Mjög margir Teheranbúar, sem ráð höfðu á, áttu sumar- hús þarna. Gamli keisarinn hafði byggt kastala í Shimram sem hann nefndi „Sadabad“ eða „Bústaður hamingjunnar“. Á hverju ári dvöldust meðlim- ir Pahlevi ættarinnar þarna, þegar hitar voru miklir. Húsið okkar var upp á nokk- urri hæð við rætur Elbruz fjalla og við höfðum fagurt út- sýni yfir geysistóran skemmti- garð rneð hinum fjölskrúðug- ustu trjáa og blómategundum. Inn á milli trjánna voru hús hræðra og systra keisarans. Og einnig hér snæddu þau kvöld- verð hjá okkur nær daglega. Og þetta sumar fengum við hér um bil engar aðrar heim- sóknir, því að Mossadeq hafði sett eftirfarandi tilskipun: „Engar móttökur, enginn dans, engar skemmtanir.“ Hvað sjálfa mig snerti skipti þetta engu máli. Þvert á móti; það veitti mér tækifæri til að kynnast loksins keisaranum al- mennilega og ættingjum hans, og uppgötva hið raunverulega eðli þeirra. Við fórum í útreið- ar á hverjum degi, við iðkuð- um sund og lékum handbolta, og ég fylgdist með Mohammed Reza er hann breyttist smám saman i allt annan mann. Ef hann hefði ekki verið borinn til að erfa Páfuglskrúnuna hefði hann vissulega orðið af- burða íþróttamaður og unnið sigra á Olympíuleikvöngum. Satt að segja var keisarinn fæddur íþróttamaður. Hann var jafn vígur á allt, og meira að segja þegar hann fór að iðka nýja íþróttagrein — við lærð- um til dæmis bæði á vatna- skíðum og ekki leið á löngu, unz hann hafði náð þar frábær- um árangri. Eins og allir vita eru menn hálfvegis dæmdir úr leik í ýmsum greinum eftir að tuttugu og fimm ára aldri er náð, eða að minnsta kosti álitið að eftir það fari geta mannsins minnkandi. En aldurinn virtist aldrei valda keisaranum óþæg- indum, hvað þetta snerti. Hann hafði til að bera þá 22 kosti, sem hverjum góðum íþróttamanni eru nauðsynlegir. Þau ár, sem við lifðum í hjóna- bandi get ég varla sagt að hann hafi snert áfengi. Kannski má með nokkru kalla hann mein- lætismann. Einhverju sinni ráð- lögðu læknar hans honum að reykja ekki fleiri en tíu síga- rettur daglega. Upp frá því reykti hann á ákveðnum tím- um og gætti þess alltaf að líta á armbandsúr sitt áður en hann kveikti sér í sígarettu. En mest hreif þó hugrekki hans mig. Alla ævi hefur hann sýnt mikla hreysti. Sem flug- maður hafði hann yndi af að gera hinar furðulegustu kúnst- ir i loftinu og hann hló dátt að fólki, sem varð hrætt. En hann var jafnframt mjög menntaður maður og fágaður. Hann var framúrskarandi vel lesinn og lagði sig eftir að fylgj- ast með því, sem efst var á baugi á hverjum tíma í heim- inum. Á hverjum degi las hann ensk og amerísk dagblöð og þegar hann veitti erlendum fréttamönnum viðtöl urðu þeir oft mjög undrandi yfir því, hversu víðtæk og traust þekk- ing hans var á öðrum löndum. A ðaláhugamál hans var akuryrkja. Hefði hann verið óbreyttur Persi hefði hann — auk þess að vera íþróttamaður — áreiðanlega kjörið sér bú- skap að ævistarfi. Þessi til- hneiging var hin ríkasta í fari hans. Annað var að miklu eða nokkru leyti árangur af mennt- un hans. Þegar við riðum um Sadabad talaði hann oft um bernsku sina. Hann hefur vafalaust oft verið óhamingjusamur, því að faðir hans kúskaði hann frá fyrstu bernsku. „Reza keisari var mjög sterk- ur persónuleiki," sagði hann, „og við óttuðumst hann öll. Hann þurfti ekki annað en hvessa á okkur augun, svo að við urðum miður okkar af ótta og virðingu. Aldrei þorðum við að láta í ljósi skoðanir okkar, ef þær voru öðruvísi en skoð- anir hans. í raun og veru var okkur aðeins heimilt að tala, ef við vorum spurð.“ Samkvæmt skipunum föður- ins var Mohammed Reza settur á herskóla, þar sem agi var sér- staklega strangur, og ekki hvað sízt gagnvart honum. Síðar var hann sendur á Rosay skólann í Sviss og fengu kennarar hans þá fyrirmæli um að vera siða- Framhald í næsta blaði. STJÖRIMIJBÍÓ SYIM IR EICHMANBí Or. ÞHIÐ.JA RÍKIÐ Nafn mannsins er vel þekkt og vonandi koma þeir tímar aldrei að það falli í gleymsku. Það minnir á einhverjar þær mestu hörmungar, sem yfir þessa jörð hafa komið og maðurinn er táknrænt dæmi þess hversu lágt það dýr er mannskepna kallast getur lagzt Þetta er nafn Adolfs Eichmann. í Evrópu er ríki, sem heitir Þýzkaland og við tölum oft um þriðja ríkið í því sambandi. Þetta ríki, sem einu sinni var, var voldugt og sterkt og ráðamenn þess höfðu á fyrirætlun á prjónunum að leggja undir sig heiminn og þeir hrundu af stað því ægilegasta blóðbaði, sem nokkru sinni hefur átt sér stað. En jafh KVIKMYNDA ÞÁTTUR FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.