Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 37

Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 37
1. Canon 7 2. Canonflex Rll 3. Canonet 4. Canonet Jnniot 6. Canon Demi 5 Sjö hlutverk Framhald af bls. 35. „Mamma, fer ekki pabbi bráð- um að hætta þessu?“ Hér eru engin tök á að rekja fleiri slikar minningar úr ævi- ferli Brynjólfs. Af nógu er að taka á 40 ára leikaraferli en rúmsins vegna verður þetta að nægja. Brynjólfur telur það mikið happ að hafa kynnzt vinnubrögðum ágætra útlendra leikstjóra sem hingað hafa kom- ið til starfa. Við höfum áður minnst á Adam Poulsen en þar við má bæta Paul Reumert, sem að vísu setti aldrei á svið leikrit hér í Iðnó en lék hér með íslenzkum leikurum oftar en einu sinni og miðlaði þeim af óþrjótandi þekkingu sinni. Reumert lék meðal annars í „Andbýlingum“ og nokkur at- riði úr „Tartuffe11 og seinna i ,,Tovaritsj“. Hér er einnig vert að minnast Gerd Grieg sem setti upp „Pétur Gaut“ á vegum félagsins og fleiri verk Ibsens. Gunnar R. Hansen hefur veitt félaginu ómetanlegt liðsinni. Hann kom fyrst hingað til lands með Guðmundi Kamban og setti upp nokkur leikrit, ílent- ist hér síðan og lék meðal ann- ars eitt hlutverk í „Sendiherr- anum frá Júpíter" á íslenzku. Brynjólfur minnist einnig Edwin Timroth sem kom hér síðastur erlendra leikstjóra og setti Hamlet á svið árið 3 947. Samstarfið við alla þessa menn telur Brynjólfur bezta skóla sem hann hefur notið í starfi sínu og má af þeim orðum marka hvílíkt gagn það væri ungri íslenzkri leiklist að fá hingað sem oftast snjalla er- lenda leikstjóra og leikhús- menn. Það er liðin tíð að „búðar- þjónar, bankamenn og af- greiðsludömur" voru helzta driffjöður íslenzkrar leiklistar en það er til marks um ágæti þess fólks að einn fremsti leik- ari íslendinga skuli koma úr þeirra hópi. Og hefur hlutverk þeirra þó ekki verið öfundis- vert, því þetta var þrátt fyrir allt annað og meira en „dund- ur og tómstundagaman". Það lá alvara á bak við. Og íslenzk- um leikurum nú á dögum sem flestir eða margir hverjir búa við sæmileg kjör og vinnuskil- yrði þætti það illt aðgöngu að eiga yfir höfði sér sífellda reiði bankastjóra vegna þess að þeir vildu sinna list sinni. Þrátt um það hefur Brynjólf- ur Jóhannesson ekki látið sér nægja að koma fram sem leik- ari, hann hefur einnig um ára- tuga skeið tekið virkan þátt í félagsmálum og hefur til dæmis átt sæti í stjórn Leikfélags Reykjavíkur um 20 ára bil. Þrisvar hefur hann verið kjör- inn formaður og sýnir það bezt traustið sem samverkamenn hans bera til hans. Hann hefur einnig verið kosinn formaður Félags íslenzkra leikara og síðast en ekki sízt forseti Bandalags íslenzkra listamanna árin 1962—’63. Brynjólfur er nú orðinn 67 ára að aldri en hefur sennilega aldrei verið eins virkur og nú. Því það er í frásögur færandi að þá daga sem þessar línur eru skrifaðar leikur hann hvorki meira né minna en sjö hlutverk í þremur leikritum sem öll eru í gangi. BLilUlff) DAGUR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reyki’avíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. DAGUR Árs ábyrgð - - fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. 10.696.— 10.164.— EIIMKAUIVIBOÐ s 3.980.— n inmi n mnii n n 2.980.— BilílRN & INGVAR 2.290.— Aðalstræti 8 — simi 14606. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.