Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1964, Side 25

Fálkinn - 06.07.1964, Side 25
Þetta skýli veitir orðið lítið skjól. Allir gluggar brotn- ir og ekki viðlit að halda þeim við. Hér hefur verið gripið til þess ráðs að negla járn fyrir hliðar- gluggana. i Glögglega sést, hvernig aurinn hefur sletzt upp á hliðarnar. ' Skýlin sem nú eru byggð eru opin að göt- unni og allir geta séð fyrir sér, hvernig fólk verður verkað, ef það stendur inni í þeim, er bíll ekur framhjá. er óvenjulegt, að helgi líði svo, að ekki séu unnar meiri eða minni skemmdir á þeim. Heyrnartækin rifin burtu, skífan snúin af, að maður minnist ekki á símaskrárnar, þær eru stundum rifnar í tætlur, stundum er þeim stolið. Og það þarf raunar ekki helgi til. Það er frekar, að síminn á Torginu fái að vera í friði, sennilega af því, að þar er venjulega fólk á ferli, en þó verður hann líka fyrir barðinu á þessu fólki. Og þá má minnast á einn enn. Við settum upp einn sjálfssala við Linnetsstíg í Hafnarfirði Reynslan af honum varð slík, að við urðum hreinlega að leggja hann niður. Þið ættuð að renna niður að höfn, það er ótrúlegt, að þar sé ekki eitt- hvað í ólagi eftir helgina. Við þökkuðum ívari fyrir greinargóð svör og nokkrum mínútum síðar var barið að dyrum hjá okkur. Þar var kom- inn ívar Helgason í eigin persónu. — Viljið þið ekki koma i biltúr strák- ar? Ég var að líta á þetta og engu slíku vant eru símarnir við höfnina í lagi. En þeir hafa heimsótt Lækjartorgið í nótt. . Við ókum með honum niður á Lækjar- torg. Þar inni í klefanum gaf á að líta. Skífan og öll framhlið símatækisins höfðu verið hreinsuð i burtu og leiðslu- stubbarnir stóðu út í loftið. En síma- skráin var enn á sinum stað. Hún er bara búin að fá að vera í friði upp undir viku þessi! sagði ívar og virtist hæst- ánæpður með bann áraneur Frá Lækjartorgi ókum við ves4o- á Granda. Síminn þar var á sínum stað. Veggir klefans voru allir útkrotaðir og rispaðir og framhlið sjálfssalans var út- krotuð, lakkið rispað af og leiðbeininga- seðillinn rifinn af. — Þetta þykir nú gott, sagði ívar. — En eins og ég sagði, þá hef- ur þessi sími fengið að vera meira í friði en margir aðrir. Þó kom það fyrir einu sinni, að sjálfsalanum hérna var stolið í heilu lagi og við sáum hvorki tangur né tetur af honum meir. Ekki hafa nú þjófarn- ir haft mikið upp úr krafsinu, þvi ný- búið var að tæma kassann og sjálfsalann getur enginn notað neitt. Svo ókum við út á Ingólfsgarð. Þar var símaklefinn miklu betur útlítandi, en síma- skráin var horfin! — Það er kannski bezt að við lítum á einn fyrirmyndar sima að lokum, sagði ívar, og við renndum að Sænska frysti- húsinu. Þar hefur sjálfsala verið komið fyrir í vistlegum klefa, til afnota fyrir starfsfólkið, og þar var umgengni öll tíl fyrirmyndar, Það ætti að vera óþarfi að lýsa þvi með orðum, hve alvarlegar afleiðingar slik skemmdarstarfsemi getur haft i för með sér. Tökum til dæmis hafnarsímana. Þar í grenndinni eru slys tíð Við skulum segja, að maður detti í sjóinn. Sjónarvottur er að atburðinum. en einn sins liðs getur hann ekkert aðhafzt. Það getur munað manns- lífi. að strax sé hægt að ná sambandi við lögregluna. Hann þýtur að símanum. Sím- inn er bilaður — evðilagður af óbekktum skemmdarvargi. Maðurinn verður að hlaupa upp á lögreglustöð — og hiálnin kemur of seint. Fyrir svo utan það að slíkur skennu- skamir kemur eðlilega i veg fvrir það að fleiri siólfsalar séu settir udd á almanna- færi til hagsbóta fyrir hr.voqrhúa. Framhald á bls 29 FALm iniV 25

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.