Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 26
SYNIR \ IMÆSTUIMM FYRSTIJ BEATLES-MYIMDIIMA SPLIJIMKIJIMYJA Daginn, sem þetta blað kemur út, verður frumsýnd í London mynd, sem vafalaust á eftir að verða sýnd víðsvegar um heim. Ekki er ósennilegt að bið- raðir verði við flest þau kvikmyndahús, sem taka hana til sýningar og ekki er heldur ósennilegt, að áhorfendur taki stundum ,,lagið“ meðan á sýningum stendur. Hér er nefnilega um að ræða fyrstu kvikmyndina með hinum maka- lausu „The Beatles“, sem sjálfsagt er óþarft að kynna nánar. Sú er venjan, að við hérlendis þurfum að bíða býsna lengi eftir að sjá þær myndir, sem athygli hafa vakið erlendis, en því er á annan veg farið með þessa mynd. Hún verður nefnilega sýnd hér í Reykjavík eftir örfáar vikur, en þegar þetta er skrifað er ekki endanlega búið að taka ákvörðun um, hvenær myndin verður tekin til sýningar. Það er Tónabíó, sem hefur hreppt hnossið, en framkvæmdastjóri þess, Guðmundur Jónasson, er nýkominn úr utanlands- reisu, þar sem hann tryggði sér sýningarréttinn á þessari mynd og fleirum splunkunýjum myndum, sem síðar verða kynntar hér. Má þar til nefna Wonder- ful Life, hina nýju mynd Cliff Richards, Mondo Cane II, sem lokið var við að taka í október í haust og hefur enn hvergi verið sýnd utan Ítalíu o. fl. Tónabíó myndi hafa getað frumsýnt myndina SAMA KVÖLDIÐ og hún verður frumsýnd í London, ef ekki hefði verið búið að raða myndum niður fram í Framh. á bls. 28. Þarna eru þrír kappanna komnir í slagtog með kórstúlku. „Chico“ Lennon „Harpo“ Harrison „Beppo“ Starr

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.