Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1964, Page 31

Fálkinn - 06.07.1964, Page 31
hamingjuna saman, tók Páll Iram í fyrir honum, — kannski getið þiS ekki leyít ykkur mikið fyrstu árin, en huggaðu þig við að þið eigið hvort annað og ... — Og að gæfan er hvorki gull né gimsteinar. — Einmitt! Bergur hafði tekið sína ákvörðun. Hann vildi ekkert með ríku greifynjuna hafa að gera. Hann vildi fátæku en failegu Lísulottu. — Þakka þér fyrir ráðlegg- ingarnar, sagði hann og þrýsti hendi vinar síns innilega. Svo fylgdi Páll honum út. í anddyr- inu þakkaði Bergur honum enn einu sinni fyrir ráðleggingarn- ar. Svo opnaði hann dyrnar. — Bíddu, sagði Páll og tók í handlegg hans, — þar sem þú hefur nú endanlega ákveðið þig að kvænast Lísulottu, láttu mig þá snöggvast hafa heimilisfang greifynjunnar. Willy Breinholst. Þoiu Svo settist hún á harðan eld- hússtólinn og dró bókina til sín, opnaði hana og leit á titil- blaðið. Hún reyndi árangurslaust að lesa nöfnin. Þau titruðu öll Kæri Astró! Ég er fædd .... klukkan 11.00 að kvöldi. Mig langar að vita það helzta um framtíðina og ástamálin. Ég á heima úti á landi. Giftist ég? Hvernig verður útlit mannsins, sem ég giftist? Ég hef alltaf núna verið með strák, sem er tveim árum yngri heldur en ég og er fædd- ur .... Honum þykir agalega vænt um mig og mér ekki síður um hann. Fyrir stuttu var ég með öðrum strák, sem er fædd- ur . Verður eitthvað úr þessu með mig og strákinn, sem er tveim árum yngri heldur en ég? Á ég eftir að kynnast mann- inum, sem ég að lokum giftist? Er ég heppin í ástamálunum? Verða börnin mörg? Hvað gömul verð ég þegar ég kynnist eða trúlofast manninum mín- um? Vinsamlegast sleppið því sem ég strika undir. Sveindis. Svar til Sveindísar: Þegar Marz er í fyrsta húsi bendir hann til mikillar starfs- og athafnasemi, hugrekkis og lífsorku. Hann getur einnig vaidið talsverðum skapsmun- um og eykur tiihneiginguna til að taka áhættur og framkvæma fyrir augum hennar. En hún þekkti þau. Öll Pullen-nöfnin. Fyrst nöfn afa hennar og ömmu. Nafn föður hennar og undir því nafn móður hennar. Og svo loks hennar eigið nafn. — Sara Pullen, sagði hún — fædd 20. júní, 1901. Við nöfn allra hinna eru bæði fæðingar- og dánardægur. En minn tími er enn ekki kominn. Ekki fyrr en Joe... Orðin dóu út. Hún fletti áfram, unz hún staðnæmdist við stóra stafi. Önnur bók Samú- els, sagði hún. Það var Harding gamli lækn- ir, sem hafði ráðlagt henni að fá sér gleraugu. Hann hafði tekið eftir því, hve starandi augnaráð hennar var, þegar hún var hjá honum út af tann- pínunni. Hann sagði henni, að hún gæti fengið þau ókeypis, en hún vildi það ekki. — Herrann gefur og herrann tekur. Ég vil ekki ríga gegn vilja hans. r Síðustu árin hafði henni veitzt æ erfiðara að sjá, nema hluti, sem voru mjög langt í burtu. Sem betur fór hafði hún alltaf haft mjög gott minni. Hún mundi hvar allt var og hún gat rat'að blindandi bæði innan hússins og fyrir utan. En hún gat ekki lesið lengur. Ekki auðveldlega. Heyrnin var heldur ekki eins góð og hún hafði verið. En það var alveg sama, því hún hafði engan áhuga á því, sem fólkið hérna í þorpinu var að slúðra. Hún borgaði sína húsaleigu reglulega af þeim peningum, sem komu í umslögunum. Keypti þá hluti, sem hún þarfn- aðist, án þess að vera margmál. Hún hrökk allt í einu við. Einhver barði á eldhúsdyrnar. Hún lagði bókina ’frá sér. Og svo gerbreyttist svipur hennar skyndilega. Hún þreif lokuna frá og reif dyrnar upp. Maðurinn, sem ruddist inn fram hjá henni, var lafmóður, eins og hann hefði hlaupið. Jafnvel hún heyrði þurran, harðan andardrátt hans á meðan hún kom lokunni aftur fyrir og sneri sér við. — Joe! sagði hún. — Joe! Slitin. föt hans litu út fyrir að vera að minnsta kosti tveim- ur númerum of stór. Hann var kinnfiskasoginn og augu hans voru blóðhlaupin. Munnur hans var eins og strik í andliti, sem í senn var ellilegt og unglegt, og hann var með að minnsta kosti þriggja daga skegghýjung. Hún steig fram, breiddi faðm- inn móti honum og sagði: — Ég jafnvel það, sem af flestum væri talið óskynsamlegt. Saturn í öðru húsi er óheppi- legt tákn upp á fjármálin. Staða hans þarna veldur töfum í öfl- un fjármuna og einnig bendir hann til greiðslutregðu, einnig að þú munir hafa talsverðar áhyggjur síðar í lífinu út af greiðsluskyldum. Þér er nauð- synlegt að leggja hart að þér til öflunar fjármuna. Þú þarft að þroska með þér fyrirhyggju og hagsýni í meðferð fjái'muna. Neptún í fjórða húsi bendir oft til dularfullra og sérstæðra fjölskylduaðstæðna. Fyrri at- burðir í sambandi við fjölskyld- una eða foreldrana eru oft huldir að nokkru leyti og einnig er hætt við að einhverjir þeir atburðir gerist, sem þú per- sónulega kærir þig ekki um að séu á allra vitorði. Stundum bendir þessi pláneta til áhuga á hinu sálræna sviði, sem aftur á móti hefur rík áhrif á fjöl- skyldulifið. Á efri ár*um ævinn- ar er full þörf á að standa á verði gegn blekkingum innan fjölskyldunnar. Merki Sporðdrekans á geisla fimmta húss eykur ástríðu- þunga eðlisins og bendir til að skyndilega sé stofnað til ástarsambanda og jafn skjótt slitni upp úr þeim. Mörg ástar- ævintýri eru líkleg og með mismunandi manngerðum, sé ástríðunum leyft að leika of lausum hala er hætt við að óæskilegir atburðir geti fylgt í kjölfar þeirra. Þetta er eitt þeirra merkja, sem benda til talsverðrar afbrýðisemi, nokk- urrar ofbeldistilhneigingar, sem getur leitt af sér vinaslit. . Sporðdrekinn er eitt hinna frjósömu merkja og bendir því til margra barna innan hjóna- bandsins, ef vel er á spöðunum haldið, en getur einnig bent til utanhjónabandsbarna ef ástríð- unum er gefinn of laus taumur- inni. Sum barnanna gætu orðið óstýrlát í meira lagi og erfitt að hafa hemil á þeim. Plánetur fimmta húss eru í óhagstæðri afstöðu við Saturn í öðru húsi. Það bendir til þess að þú þurfir að verja talsvert miklum fjármunum í þágu ást- vina þinna og ástamála. Úranus í ellefta húsi bendir til þess að vinir þínir og kunn- ingjar verði margir hverjir fremur óvenjulegir persónu- leikar. Það mun margt óvænt eiga sér stað í sambandi við vini þína og kunningja. vissi að þú myndir koma. En það hefur liðið langur timi. Langur og hræðilegur tími, Dökku augun, sem voru star- andi og lífiaus urðu smærri. — Ég er ekki Joe. Hann var kverkmæltur. — Ég er félagi Joes. Sid Baker. Munið þér ekki eftir mér? Þér hljótið að hafa séð mig í dómssalnum. Hún hristi höfuðið. Hún tók aðra hendi hans milli sinna, en hann kippti hendinni að sér. — Þú ert Joe, sagði hún ró- lega. — Heldurðu ekki að þín eigin móðir . .. — Heyrið mig nú! Hann þreif báðum höndum um herð- ar henni. Þér eruð aleinar hérna, er það ekki? — Alein, endurtók hún, —- alveg, alveg ein. Ég hef beðið. Lampinn í glugganum. Hvert einasta kvöld hef ég sett. .. — Gott! Hann yfirgnæfði rödd hennar með sinni og hækk- aði enn röddina. — Ég var látinn laus. Þeir höfðu enga sönnun. Ég lofaði Joe að ég skyldi sjá um yður ef ... af þeim sem við ... af þeim pen- ingum, sem ég hefði. Ég hef sent peningana til yðar mán- aðarlega. Þér hafið fengið þá, er ekki svo? — Jú, sonur minn. Ég hef Framh. á bls. 36. Á fæðingarstundinni var merki Vatnsberans á geisla sjöunda húss, en það bendir venjulega til þess að fólk gift- ist - ekki snemma. Hins vegar eru önnur áhrif sem eru tals- vert sterk í stjörnusjánni, sem benda til þess að gifting dragist ekki langt fram yfir tvítugt. Ég vildi einnig benda þér á að stofna ekki til hjónabands í sk^mdihrifningu eins og eðli þitt stendur til heldur athuga gang þinn rólega og helzt að vera trúlofuð eitt og hálft ár áður en þú gengur í hjónaband- ið. Ég vildi einnig ráðleggja þér að gleyma alveg þessum pilt- um, sem þú ræðir um, annar er aðeins fimmtán ára og hinn sautján og hvorugur hugsar al- varlega um ástamálin enn. Þér væri ráðlegra að leita fyrir þér hjá piltum, sem eru nokkru eldri heldur en þú, því aldur og reynsla er nauðsynleg í þess- um efnum svo að vel fari. FÁLK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.