Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1964, Page 34

Fálkinn - 06.07.1964, Page 34
er eitt af skilyrSunum fyrir velheppnuðu sumarferðalagi. Hvert sem leiðir liggja hefur sumarferðalagið oft í för með sér langar kyrrsetur í hitum ýmist I áætlunarbilum, flugvélum, bílum og jafnvel í járnbrautarvögnum. En slík- ar kyrrsetur, oft í óþægilegum stellingum hindra oft og tíð- um eðlilega blóðrás til fótanna og af því leiðir þrútnir, aumir og heitir fætur og í kjölfar þess er svo almenn van- líðan, sem óneitanlega varpar skugga á ferðagleðina. Hvað skófatnað snertir er því skynsamlegt að hafa í fríi sínu skó, sem eru að minnsta kosti 1 nr. of stórir og opna sandala, svo hægt sé að skipta um. Nú eru stórar (töskur í tízku og því hægðarleikur einn að geyma þar létta skó í plastpoka til skiptanna. Svo fæturnir verði ekki aumir þurfa þeir að vera vel snyrtir og það er ekki nóg að gera það á sjálfu ferðalaginu, heldur leggja góðan grundvöll, löngu áður en lagt er af stað. Farið daglega í um 5 mínútur í heitt, salt fótabað. Þerrið fæturna vel, einkum milli tánna. Hreinsið burt allt gamalt naglalakk og snyrtið neglurnar. Munið að klippa þær þvert fyrir og sverfa síðan. Leggið dálitla fitu á naglaböndin og núið vel með þumal- fingri með hringlaga hreyfingum. Ýtið naglabandinu var- lega aftur með oraugepinna, sem vafinn hefur verið með bómull. Hreinsið burt alla harða húð. sandpappírsþjalir eru ágæt- ar til þess. Berið fitu á fæturna og núið vel inn í þá. Núið fast með fingurgómunum frá tám og upp eftir. Þerrið burt alla fitu, sem eftir er og lakkið neglur ef vill. Stráið dálitlu talkúmi á fæturna og við getum sýnt þá, hvar sem er. Munið að taka með ykkur talkúm, gott fótakrem, sem otr svo auka svampsóla til skiptanna. KVENÞJÓÐIN Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir húsmæðrakennari. Epla marengsterta Deigið: 1 bolli hveiti Wt tsk. lyftiduft V2 tsk. salt , Ý3 bolli smjörlíki y3 bolli sykur 3 eggjarauður 1 tsk. vanilla % bolli mjólk Innan í: Vs bolli smjörlíki Vz bolli púðursykur Fyllingin búin til fyrst: Smjörlíki, púðursykur og epli hitað saman í potti. Kartöflumjölið hrært út með vatni, hrært saman við. Suðan látin koma upp. Sítrónusafanum blandað i. Kælt. Venjulegt hrært deig búið til. Látið í velsmurt, ferkantað mót. Það er betra að strá hveiti í botninn. Köldu mauki jafnað yfir. Eggjahvíturnar stífþeyttar með kremoftartar (fæst í lyfjaverzlunum). Sykri bætt smátt og smátt saman við, þeytt vel. Kókósmjöli og vanillu blandað varlega í. Sett ofan á mótið. 2 msk. af kókósmjöli stráð ofan á. Bakað við 150—175° í tæpa 1 klukkustund. 1 bolli = 2M> dl. 2 bollar rifin epli eða marinn ananas 3 msk. kartöflumjöl Vi bolli vatn 2 msk. sítrónusafi. Ofan ó: 3 eggjahvítur Vi tsk. kremotartar Ögn af salti % bolli sykur 1 tsk. vanilla V\ bolli kókósmjöl 2 msk. kókósmjöl. 34 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.