Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 38
V VARIÐ YKKUR Á „ÞRENNINGUNNI” Einn mannanna var þegar sendur til Fáfnis til þess að segja honum frá komu Klængs. Hann fór þegar alls hugar feginn til Sigurðar, til þess að segja honum frá tíðindunum. „Faðirinn er nú á minu valdi, og sonurinn mun elta,“ sagði hann að lok- um. Norðmaðurinn handfjallaði rýting sinn á meðan Fáfnir talaði og sýndi engin svipbrigði og Fáfnir var að rifna af vonzku vegna þess. „Undarlegur náungi," tautaði hann, „maður getur aldrei reiknað hann út.“ Upphátt sagði hann: „Jæja, hvað segirðu um þetta?" Sigurður, sem hafði allan tímann horft eins og út í bláinn, yfir herðar Fáfnis, stökk á fætur og laut fram yfir borðið. „Ég segi þetta:“ þrumaði hann. „Ég tek ekki lengur þátt í þessum leik.“ Fáfnir, sem ekki hafði hugmynd um skilaboðin, sem Sigurður hafði nýfengið, hefði ekki getað valið verri tíma til þess að leggja áætlun sína fyrir hann. „Hvað er um að vera,“ spurði Hrafnabjargakappinn. „Þú neitar samvinnu, þegar sigurinn er á næstu grösum!" „Hvers sigur?“ var hið háðska svar. „Ég hef svo sannarlega engan áhuga fyrir því að hjálpa þér að ná Arnarkastala á þitt vald á þennan hátt!" „En þú færð þinn hlut,“ mótmælti Fáfnir. „Hjálpaði ég þér ekki til að ná Axar- hæðum?“ „Axarhæðum, endurtók Norðmaðurinn og hló háðs- lega. „Sendiboðl var núna rétt í þessu að færa mér athyglis- verðar fréttir. Kastalinn hefur verið brenndur. Menn mínir eru': komnir um borð og hóta að yfirgefa mig, sem þeir kalla orðið „hirðfíflið“! Ég sé eftir því að hafa gengið í lið með þér og þínum asnalegu aðferðum, Fáfnir. Mér fellur ekki að berjast við konur og gamalmenni! Ég fer í dag! Við sjáumst ekki aftúr!" Þrenningin var á verði fyrir utan kastala Eberharðar og reyndi að finna ráð til að ná eyrum krónprinsins, sem var þar í heim- boði Þar sem beir borðu ekki að treysta greifanum, biðu þeir fyrir utan i von um að krónur nsinn kæmi út fyrir. Og eftir nokkra daga uppskáru þeir laun þolinmæði sinnar. Prinsinn var orðinn leiður á endalausum hátíðahöldum og læddist út fyrir með boga sinn. Ottó sagði félögum sinum að bíða og læddist á eftir prinsinum inn í skóginn. En áður en Ottó náði prinsinum hvarf liann í kjarrinu. Ottó hlustaði árangurslaust. Ekkert hljóð heyrðist. En allt í einu var þögnin rofin með ógnandi röddu: „Ef þú vilt lifa lengur, stattu kyrr!“ FÁLK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.