Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1964, Side 5

Fálkinn - 24.08.1964, Side 5
Svo vona ég að þú birtir þetta við tækifæri. Kær kveðja S. J. Þ. Akureyri. B,' *•/ X I. S f 1: *' n 3> rr Sá eini rétti. Hún var búin að sitja lengi við símann, er hún fór að hugsa um hvað hún var í raun og veru að gera. Hún hafði setið hér og beðið eftir einni upphringingu, beðið eftir að einn maður hringdi og byði henni út, ja bara að ganga t. d. eða labba upp á safn eða ofan í fjöru, ja eða máske inn á Mokka til að fá sér kaffi (því henni þætti kaffi alltaf vont). Því hann var sá útvaldi, al- veg áreiðanlega. Hún var búin að fá nóg af þessum „töffum“ svokölluðum, þeir voru alltof kurteisir, leið- inlegir — vildu alltaf vera að bjóða henni út og þá áttu þeir það til að standa upp og taka stólinn fram fyrir hana svo að hún dytti nú ekki eða — eða jafnvel eitthvað enn leiðin- legra. Þeir voru að hringja í vinn- una og „heyra í henni.“ Sem sagt þeir voru svo auð- fengnir að það var alveg drep- andi. En það var öðru máli að gegna með hann, hann var allt öðruvísi. Þetta kvaldi hana, sem gat vafið svo að segja öll- um um fingur sér, en hún skildi sigra hann einnig. En hvernig? Hvaða aðferð skyldi nota? Jú kannski að fara út í skemmtigarð, sem einmana sál og vita hvað skeður við það. Já auðvitað. Svo einn dag kom tækifær- ið. Hún sat úti í skemmtigarði og þá kemur hann labbandi í þungum þönkum — og aldrei glæsilegri og dularfyllri. Hún tekur upp vasaklútinn og læt- ur hann detta fyrir framan fætur sér, hann lítur upp, hinn ungi spekingur og þau horfast í augu augnablik. Hjarta henn- ar ætlar að bresta. Hann kem- ur nær og tekur klútinn upp og gengur að körfu, sem er þarna nálægt, sem á stendur: AÐEINS FYRIR RUSL. Þessa sögu megið þið nota, ef hægt er, og lagfæra (ef hægt er) og birta í blaðinu (ef hægt er). Krita. Svar: Viö birtum þessa sögu hvort, sem þaö er hægt eöa ekki og lag- færum hana ekki neitt hvort sem þalS er nú hœgt eöa ekki. Og viö ætlum ekkert aö fara aö setja út á hana og heláur ekki aö hæla henni og hvetja þig til aö halda áfram aö skrifa svona sögur — eöa ekki. En þeir eru kurteisir „töffararnir", sem þú þekkir. Og svo er annaö, sem þú ættir aö gera, aö minnsta kosti ef þú skrif- ar okkur aftur, og þaö er aö setja nýjan boröa i ritvélina þína. Seinagangur á framkvæmd tugþrautarkeppni. Háttvirta blað! Ég var einn þeirra mörgu, sem lagði leið mína á Laugar- dalsvöllinn þegar tugþrautar- keppni Svía, Norðmanna og fs- lendinga fór fram. Þetta var skemmtileg keppni og einhver sú skemmtilegasta, sem hér hefur farið fram lengi. Væri óskandi að keppni sem þessi gæti farið fram hér á landi oft- ar en raun ber vitni. En það er eitt sem mig langar til að setja út á framkvæmd mótsins. það var seinagangur, sem helzt á ekki að eiga sér stað. Stangar- stökkskeppnin tók t. d. allt of langan tíma. Þá var heldur ekki nægilega mikið um upp- lýsingar fyrir áhorfendur um það, hvað afrek gæfu í stigum meðan á keppni í greinunum fór fram, og hugleiðingar í því sambandi. Þetta ættu stjórn- endur slíkra móta að athuga. En sem sagt, þessi keppni var hin ánægjulegasta og ekki hvað sízt keppnin í einni auka- greininni, 800 metra hlaupi, og sýndi hún bezt að æskilegt væri að slíkar greinar færu fram í hálfleik á knattspyrnu- keppnum. Vallargestur. Svar: Viö getum tekiö undir\ þetta meö upplýsingarnar. Þær.voru af mjög skornum skammti og var oft á tíöum sem um mikilvægar hern- aöarupplýsingar væri aö ræöa, en ekki tugþrautarkeppni, milli frændþjóöa. Úr þessu heföi veriö auövelt aö greiöa. En erfitt heföi veriö aö láta stangarstökkskeppn- ina ganga öllu betur fyrir sig. Þaö voru 9 keppendur og þetta tekur drjúgan tíma. A stórmótum mun keppni í stangarstökki taka allt aö 8 tímum, t. d. á Olympíuleikj- um, og þó mun stokkiö í tveim gryfjum. Þess vegna mun óhætt aö segja aö framkvæmd þessa móts hafi tekizzt vel og veriö þeim til sóma, er aö henni stóöu — nema þetta meö upplýsingarnar. . EIGID ÞÉR í ERFIDLEIKUM með hirzlu undir skrúfur og annað smádót? Ef svo, þá er "1001" skáp- urinn lausnin. Framleiddir i þrem stærð- um: 10, 24 og 32 skúffu. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa 1 í Reykjavík BrœSraborgarstíg 9, sími 22150. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.