Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1964, Qupperneq 27

Fálkinn - 24.08.1964, Qupperneq 27
KVIKMYNDA ÞÁTTUR IMyndir eftir BERG- MAIM, SJÖMAN og de SETA væntanleg- 2 ar í Hafnarfjarðarbíó I Sú var tíðin að kvik- myndir Ingmar Bergman áttu litlum vinsældum að fagna hér, bæði hjá kvik- myndahúseigendum og eins hjá öllum almenn- ingi. Ætli það séu meir en sex til átta ár síðan mynd hans Sjöunda inn- siglið var sýnd í Tjarnar- bíó við fádæma lélega að- sókn. En nú er þetta breytt, sem betur fer. Myndir eftir þennan mikilhæfa Svía ganga nú vikum og jafnvel mánuðum saman. Menn hafa sem betur fer kunnað að meta Berg- man. Að vísu eru mynd- irnar sýndar í Hafnar- firði en heyrt hef ég for- svarsmenn kvikmynda- húsa í Reykjavík halda Úr myiul Sjoman: Ástarhiti. því fram að ekki þýddi að sýna góða mynd nema í Hafnarfirði. En það skiptir ekki höfuðmáli hvar myndir eru sýndar heldur hitt, að þær séu sýndar og að fólk eigi til- tölulega greiðan aðgang að þeim. Hafnarfjörður er heldur ekkert verri bær en Reykjavík nema síður væri, og víst er ó- hætt að fullyrða, að hann stendur vel jafnfætis höf- uðborginni hvað kvik- myndavali viðkemur og 3 sumir mundu jafnvel vilja halda því fram, að hann stæði henni feti framar. En hvað sem þessu líður þá er það víst að kvikmyndahúsin í Hafnarfirði hafa verið ó- hrædd við að taka til sýn- ingar myndir eftir leik- stjóra, sem ekki hafa átt upp á pallborðið hér í höfuðborginni. í þessu sambandi er þess stutt að minnast, að Bæjarbíó sýndi nú í vor fyrst kvik- myndahúsa mynd eftir hinn ítalska Antonioni. í þætti þessum fyrir rúmurn mánuði kynntum Framh. á bls. 37. 4 1. Úr mynd Bergman: Sem í skuggsjá. 2. Úr mynd Vittorio de Seta. 3. Úr myndinni „Djöfull- inn og boðorðin tíu. 4. Úr mynd Bergman: Þögnin.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.