Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1964, Page 30

Fálkinn - 24.08.1964, Page 30
LITLA SAGAIX) EFTIR WILLY BREIIMH0LS1 Hinn stórkostlegi stökkmeistari Þegar hinn stórkostlegi stökkmeistari, Fratello stóð á hátindi frægðar sinnar, mátti sjá nafn hans með risastórum bókstöfum á auglýsingaspjöld- um hjá hinum nafntoguðustu og víðreiitustu sirkusum álf- unnar, Ringling Bros, Krón- unni og Billy Smart og þess ber að minnast að Fratello var alltaf auglýstur sem sá skemmtikraftanna, sem bjó yf- ir hvað mestu aðdráttarafli, hann var hátindurinn á hverri dagskrá og i hvert sinn er hann sýndi listir sínar ríkti grafar- þögn meðal áhorfenda og tæp- ast þorði neinn að draga and- ann. Stiginn, sem hann stökk úr var hærri en kirkjuturninn í Landakoti og sundlaugin, sem hann stökk ofan í var litlu meiri um sig en þvottafata og í he:mi var ekki meira vatn en svo, að rétt nægði til að væta frímerki — samt sem áður tókst hinum stórkostlega Frat- ello alltaf að bjarga lífi sínu. í tignarlegu stökki hitti hann beint ofan í fötuna og þessir fáu vatnsdropar nægðu rétt til að taka af honum fallið. Þegar hann stóð upp, gekk hann fram á sviðið og hneigði sig meðan hann var ofsalega hylltur af á- horfendum, neri framkvæmda- stjórinn saman höndum því Fratello var virður þyngdar sinnar í gulli, hann var stökk- 'meistari allra alda — og það sýndi fjármagn það, sem kom í kassann á hverju kvöldi, sem hann sýndi. En hann komst á efri ár, gránaði fyrir hærum, og smám saman missti hann eitthvað af sjálfstraustinu. Það fór fyrir honum eins og svo mörgum öðrum snjöllum fimleikamanni — hann fékk taugar. Þegar hann stóð þarna uppi á pallin- um, varð hann óstyrkur, hann fékk svima svo hann sá allt tvöfalt — þarna voru tvö ker í staðinn fyrir eitt og þegar hann stökk, þá vissi hann í rauninni ekkert í hvort þeirra hann átti að lenda. Þannig getur það ekki geng- ið til lengdar. Hann bjargaði sér lengi vel með því móti að stytta stigann undir pallinum en eftir því sem stökkhæðin minnkaði, varð framkvæmdastjórinn að sama skapi þungur á brún og Frat- ello varð sífellt að leita fyrir sér í minniháttar og ómerki- legri sirkusum eftir því sem leið á ævina. Síðasta staðan, sem hann fékk var hjá minnsta risasirkus heims, áður en hann settist í helgan stein og setti upp litla tóbaksbúð í fæðingarbæ sín- um. Stiginn hans var ekki orð- inn nema 4—5 metra að hæð og auk þess hafði hann stækk- að kerið að miklum mun. Það lá við að allir skemmtikraft- arnir í þessum litla sirkus kæmust í kerið. Framkvæmdastjórinn hélt alltaf fyrir augun þegar Frat- ello stökk, svo ömurlegt fannst honum þetta númer og ómerki- legt. Þessi viðbrögð fram- kvæmdastjórans gerðu veslings Fratello enn þá óstyi'kari og á hverjum degi varð hann að saga ofan af stiganum. En kvöld eitt þegar hann mætti til leiks með venjulega eldhúströppu, þá var mælirinn fullur svo út af flóði. — Ef þessi heimskingi fer ^ð breyta númerinu sínu enn þá einu sinni, öskraði fram- kvæmdastjórinn hástöfum og tætti svarta yfirskeggið sitt, þá sparka ég svoleiðis í rasgatið á honum að hann sjáist ekki meir. Hér verður hann ekki lengur. j Fratello heyrði þessi óskÖp og varð óstyrkur — á síðustu stundu breytti hann númeri sínu. Fimm mínútum seinna var honum sparkað við undir- leik hornaflokks. í stað þess að stökkva úr stig- anum og niður í kerið — stökk hann úr kerinu og upp! Willy Breinholst. 30 falk.i nn

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.