Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1964, Side 43

Fálkinn - 24.08.1964, Side 43
athygli skoða ég jarðveginn. Ég fer mér hægt, ég geng í stóran hálfhring, ég breyti margsinnis um stefnu. Ég horfi með gaumgæfni til jarð- ar eins og ég sé að leita að glötuðum hring. Þannig leit- aði ég rétt áðan í arinstónni. Ég held stöðugt áfram í myrkr- inu, boginn yfir hvíta kringl- una sem ég hrindi á undan mér. Það er einmitt það . . . það er einmitt það . . . Ég geng aftur með hægð til flug- vélarinnar. Ég sezt við stjóm- klefann og ég hugsa mig um. Ég leitaði að forsendu fyrir að vona og hafði ekki fundið neina. Ég leitaði að jarðteikni frá lífinu, en lífið hafði ekki sent mér neitt jarðteikn. — Prévot, ég sá ekki eitt einasta grasstrá . . . Prévot er hljóður, ég veit ekki hvort hann hefur skilið mig. Við ræðum það nánar í fyrramálið, þegar tjaldið lyft- ist. Ég finn aðeins hvað ég er örmagna, ég hugsa: „Fjögur hundruð kílómetra vegalengd, í eyðimörkinni . . .“ Allt í einu sprett ég á fætur: — Vatnið! Benzíngeymarnir og olíu- geymarnir hafa sprungið. Vatnsbirgðir okkar líka. Sand- urinn hefur drukkið allt í sig. Við finnum hálfan lítra af kaffi í moluðum hitabrúsa, fjórðung lítra af hvítvíni í öðrum. Við síum þessa vökva og við hellum þeim saman. Við finnum líka dálítið af vín- berjum og eina appelsínu. En ég reikna út: „Á fimm tíma göngu í brennandi sól, í eyði- mörkinni, eyðir maður þessu . . .“ Við komum okkur fyrir í klefanum til að bíða dagsins. Ég leggst út af og læt augun aftur. Á meðan ég sofna glöggva ég mig á ástæðum okkar: Við höfum enga hug- mynd um hvar við erum niður komnir. Við eigum tæpan lítra af drykk. Ef við erum staddir í námunda við beinu línuna, finna þeir okkur á viku, bjart- sýnni getum við ekki verið, og það mimdi verða um seinan. Ef okkur hefur borið af leið, finna þeir okkur á sex mán- uðum. Það tjóar ekki að treysta á flugvélarnar: þær leita okkar á þrjú þúsund kílómetra vegalengd. — Æ, það var leitt . . . seg- ir Prévot við mig. — Hvers vegna? — Við gætum vel bundið enda á þetta í hvelli! . . . En við megum ekki gefast upp svona fljótt. Við Prévot þurfum að hressa skapið. Við megum ekki missa trú á að kraftaverkið gerist og flugvél- ar finni okkur, hversu veik sem líkindin eru. Við megum ekki heldur halda kyrru fyrir og missa ef til vill af nálægri vin. Á morgun göngum við allan daginn. Og við komum aftur til flugvélarinnar. Og áð- ur en við leggjum af stað skrif- um við dagskipun okkar stór- um stöfum í sandinn. Ég vind mig svo í kuðung og ætla að sofa fram í birtingu. Og mér er ljúft að fara að sofa. Þreytan leggst að mér af margföldum þunga. Ég er ekki einn í eyðimörkinni, undir svefninn þyrpast að mér radd- ir, minningar og muldruð trún- aðarorð. Ég finn ekki enn til þorsta, mér líður vel, ég fel mig svefninum eins og ævin- týri. Veruleikanum skrikar fót- ur frammi fyrir draumnum . . . Æ, það var þá annað þegar birti af degi! Framh. í næsta blaði

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.