Fálkinn - 09.11.1964, Blaðsíða 39
samvinna við Ríkisútvarpið.
f. Að hafa samráð við
Menntamálaráð fslans um gerð
fræðslu- og menningarmynda.
Ennfremur getur safnið ráðizt
í töku kynningarmynda um ein-
staka þætti atvinnulífsins og
félagslífs, og er heimilt að
semja við stofnanir og samtök
um fjárhagslega þátttöku slíkra
aðila í myndagerðinni.
g. Að efla íslenzka fræðslu-
nayndagerð á annan hátt —
sýo sem með því að styrkja
efnilega menn til þess að afla
sér þekkingar í þeim efnum,
er safninu megi síðar að gagni
verða.
Fyrir stuttu heimsótti Fálk-
inn Fræðslumynasafnið, þar
sem það er til húsa að Borgar-
túni 7, og ræddi við forstöðu-
mann þess, Stefán Júlíusson,
rithöfund.
— Upphafið að þessu má
rekja þar til fyrir stríð, sagði
Stefán. Þá átti Fræðslumála-
stjórnin nokkrar fræðslumynd-
ir, sem seinna varð vísirinn að
þessu safni. Fyrst var safnið
sérstök deild innan fræðslu-
málastofnunarinnar, en 1962
varð það sjálfstæð stofnun, er
heyrir beint undir menntamála-
ráðuneytið. Stjórn safnsins
skipa fimm menn. Einn fulltrúi
Sambands íslenzkra barna-
kennara, Landsambands fram-
haldsskólakennara, Mennta-
málaráðs íslands og Útvarps-
ráðs. Formann stjórnarinnar
skipar svo menntamálaráð-
herra. Stjórnina skipa nú
Þórhallur Vilmundarson, pró-
fessor, formaður, Ársæll Sig-
Kæri Astró!
Mig langar til að vita eitt-
hvað um framtíðina og vona,
að þú getir hjálpað mér.
Ég er fædd 1948. Ég hef
gaman af handavinnu og ferða-
lögum.
Ég fer ekki mikið út að
skemmta mér. Ég er með strák,
sem er fæddur i Nautsmerkinu,
verður eitthvað úr þessu hjá
okkur? Hvernig manni giftist
ég?
Þökk fyrir.
Nína.
Svar til Nínu:
Þú ert fædd með sólina í
Krabbamerkinu, og er sagt um
urðsson, Guðmundur Þorláks-
son, Helgi Sæmundsson og
Vilhjálmur Þ. Gíslason.
— Og hvað á safnið margar
myndir nú?
— Það mun láta nærri, að
hér séu til um 200 eintök og
tilraunir séu eitthvað um 1200.
Þetta eru allt 16 millimetra
filmur og skýringartími mynd-
anna frá 10 til 30 mínútur. Þá
eigum við nokkrar sýningar-
vélar, sem við lánum í vissum
tilfellum.
— Hvað er það há fjárveit-
ing, sem safnið nýtur?
— Á síðustu fjárlögum var
veitt til safnsins um 700 þús-
undum, við vonum, að það
verði allmiklu meira í ár. Mörg-
um mun ef til vill finnast, að
700 þúsund krónur sé nokkur
upphæð, en þeir munu ekki
gera sér ljóst, hversu mikill
kostnaður er gerð einnar kvik-
myndar. Ef við framleiðum
mynd, þá þurfum við að greiða
að fullu þá vinnu, sem innt
er af hendi. Hér er ekki um
áhugamál að ræða eins og hjá
mörgum, sem eru að byrja að
vinna að þessu og leggja mikla
vinnu frá sjálfum sér endur-
gjaldslaust. Mér hefur talizt
svo til, að ein 15 múnútna
svörthvít mynd mundi kosta
eitthvað á milli 400 og 500
þúsund. Og hér er öll aðstaða
til kvikmyndagerðar heldur
erfið. Hér er ekkert studio, sem
er nauðsynlegt fyrir slíka
framleiðslu, en það mundi lag-
ast, þegar sjónvarpið kæmi,
því það þyrfti á sliku studioi að
halda. Þá mundi öll aðstaða
fólk fætt í því merki, að það
ætti ekki að stofna til hjú-
skapar á unga aldri, því að eðli
þess virðist breytast á mismun-
andi aldursskeiði.
Það er ekki ólíklegt, að þér
geðjist vel að pilti, sem fædd-
ur er í Nautsmerkinu, þar sem
þú hefur Mánann í því mei'ki,
og bendir þetta til, að viss
„karmisk" tengsl séu milli ykk-
ar, en hvort þið eigið eftir að
giftast, veit ég ekki, því til þess
þarf ég að vita fæðingarstund
og ár hans. Nú sem stendur
ættir þú að einbeita þér að
námi og búa þig sem bezt undir
lífið, því þú ættir að geta kom-
izt vel áfram, ef þú hefur
áhuga á.
Margs konar störf gætu kom-
ið til greina fyrir þig, og allt
það, sem þarfnast næmra
handa, passar vel, en það má
búast við, að þú viljir skipta
nokkuð oft um. Öll störf í sam-
til kvikmyndagerðar stórbreyt-
ast. Og ég er trúaður á, að
það eigi ekki langt í land. Það
er með þessa samvinnu fyrir
augum, að útvarpið á einn
mann í stjórn safnsins. Milli
sjónvarpsins og safnsins yrði
mikil samvinna, ekki aðeins við
gerð kvikmynda, heldur og á
margan annan hátt.
— En erlendar myndir, sem
þið kaupið, eru þær mjög dýr-
ar?
— Erlendar kennslu- og
fræðslumyndir eru okkur nokk-
uð dýrar. Ég get nefnt ykkur
sem dæmi, að við vorum að
kaupa kennslumyndir í frjáls-
um íþróttum frá Bretlandi.
að sýna á fundum hjá sér.
Þetta eru 9 mínútna myndir
og kosta allar til samans rúm
137 pund. Og það er fljótt að
koma í hundrað þúsundin, og
þá er ekki talað um nauðsyn-
legt viðhald.
— Hvert er aðalvandamálið
hjá ykkur varðandi fræðslu-
og kennslumyndir?
— Aðalvandamálið hjá okk-
ur er talið. Þær erlendu
fræðslu- og kennslumyndir,
sem við kaupum, eru auðvitað
ekki með íslenzkum texta. Til
þess að mynd fáist með ís-
lenzku tali, þyrfti helzt að vera
um 20 eintök af hverri mynd
að ræða. En slík fjárfesting
yrði okkur algerlega ofviða.
Þessa þjónustu er ekki hægt
að inna af hendi hér enn sem
komið er, en er eitt af því, sem
mundi koma með sjónvarpinu.
Um daginn var ég á fundi, sem
Evrópuráðið boðaði til um
bandi við skrifstofur og rit-
störf, jafnvel blaðamennska.
Einnig snyrting, hárgreiðsla og
ýmislegt varðandi kventízk-
una og svo allar hannyrðir. Þér
ætti að geta vegnað vel sem
atvinnurekandi.
Þú hefur Marz rísandi, og
bendir hann til mikils stai'fs-
og athafnasemi, hugrekkis og
lífsorku. Hann getur einnig
valdið talsverðum skapsmun-
um og eykur tilhneiginguna til
að taka áhættur og framkvæma
það, sem jafnvel af sumum
væri talið óskynsamlegt.
Skemmtanir munu ekki veita
þér neina sérstaka ánægju eða
að þú hafir áhuga á þeim, þú
hefur þeim mun meiri áhuga
og ánægju af að byggja upp
starf þitt og heiður.
Þar sem Júpíter er í fjórða
húsi og Bogamannsmerkið á
geisia þess húss, má búast við,
að þú munir dveljast nokkuð
kennslukvikmyndir. Þar sáum
við um 50 kennslumyndir, og
fundurinn valdi 10 myndir úr.
Þeim verður síðan dreift milli
aðildarríkjanna, og myndirnar
munu verða með máli viðkom-
andi lands. Þessar myndir fáum
við fyrir lítið fé og von er á
fleirum. Þá fáum við lánaðar
myndir í sendiráðunum hér, og
sum þeirra hafa lánað okkur
fjölmargar myndir.
— Eru það eingöngu fræðslu-
og kennslumyndir, sem þið lán-
ið út?
— Það má heita eingönju.
Við eigum hér nokkrar
skemmtimyndir sem við lán-
um skólum en þessar myndir
eru enn sem komið er mjög
fáar. Annars er nauðsynlegt
fyrir okkur að huga að því at-
riði líka, svo skólarnir geti
fengið hér sem fjölbreytilegast
efni á kvöldvökur sínar.
— Hvað um gerð íslenzkra
kvikmynda?
— Eins og ég sagði áðan, þá
er um litla kvikmyndagerð
hjá okkur að ræða enn sem
komið er. Samkvæmt lögum
safnsins á það að styrkja inn-
lenda kvikmyndagerð eftir því,
sem frekast er kostur, en til
þessa höfum við haft úr litlu
að spila. Ef vel ætti að vera,
þá þyrftum við að hafa til um-
ráða nokkur hundruð þúsund
krónur árlega til að styrkja
unga og efnilega menn á þessu
sviði. Það eru nokkrir við nám
erlendis, og nokkrir hafa lokið
námi. Þessir menn vilja auð-
vitað vinna að þessu, þegar
Framh. á bls. 42.
mikið erlendis og jafnvel eiga
heimili þar. Þetta bendir einnig
til góðs heimilisbragar og efna-
hags, en störf út á við og við-
skiptalíf hafa nokkur áhrif á
heimilið og valda breytingum
á verustað.
Staða Satúrnusar í ellefta
húsi bendir til, að nánustu vin-
ir þínir muni verða eldri en
þú, en að þeir verði af nokkuð
óvenjulegri gerð.
Þetta ár og næstu tvö eru
mjög hagstæð til að afla þér
þekkingar og búa þig undir
lífið. Jafnvel að ferðast eitt-
hvað og stunda nám af kappi.
Um hjónaband skaltu ekki vera
að hugsa fyrr en 1968, en þar
sem Fiskamerkið er á geisla
sjöunda húss, bendir það til
nokkurra skýjaborga í sam-
bandi við ástamálin og hjóna-
bandið. Þetta merki bendir og
til fleira en eins sambands í
ástamálum.
FÁLKINN 3Í