Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Blaðsíða 34

Fálkinn - 09.11.1964, Blaðsíða 34
NÚ VERÐUR VALIÐ AUÐVELT: SVEFNHERBERGISSETT ÚR TEAK-VIÐI í TÍU GERÐUM. LAUS NÁTTBORÐ OG SNYRTI- BORÐ í SAMA STÍL. — KOMIÐ OG KYNNIÐ YÐUR HIÐ EINSTÆÐA HUSGAGNAURVAL HJA: Hallarmúla - Sími 38177 /• r HIBYLAPRYOI sem Kópavogsbíó hefur upp á að bjóða þegar þessi mynd verður tekin til sýningar. Gamall glópur Framhald á bls. 19. ur viðkomu. Ég kallaði til henn- ar með munninn fullan af söltum sjó: „Ég er nógu gamali til að vera pabbi þinn.“ Hún hló, þar sem hún stóð í freyðandi löðrinu. „Ekki pabbi,“ sagði hún. „Segjum heldur frændi." Um það leyti, sem við luk- um baðinu, mátti ég ekki mæla, þó að skömm sé frá að segja. Mér fannst sem gildra hefði skollið í lás um munninn á mér og þyrfti vogarstöng til að opna hana á ný. Jóla gekk á undan mér og togaði sund- bolinn niður yfir mjaðmirnar og yfir brjóstin, vegna þess að hann hafði hlaupið við að vökna og var orðinn nærri ósiðlegur. Hún kastaði sér niður í fjöruna og velti sér I sandinum. Líkami hennar var svo stinnur, að sandurinn hrein ekki við henni heldur hrundi af henni í votum klessum. Ég settist við hlið hennar, þögull, lamaður Þó að Jóla sé sljórri en nashyrningur, má vera, að hún hafi skynjað eymd mína, því að skyndilega spurði hún, hvort mér liði ekki vel. „Ég var að hugsa um þig,“ sagði ég. „Að hverjum geðjast þér bezt, Amato, Jósep eða mér?“ Hún svaraði samvizkusam- lega eftir langa umhugsun: „Mér geðjast að ykkur öll- um þrem. En ég hélt áfram: „Amato er náttúrlega ung- ur.“ „Já,“ svaraði hún. „Hann er ungur.“ „Ég held að hann sé ást- fanginn af þér,“ bætti ég við eftir augnablik. „Heldurðu það,“ svaraði hún. „Ég hef ekki tekið eftir því.“ Hún virtist fjarhuga eins og hún hefði áhyggiur út af ein- hverju. Loks sagði hún: „Laugi, ég er í klípu. Það er komin saumspretta aftan á sundbolnum mínum. Réttu mér handklæðið, ég verð að fara að klæða mig.“ í sannleika sagt var ég feg- inn þessu óhappi. Ég rétti henni handklæðið, og hún sveipaði því um mjaðmir sér og hljóp að skýlinu. Hálftíma seinna vorum við í lestinni ein í klefa. Ég hafði hneppt skyrtunni upp í háls og var að hugsa um að nú væri öllu lokið, hvað mér við kom, ég væri nú gamall maður. Þann dag sór ég, að ég skyldi aldrei framar líta á Jólu né heldur nokkra aðra konu. Og ég stóð við orð mín. Mér virtist hún dálítið hissa og stara stundum ásakandi á mig, en ef til vill hefur það verið ímyndun. Nú leið mánuður, og ég ávarpaði hana aðeins fjórum til fimm sinnum. Á þeim tíma höfðu þau Jósep orðið vinir. En hann var aðeins fjörlegur í viðmóti við hana, góðlátlegur, og alvarlegur og daðraði ekki hót. Mér fannst ég eldri en nokkru sinni. Ég hélt áfram að klippa hár, raka kjálka og taka við þjórfé og sagði ekki auka- tekið orð. Dag einn á lokunartíma, þegar ég stóð í bakherberginu og var að klæða mig úr sloppn- um, sagði eigandinn vingjarn- lega: „Ef þú ert ekkert bundinn í kvöld, skulum við borða saman. Ég býð ykkur öllum. Jóla og Jósep hafa trúlofað sig.“ Ég ieit fram í stofuna. Jóla sat brosandi í horninu sínu við handsnyrtiborðið, og Jósöp brosti í hinum enda stofunnar, þar sem hann var að hreinsa rakhníf. Ég fann skyndilega til mikils léttis: Jósep var eldri en ég, Jósep var ljótur og samt sem áður hafði Jóla tekið hann fram yfir Amato. Ég þaut til Jóseps með útbreiddan faðm- inn: „Ég óska hjartanlega til hamingju." Síðan faðmaði ég Jólu áð mér og kyssti hana á báðár kinnar. Raunar var ég hinn ham- ingjusamasti af okkur þrem. Næsti dagur var sunnudagur, og ég fór á síðdegisgöngu. Ég gerði mér Ijóst, að ég var far- inn að horfa á konur eins óg áður, horfa á þær hverja fyrir sig bæði í bak og fyrir. Anna María Þórisdóttir í þýddi. Hrakfallabalkar - f Framhald af bls. 15. fyrir ekki neitt, en ég fer þang- að aldrei að gamni mínu, og ekki held ég, að ég treysti mér til að horfa á sauðkind hengda, enda væru sláturhússtjórar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.