Fálkinn - 09.11.1964, Blaðsíða 6
Perry Mason Bretlandís
og Zsa Gabor
Um þessar mundir er hin kunna kvik-
myndaleikkona Zsa Zsa Gabor að undir-
búa málssókn á hendur dóttur Lord Mar-
cow Hannah. Sá sem sér um málið fyrir
Zsa Zsa heitir David Jacobs og er sagður
eins konar Perry Mason þeirra í Bretlandi.
Hann er vel þekktur lögfræðingur og
margir hans viðskiptavinir eru í hærri
klassanum ef svo má segja. David er auð-
ugur maður að því að sagt er, gengur
alltaf mjög vel klæddur, hefur sex einka-
ritara og þrjá bílstjóra. Og nú eru menn að velta því fyrir sér hvort
hinn ungi lögfræðingur muni ekki verða ástfanginn af Zsa Zsa og
eftir því sem við vitum bezt er hún ekki gift um þessar mundir.
sá bezli
Maður nokkur, sem vann hjá þekktri lieild-
verzlun hér í borginni, kom að máli við yfir-
mann sinn og bað um tveggja daga frí.
— Hvað œtlarðu að gera með það? spurði yfirmaðurinn.
— Ég œtla að gifta mig.
■— Hvers vegna gerðirðu það ekki í sumarleyfinu?
— Ég tímdi ekki að eyða því í svoleiðis.
Óspektir á hljómleikum
The Rolling Stones
Við höfum iðulega heyrt um óspektir, yfirlið >
og allt þess háttar varðandi Bítlana þegar þeir
halda hljómleika. En það eru fleiri en Bítlarnir
sem valda yfirliðum og óspektum á hljómleik-
um. Margir eru þeir sem telja The Rolling
Stones betri hljómsveit en Bítlana og víst er að
þeir eiga marga aðdáendur ekki síður en Bítl-
arnir.
Nú einhverju sinni í haust héldu The Rolling
Stones hljómleika í Top Ten Club í Manchester
að viðstöddum 3500 áhorfendum. Á þessum
hljómleikum fór allt í bál og brand eftir því
sem við höfum fregnað. Hljómsveitin mætti ekki
á réttum tíma og áheyrendur fóru að ókyrrast.
Þá var tekið til þess ráðs að spila nokkrar hljóm-
plötur og sagt að hljómsveitin væri komin en
væri að stilla hljóðfæi'in. Ekki varð þetta nóg
til að lægja óánægjuna í áheyrendum því þeir
kölluðu af öllum lífs og sálar kröftum „We
Want The Stones.“ Og svo þegar hljómsveitin
loksins kom fór allt í bál og brand. 70 voru
fluttir á slysavarðstofu til læknisaðgerðar og
tvær lögreglukonur slösuðust einnig þegar þær
voru að stilla til friðar.
Meðfylgjandi mynd er tekin á hljómleikun- .
um meðan lætin stóðu sem hæst og sjáum við
hér lögreglu fjarlægja einn af ólátaseggjunum i
meðan Mick Jagger syngur.
Hin sænsk-ameríska kvikmyndaieikkona Ann
Margaret var í sumar suður á Spáni sem raunar
margar fleiri stjörnur. Hún umgekkst all náið einn
nautabana þarna suðurfrá en það endaði allt með
ósköpum. Leikkonan reiddist eitthvað við nauta-
banann og klóraði hann allan í andlitinu svo að
blóð lagaði úr.
Annars var Ann Margaret að leika í kvikmynd
þarna suður frá og kemur hún líklega á markað-
inn nú í haust. Ekki vitum við gjörla um hvað þessi
mynd fjallar en mótleikari Ann er Garner McKay.
Kvikmyndin mun heita „Pleasure Seakers" og birt-
um við hér mynd af tveimur aðalleikurunum Ann
Margaret og Gardner McKay.
6 FÁLKINN