Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 7
IR ARIÐ 1965 rithöfundur, bregður sér í spádómsgervi og skrifar ðna hluti á komandi ári. em hvurs merkis sérkennandi Tvíburamerkið, 22. maí—21. júní. Því merki fylgir sá listræni skepnu- skapur, að geta látist afkasta tveim dagsverkum á hálfum degi, þó að viðkomandi vinni illa hálft á heilum degi og önnur hraðlygi eftir því. Gerast slíkir margir bifvélavirkj- ar og aðrir iðnaðarmenn, einnig skáldalaunaskáld og plat- listamenn — en varla stjórnmálamenn, þar sem þeir trúa ekki sínum eigin blekkingum. Krabbamerkið, 22. júní—23. júlí. Því merki fylgir sá ankannalegi skepnu- skapur, að gera alla hluti skakkt, aftur á bak og út á hlið af frábærum dugnaði, og seinka þannig öllu, sem seinkað verður. Gerast krabbamerkingar margir verkfræðingar, verkstjórar, húsameistarar og forstöðumenn opinberra framkvæmda. Ljónsmerkið, 24. júlí—23. ágúst. Ljónsmerkingar eru haldnir þeirri kon- unglegu áráttu, að þeir verði að bera af öllum að skepnu- skap og hafa hlut samkvæmt því — urra, öskra, hrista makkann og láta skína í tennurnar til að hræða aðrar skepnur til lotningar, en sýna klærnar, ef það bregzt. Verða alls konar stjórar, einkum bankastjórar, stjórnmálaforingj- ar og ráðherrar. Meyjarmerkið. 24. ágúst—23. sept. Því fylgir sá fínasti æðriskepnuskapur, sem þekkist ekki með venjulegum skepnum — meydóms- platið. Á meymerkinga festir aldrei sora — verða margir hugsjónapólitíkusar, félagssamtakaleiðtogar, fasteignasalar, lögfræðingar, afturhvarfspostular, fyrrverandi drykkju- menn og afturbatapíkur. Vogarmerkið, 24. sept.—21. okt. Þessu merki fylgir alls konar tæknileg- ur skepnuskapur samkvæmt því lögmáli allrar skepnu, að mjótt sé mundangshófið og verði því alltaf að halla á einhvern. Verða vogmerkingar margir stórframkvæmda- menn, kaupsýslumenn bókfærslusnillingar, framtalsmeist- arar — auðugir og mikilsvirtir máttarstólpar í hverju þjóð- félagi. skepnuskapur in specie... SporðdrekamerkiS, 22. okt—22. nóv. Því fylgir sá eitraði skepnuskapur sporð- drekans að bíta alla í afturhlutann til bana — sjálfan sig ef ekki vill betur. Fæddir undir þessu merki verða margir pólitískir ritstjórar, listdómarar, gagnrýnendur, menning- arhálfvitar, sálfræðingar, útvarpsplágur, kaffihúsaspeking- ar og sambýlishræður. BogmannsmerkiS, 23. nóv.—21. des. Þessu merki fylgir sá æðriskepnuskapur að spenna bogann alltaf of hátt og skjóta ævinlega yfir markið. Verða bogmenn margir siðgæðisprédikarar, bind- indispostular, leikarar, tónlistarmenn, snillingar og ofvitar — og með aldrinum fyrrverandi allt þetta og allt mögulegt annað að auki. SteingeitarmerkiS, 22. des.—20. janúar. Táknar þann heldur meinlausa skepnu- skap að pota sér stöðugt hærra og hærra af undraverðri fótvissurog enda óhjákvæmilega á toppinum. Sendlar, fædd- ir undir þessu merki enda ævinlega sem forstjórar og falli þeir á einhverri prófnámsgrein, enda þeir sem pró- fessor með doktorsnafnbót í þeirri sömu námsgrein. Deyja seint um síðir í hæsta eftirlaunaflokki. Vatnsb eramerkiS, 21. janúar—19. febrúar. Því merki fylgir sá heimskulegi skepnuskapur að bera öðrum vatn til að blanda í viský sitt — og horfa á þá drekka það! Þeir, sem fæðast undir þessu merki þjóna undir æðriskepnuskap annarra, án þess að fá svo mikið sem tækifæri til að stela undan skatti — og eiga ekki betra skilið. Aldrei getið í blöðum eða útvarpi nema í dánartilkynningum, og deyja þá yfirleitt fyrir hönd aðstandenda. Fiskamerkið, 20. febrúar—20. marz. Þeir, sem fæddir eru undir því merki, eru haldnir þeim skepnuskap að bíta á annarra agn og gína við hverri tálbeitu. Því fylgja þau forréttindi að vísu að vera ávarpaður sem háttvirtur kjósandi fyrir kjördag. Er aldrei getið sem einstaklinga, en taldir í hundr- uðum, þúsundum, smálestum, málum og tunnum og talað um þá í göngum eða torfum. Blautir alla ævi. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.